Kvótakerfið er ofvaxið stjórnvöldum

"Flutningsmenn tillögunnar telja að ekki verði undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni."

Þjóðaratkvæðagreiðslu? Svona önnur Icesave vitleysa? Úrslitin liggja alveg fyrir fyrirfram. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill breyta þessu kerfi. Það er marg kannað í mörgum könnunum til margra ára.

Ríkisstjórnin er með góðan meirihluta á Alþingi Íslendinga (35:28) og getur breytt því sem hún vill breyta, treystir sér til og þorir.

Mín spá er sú að núverandi ríkisstjórn muni ekki breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu að neinu ráði. Strandveiðar, frjáls sókn í úthafsrækjuna og skötuselsveiðar eru vissulega breytingar, en í raun smávægilegar miðað við málið í heild sinni. Þetta eru bara smáskammtalækningar á kerfinu.

Litlu lengra í breytingaátt fer þessi ríkisstjórn ekki að mínu mati.

Verða handfæraveiðar kannski gefnar frjálsar? Það er einföld aðgerð.

Sjáum til.

Hvað sem líður fyrirheitum stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni.


mbl.is Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sammála Björn, þessar breytingar eru smjörklípur. Til þeirra stofnað til að fela viljaleysi Vinstri Grænna til að afnema kerfið. Sumir þingmenn Samfylkingar vilja breytingar, en þau vita ekki hvaða breytingar þau vilja, þess vegna leggja þau fram þessa tillögu sem varpar ábyrgðinni til þjóðarinnar. Gallinn við svona lýðskrum er bara að það er vitað að frumvarpið verður aldrei samþykkt og þess vegna er þetta sett fram án ábyrgðar. Þau vita að sumir munu kaupa þetta lýðskrum og þá er tilganginum náð. Ömurleg pólitík. Eina sem stjórnvöld eiga að gera er að þjóðnýta kvótann og auka veiðarnar í samráði við sjómenn, ekki fiskifræðingana sem brugðust. Nóg um það hér. Það munu koma fjöldi bloggfærslna um fiskveiðistjórnunina frá mér bráðlega

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.10.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Það munu koma fjöldi bloggfærslna um fiskveiðistjórnunina frá mér bráðlega"

Ég reyni þá að fylgjast með, annars fer nú ótal margt framhjá mér á þessu bloggi. Takk fyrir innlitið, Jóhannes Laxdal.

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 13:00

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, Jóhanna stendur við orð sín, ætla ég, frjálsar handfæra veiðar, en hún er að falla á tíma.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.10.2010 kl. 13:55

4 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, varstu búinn að kynna þér furðukönnunina á Sögu betur, eins og þú sagðist ætla að gera?

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 14:38

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

þú mundir skilja þetta Björn minn, ef þú opnaðir fyrir Ú. Sögu.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.10.2010 kl. 14:44

6 identicon

á að bæta kerfið með því að auka kostnað björgunarsveita eins og þetta auma strandveiðikerfi gerði eða ætlar ríkið að fara standa í því að borga björgunarsveitunum fyrir græðgi? 

prakkari (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 18:02

7 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, þetta verður þú að bera undir Jón Bjarnason, ráðherra sjávarútvegsmála. Áttu, eða þykistu eiga kvóta?

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 18:06

8 identicon

á ekki kvóta en makalaust fyndið að lesa um umfang björgunarsveita vegna strandveiðana.  Finnst bara fyndið þegar fólk sem veit ekkert um sjávarútveg er að tjá sig um hann þó ber að nefna þá ekki beint þú heldur þessi aðalsteinn,  hann er væntanlega mannsi sem kann ekki að vinna þó ég viti ekkert um það en það á oft við um þá sem er að væla yfir sjávarútvegnum.

Kv frá Dalvík

prakkari (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 18:18

9 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari segir: ".......... hann er væntanlega mannsi sem kann ekki að vinna þó ég viti ekkert um það ................"

Þetta er ómaklegt og óþarft að segja.

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 18:26

10 identicon

alls ekki,  reikna með að ef hann hefði vinnu þá væri hann ekki að væla og þá eingöngu um þetta því nóg hefur verið um vinnu í landinu hingað til þó það sé atvinnuleysi á suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.  þannig að ég eiginlega reikna með að skattgreiðendur landsins séu að greiða honum laun í formi bóta þó svo að ég viti ekkert um það.

prakkari (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 18:31

11 Smámynd: Björn Birgisson

Setningin: ........ þó svo að ég viti ekkert um það" er nokkuð vinsæl hér og á líklega ágætlega við líka!

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 18:35

12 identicon

á kannski við en ég er nokkuð viss um þetta sé nokkuð nærri því hvernig í pottinum er búið, en hvað er ómaklegt og óþarft að segja?  Hef ekki orðið var við annað en að þú skrifir illa um flesta sem þú skrifar um.  Hvað er ómaklegt og óþarft? 

prakkari (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 18:43

13 Smámynd: Björn Birgisson

"Hef ekki orðið var við annað en að þú skrifir illa um flesta sem þú skrifar um."

Ja hérna!

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 18:47

14 identicon

ja hérna er alltaf svar þegar fólk á ekki til svar og veit upp á sig.  farðu aðeins yfir það hvernig þú talar um fólkið sem þú ert að tala um á þessu bloggi þínu.  reyndar þá sleikir þú upp steingrím svo mikið að furðulegt er miðað við hvað maðurinn hefur gert + það að hann hefur enga reynslu af þessu starfi og ætti þar af leiðandi ekki að starfa við þetta.  en skoðaðu aðeins hvað þú segir um sjálfstæðis fólk, þór saari, birgittu í hreyfingunni,  sigmund davíð og hvað er óþarft og ómaklegt?

prakkari (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 18:56

15 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Hvernig væri nú að sjávarútvegurinn fengi frí frá þessari rugl umræðu og fengi smá frið því það getur ekki verið gott fyrir grein sem er í samkeppnisrekstri að hafa stanslausar árásir á sig.

