Enginn á afturkvæmt úr feigðarósnum

"Víkurfréttir greina frá því á fréttavef sínum að Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, hafi blundað á borgarafundi í Reykjanesbæ."

Það kemur fyrir á bestu bæjum að höfgi sígi á menn þegar leiðindin gerast áleitin og auðvitað er besta leiðin til að forðast þau að bregða sér í draumheima. Ætla rétt að vona að Ögmundur hafi séð einhverjar fallegar myndir í svefnrofanum!

Hins vegar er þessi stutti blundur ráðherrans algjörlega lýsandi og táknrænn fyrir fyrir aðkomu ríkisvaldsins að atvinnumálum á Suðurnesjum.

Þar hafa flestir ráðamenn því miður flotið steinsofandi að feigðarósi og eru á góðri leið með að sturta þúsundum Suðurnesjamanna með sér í ósinn þann illræmda, sem enginn á afturkvæmt úr.


mbl.is Dottaði á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er stórfrétt.. Ögmundur syfjaður.. Hvað næst ? Steingrímur hnerraði...

hilmar jónsson, 10.10.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Er hann kvefaður karlinn?

Björn Birgisson, 10.10.2010 kl. 17:51

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, hefur þú heyrt talað um kæfisvefn ?

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2010 kl. 20:00

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ríkisstjórnin í hnotskurn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.10.2010 kl. 20:23

5 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, konan mín þekkir kæfisvefn ágætlega! Hnippir þá í mig og rekur mig á hliðina! Ég er stoltur af þér að fara rétt með! Flestir tala um kæfusvefn og ekki bara í sláturtíðinni!

Björn Birgisson, 10.10.2010 kl. 22:43

6 Smámynd: Björn Birgisson

Heimir, já því miður og afleiðingar margra ára óstjórnunar.

Björn Birgisson, 10.10.2010 kl. 22:46

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir fjölmiðlar geta jarðsett ef þeir vilja það þekki ég af eigin raun ef þeim er ekki fylgt eftir og fréttir skoðaðar áður en þær fara frá þeim.

Sigurður Haraldsson, 12.10.2010 kl. 00:38

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björn, lengi má kenna Íhaldinu um;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.10.2010 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband