10.10.2010 | 21:38
Kreppan og Kári klári með tóman baukinn
Sem þýðir það að ef þú hefur áhyggjur af því hvernig þú verður í laginu er eins gott fyrir þig að vanda valið þitt á foreldrum. Hitt er allt saman aukaatriði," segir Kári í léttum dúr.
Ég las þessa frétt tvisvar yfir og verð að viðurkenna að ég fann ekkert bitastætt í henni. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Hér er fátt sagt umfram það sem allir vita, án nokkurra rannsókna. Átfíklar verða feitir og geta af sér afkvæmi sem líkleg eru til að verða feit. Svo verða sumir grannir og líklegri til að geta af sér grannt fólk. Hver vissi það ekki?
Held að Kári klári sé bara að fiska eftir auknu hlutafé, með svona fréttum, enda mun ekki veita af.
Hvort halda menn að Kári klári sé betri í rannsóknum eða í peningaharkinu, til að skaffa sjálfum sér ofurlaun og öllum hinum, með andlitið í smásjánum alla daga, þokkalegt lifibrauð?
Oft hafa komið betri og gáfulegri féttir frá Kára klára en þessi.
En hvað gera menn ekki í kreppunni?
Uppgötva arfgenga breytanleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er að safna styrkjum til að hefja rannsóknir á því hvað veldur því að menn verði saddir. Það er ástandsmælin milli hungurs og seddu. Það er talið að fullorðnir verði saddir með að borða. Ungabörn er ekkert hægt að vita um því þeu eru ómálga og geta ekki svarað spurningum vísindamanna. Verður gátan um hvernig ungabörn verða södd óleyst þar til ný tækni kemur til sögunar. Sögusagnir um að nýfædd börn verði södd af brjóstamjólk, en ekkert er sannað í þeim efnum vísindalega...
Ég veit ekkert um þennan Kára klára, enn sá eilífðarvél til sölu á netinu. Hún gengur fyrir engu og framleiðir rafmagn. Ætluð til heimabrúks og ekkert dýr. Svo er ég einmitt í þessu að skrúfa saman prótótýpu af tæki sem breytir reikningum í peningaseðla. Aðalaðriðið er að skulda nógu mikið. Þess fleyri seðla er hægt að prenta. Leggur þú eina milljón í smíði vélarinnar færðu vélina í fyrsta lagi á undan öllum öðrum, og í öðru lagi færðu hana fyrir hálfvirði sem hluthafi þegar hún er fullsmíðuð....
Óskar Arnórsson, 10.10.2010 kl. 22:25
Óskar, hvað á fólk sem fær aldrei reikninga senda að gera? Hverju getur það breytt í verðmæti?
Björn Birgisson, 10.10.2010 kl. 22:31
Fólk sem engar skuldir eiga og aldrei fá bréf frá fógeta eða neitt, liggur illa til. Mér finnst að fólk eigi að sýna samhug og gefa af sýnum skuldum góða summu svo allir geti fjárfest í svona tæki. Því miður er þetta eina þekkta leiðin til að eignast peninga og það er virkilega sorglegt þegar fólk er skuldlaust á þessum krepputímum. Eins og fremstu efrnahagsfræðingar hafa margsinnis bent á er góð skuld eiginlega eina hreina eignin. Því meiri, Því ríkara er fólk.
þ'u verður að reyna að koma þér í skuldir einhvernvegin. Það er eina leiðin til að gera eitthvað verðmætt...
Óskar Arnórsson, 10.10.2010 kl. 22:38
OK, ég verð að hugsa minn gang, það er ljóst. Skuldlaus Íslendingur er eins og hver annar bjáni. Eins og vatnslaus vin í eyðimörkinni. Eða eins og vínlaus boðflenna í partíinu. Ég ætla að fjárfesta í því vitlausasta sem til er. Í sjálfum mér.
Björn Birgisson, 10.10.2010 kl. 23:01
Kári klári........!!!!!!??????
Guðmundur Friðrik Matthíasson, 10.10.2010 kl. 23:21
Ég er alveg sammála því að þessi grein er frekar þunnur þrettándi, en ef eitthvað tekur greininni fram í innihaldsleysi þá eru það einmitt þessi blogg/komment um hana.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 23:32
"Átfíklar verða feitir og geta af sér afkvæmi sem líkleg eru til að verða feit. Svo verða sumir grannir og líklegri til að geta af sér grannt fólk. Hver vissi það ekki?"
Hér er verið að tala um erfðafræði og tengsl erfða á fitu og hlutfalls mittis og mjaðma. Þó manneskja borði mikið yfir ævina breytast erfðir hennar ekki. Feitt fólk sem eignast feit börn má hinsvegar mögulega tengja við fitumagn í móðurmjólk eða óholls matar í æsku. Hversu hratt fólk safnar fitu og hvar hún safnast er hins vegar tengt erfðum.
Þessi frétt, hversu ómerkileg sem þér þykir hún, tilkynnir vísindalega uppgötvun og er partur af löngu starfi margra vísindamanna að kortalagningu genamengi mannverunnar. Ég legg til að þú kynnir þér svona mál frá öðrum hliðum og hættir að horfa gegnum þennan kreppuglugga sem virðist vera við andlit landsmanna þessa dagana.
Jón Atli (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 01:48
Það er aldrei hægt að þóknast bloggurum fréttalega séð.
Ef það kemur frétt um París Hilton, þá fussa allir. Ókei, birtum þá frétt um eitthvað allt annað, t.d. vísindarannsókn.
Fussað yfir því líka. Það er vandlifað.
Jon (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 04:51
Jónarnir báðir. Erfðarannsóknir eru bara undirbúningur undir að smíða nýtt lyf. Og þessi grein er er ekkert um neitt annað. Það er furðulegt að geta ekki sagt hreint út um hvað málið snýst um. Og jafnvel þó kortlagning erfðamengja yrði 100% örugg og allar staðreyndir lægju frammi, er offituvandmál þannig eðlis að það leysir ekki máli. Offita er orðið stærra vandamál en öll önnur fíkn tilsammans. Einstaka fólk á í erfiðleikum með efnaskipti.
En til að brennslukerfi líkamans stíflast hjá fólki. Það lamast og þá safnast fita. Málið er að það getur engin grætt á rannsóknum om orku til brennslukerfis líkamans og þess vegna er leitað annarstaðar...óskup venjulegt í vísindaheiminum.
Óskar Arnórsson, 11.10.2010 kl. 05:37
@Óskar
Nú er ég búinn að lesa innlegg þitt #9 nokkrum sinnum og fæ í það ekki nokkurn botn. Þú veist greinilega fátt um vísindarannsóknir og enn minna um erfðafræði. Það er náttúrulega bara bull að erfðarannsóknir snúist bara um að smíða ný lyf. En þó svo væri er þá eitthvað athugavert við það? Ertu mótfallinn því að upplýsingar, sem fengnar eru með rannsóknum á erfðum nýtist til að smíða lyf er gagnast gegn hjarta-, geð- og efnaskiptasjúkdómum?
Hvað áttu líka við með að brennslukerfi líkamans stíflist og lamist hjá fólki?? Er þetta einhvers lags pípulögn?
Einhvern tíman talaði Kári um hælbíta og hýenur. Mér sýnist honum hafa ratast rétt á munn.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 10:53
Óskar - ég verð nú að vera sammála Guðmundi hérna að ofan. Þú hlýtur að vilja skýra málið betur. Er það ekki?
Að öðru: (fréttin á mbl. truflar mig að því leytinu að ég get ekki lesið orðið "breytanleiki" nema með framburði Kára; "..BreyTsanleksi"
Kári er fínn gaur. Hann hefur húmor fyrir þessu.
Jon (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 11:48
Sælir aftur. Ég er ékk á móti vísindum nema síður sé. Og ég er engin vísindamaður. Ber mikla virðingu fyrir þeim. Enn í þessu máli eru vísindin að leita lausna á vitlausum stað. Ef það er meiningin með þessum rannsóknum að finna lausn á því hvers vegna mannkýnið verður feitara og feitara.
Brennslukerfi líkamans þarf á orku að halda. Sú orka kemur að mestum hluta til frá tilfinningakerfi hvers og eins. Sumir "rannsóknarmenn" vilja meina að ákveðnar tilfinningar bælist af allskonar orsökum og þar með virkar það ekki ólíkt og truflanir á raforku. Séu þessum tilfinningum ekki sleppt lausum þannig að brennslusýstemið verði lifandi aftur eða jafnvirkt og það á að vera, þá safnar fólk ónauðsynlegri fitu.
Þess vegna fær fólk sem hefur reynt allskonar "kúra" oft árangur með því að fara á kúrsa í venjulegri Psykóþerapíu og fundið þannig leiðinna til að vekja upp eigið brennslukerfi. Um þessar aðferðir vita flestir sem stúdera þetta svið, enn því er afneitað því það er ekkert gróðavænlegt við að stúdera tilfinningalífið. Landafræði tilfinningalífs er bundið allt öðrum lögmálum enn biologi sem er samþykkt af vísindum. Psykoþerapia er það ekki. Enn árangurinn af því er óþvíræður.
Samtímis þarf að vinna með ónauðsynlegt matarát sem hverja aðra fíkn og er það gert samtímis. Það er það sem ég á við þó ómögulegt sé að skýra svona flókna hluti út á bloggi. Það er til meðal annars lyf sem þarf bara að taka einu sinni á æfinni og er brennslusýstemið þá komið í gang. Það er hægt að kalla það að "restarta" brennslusýsteminu.
Ég kann þetta út og inn. Þetta virkar vel. Vann með þetta í fimm ár í Asíu og er bara að gera annað núna. Einfalt og góð aðferð. Að börn verði feit af að eiga feita foreldra er að tilfinningalíf erfist. Enn það er annað og flóknara svið hvernig börn kópera tilfinningaástand foreldra sinna...vonandi hefur Kári gaman af þessu..
Óskar Arnórsson, 11.10.2010 kl. 13:08
Þú ert mikill spaugfugl, Óskar.
Líkaminn þarf auðvitað orku sér til vaxtar og viðhalds, eins og þú veist, en að sú orka komi úr einhverju öðru en fæðunni, að ekki sé talað um "mestum hluta til frá tilfinnigakerfi hvers og eins", er að sjálfsögðu hreinasta fjarstæða! Fólk getur verið fíkið í mat og þar getur hjálpað að leita aðstoðar fagaðila, sem hafa þekkingu á fíknsjúkdómum.
Hvert er þetta töfralyf, sem þarf einungis að taka einu sinni á ævinni, til að renni af manni mörinn?
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:58
Það er einmitt þessi sýn sem gerir þetta svo flókið. Einu sinni var jörðin flöt og algjör fjarstæða að halda því fram að hún væir hnöttótt. Einhversstaðar þar ertu staddur og Kári kallinn í vísundunum. Lyfið heitir Ibogaine og er mest notað til að lækna fólk af allskonar fíkn. Mest eiturlyfjafíkn. Lyfið er bannað í fimm löndum og þar á meðal USA. Það er engin buisness í því. Það er ekkert hægt að græða á lyfi sem þarf bara að taka einu sinni eða tvisvar á ævinni. Ég hef unnið við þetta í 6 ár núna og hef séð árangurinn. Rökstuddu fjarstæðunna ef þú getur...mín rök eru studd av vísindalegum rannsóknum og ekki þín elsku vinur...ég hef gaman af því að spauga, enn akkúrat núna geri ég það ekki...
Óskar Arnórsson, 11.10.2010 kl. 15:11
Takk fyrir að benda mér á Ibogaine - þetta er áhugavert og full ástæða til að því sé gefinn gaumur. Þóttt það dugi eitthvað gegn eiturlyfjafíkn er samt ekki þar með sagt að það dugi gegn matarfíkn.
Þetta með flatjarðar samlíkinguna kemur úr hörðustu átt. Það ert þú sem heldur því fram að jörðin sé flöt þvert ofan í allar athuganir, með því að halda fram þeirri firru að orkuþörf líkamans sé fullnægt með tilfinningum. Þetta er harla einfalt að prófa, þótt ég mæli ekki með því, það gæti riðið "tilraunadýrinu" að fullu.
Annars var ég upphaflega að gera athugasemd við fullyrðingar þínar varðandi erfðafræðirannsóknir - ég hef minni áhuga á samsæriskenningum um ljótu lyfjafyrirtækin, sem ku gera sér það helst til dundurs að eitra fyrir fólki og koma í veg fyrir að það sé heilbrigt eða nái aftur heilsu, hafi það orðið fyrir skakkaföllum.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 16:01
Trúi ekki á samsæri yfirleitt. Frekar á hið góða. Enn vegurinn þangað er vandrataður. Ég er síður en svo á móti lyfjum. Frekar með þeim enn á móti. Hafa leyst mörg mál þó þau hafi líka skapað mörg vandamál. Gaman að þér finnist Ibogaine intresant. Hef séð það gera hreinustu "kraftaverkin" þó það hjálp ekki öllum.
Ég hef aldrei sagt að orkuþörf líkamans sé fullnægt með tilfinningum. Veit bara að það eru engar almennilega rannsóknir á tilfinningalífi eða orku, hvað svo sem fólk kýs að kalla fyrirbærið. Er líka almennt á móti fyrru og finnst vísindinn vera að komast í þrot hvað varðar leiðir að lausnum.
Það vantar nýjar tegundir af vísindum og leiða þær inn á nýja brautir. Annars var ekki ætluninn að móðga þig með "flatri jörð" kenningunni. Annars eru samtök sem trúa þessu í USA og er öll þeirra rök að finna á "Flat Earth Socity" síðunni. Skemmtileg rækförsla þar. Hef mest gaman af sjálfri rökfærslunni, enn gef lítið fyrir það sem er verið að reyna að sannfæra menn um...
Óskar Arnórsson, 11.10.2010 kl. 18:31
Ibogaine dugar vel á matarfíkn bara svo það sé á hreinu. Svolítið skrítið að það virkar líka á anorexiu...enda sama vandamál.
Óskar Arnórsson, 11.10.2010 kl. 18:34
Nú hef ég lesið kommentin á þetta blogg nokkrum sinnum og er enn að reyna skilja tengslin á milli þeirrar erfðafræðiuppgötvunar sem að Kári og félagar komust að, offitu, sálarlífi manna og nú þessari flatjarðarkenningu sem þið talið um. Greinilega sést að Ibogaine er geðsýkislyf til að yfirvinna þá efnablöndu sem framkallar fíkn í manninum, hvort sem það sé áfengi, eiturlyf, matur eða lystarstol. En sú umræða hefur bara ekkert að gera með greinina um Kára, því hún fjallar hvorki um offitu eða lyf á nokkurn hátt.
Þó þykir mér skemmtilegt að lesa um þetta tilfinningakerfi þitt og áhrif þess á brennsluna. Ekki nema þú sért að tala um þunglyndi og að fólk nenni ekki að hreyfa sig vegna þess þá efa ég að brennslukerfi líkamans ráðist af tilfinningum. Í raun stór-efa ég það.
Enn og aftur skal ég útskýra það að greinin um Kára fjallar um að það er arfgengur breytileiki hvort þú safnir fitu á mjaðmir eða mitti. Ekkert tal um offitu eða lyf á nokkurn hátt.
Hættið þessu bulli og njótið þess að samlandar okkar eru að vinna gott starf.
Jón Atli (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.