Magnús Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 19:07

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og nú get ég frætt ykkur á því að seinnipartinn í dag var myndaður á Sægreifanum undirbúningshópur að stofnun landssamtaka um frjálsar handfæraveiðar. Svo nú er bara að skrá sig.

Árni Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 19:39

17 identicon

Árni eru kröfur um að þeir sem skrái sig styrki björgunarsveitinar?  Annað væri heimskulegt. 

prakkari (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 19:44

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Spurning þín nafnlausi maður er ekki svaraverð. Eins og ég tók fram þá var myndaður undirbúningshópur að stofnun þessara samtaka.

Ef þú hefur áhuga geturðu gengið í þann hóp og skráð þig.

Slóðin er: www.strandveidar.org

Ég geri ráð fyrir að frekari upplýsingar muni liggja fyrir mjög bráðlega, en eins og ég tók fram þá hófst þessi vinna nú í kvöld og vafalítið mun það verða fyrsta verk að koma grunnupplýsingum um næstu skref inn á heimasíðuna. 

Árni Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 20:02

19 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Strandveiðiflotinn styrkir björgunarsveitirnar, það þarf að borga fyrir, ef björgunarskip

dregur bát í land, Árni, ég var á þessum fundi á Sægreifanum og lagði til að, Jóhanna yrði

beðin að standa við orð sín, Frjálsar Handfæra Veiðar allt árið.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.10.2010 kl. 21:02

20 identicon

Hvort sem strandveiðiflotinn styrki björgunarsveitinar um smotterí efast ég um að það tilsvari kostnaði í að bjarga aulunum sem halda að þeir veiði golþorska.  Fyrir utan að fæstir kunna með matvæli að fara og það sást vel á strandveiðunum þar sem mest af hráefninu var hæft í ruslið.   hvernig verða þá frjáslar veiðar manna sem hafa ekki vit á að hafa sinn ísskáp á 0-4 gráðum

prakkari (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 21:28

21 Smámynd: Björn Birgisson

Vel gæti ég trúað að prakkarinn eigi hund og geti sagt eins og Friðrik mikli Prússakeisari: Því betur sem ég kynnist mönnunum, því vænna þykir mér um hundinn minn.

Trú hans á samferðamenn sína virðist heldur takmörkuð, en trúin á eigið ágæti án mikilla takmarkana og dómharkan eftir því.

PS. Var að koma úr Njarðvík, þar sem mínir menn í körfunni fóru létt með heimamenn, sem virtust þreyttir og svangir.

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 21:40

22 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

þú ert alltaf flottur, Björn.

Aðalsteinn Agnarsson, 8.10.2010 kl. 21:44

23 Smámynd: Björn Birgisson

Segðu konunni minni það, Aðalsteinn minn!

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 21:47

24 identicon

minni þig björn á að lesa bloggið þitt,  dómharka hvað :) ert alveg makalaus. ættir eiginlega að vera reka landið okkur miðað við visku sem þú heldur þig innihalda. nema þú eigir í raun hund og takir hann framyfir konuna

prakkari (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 22:13

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér er rætt um hunda. Nafnlausir bloggarar minna mig alltaf á hunda sem lokaðir eru inni. Meðan allt er rólegt og með felldu innan húss eru þeir venjulega spakir og hljóðir. En varði þeir varir við mannaferðir rjúka þeir gjarnan upp með háu gjammi í því skyni að vekja ótta hjá því sem þeir skynja álengdar en þekkja ekki.

Árni Gunnarsson, 8.10.2010 kl. 22:25

26 Smámynd: Björn Birgisson

prakkarinn minn, ég er í fullu starfi, en ef þú telur að ég geti rekið landið í aukavinnu, þá er ég alveg til og tel mig ekki þurfa að klappa hundspottum eins og LÍÚ forustinni, ASÍ forustunni, Lífeyrissjóðamafíunni, bankamafíunni, fjórflokkstíkinni eða öðrum tíkarspottum. Ég myndi eingöngu klappa alvöru Íslendingum, vinnusömum, heiðarlegum og duglegum. Hund á ég ekki, en ég á dálítinn hlut í 10 landnámshænum, sem mér virðast flestar gáfulegri en kjúklingaliðið við Austurvöll.

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 22:27

27 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Gunnarsson, þakka þér innlitin þín, sem alltaf gleðja fákæna sál og til hamingju með nýja Handfæraklúbbinn. Alveg væri ég til í að eignast hlut í trilluhorni og hætta öllu amstri í landi. Róa til fiskjar og fá aldrei neitt. En það má alltaf reyna, eins og fíllinn sagði þegar músin krosslagði.

En áður en sól skín á sjóinn

er síðasti karlinn róinn,

lengst út á flóa farinn ....................

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 22:41

28 identicon

Smáskammtalækningar segirðu:

Strandveiðarnar hafa reynst sóun á verðmætum,
"frjáls sókn" í úthafsrækju verður fljótt blásin af þegar kvótinn er kominn upp í 7000 tonn með ólympískum veiðum og tilheyrandi sóun á verðmætum.
og með Skötuselsmálinu hefur Jón Bjarnason flutt verðmæti frá þeim sem keyptu það til manna eins og Grétars Mar...svo vill til að er vinur Guðjóns A ráðgjafa Jóns Bjarnasonar.  Svo vildi til að hann átti bara tilbúið skip á skötuselinn.

glæsilegt alveg.

Njáll (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband