10.10.2010 | 23:40
Niðurskurðurinn er allur í boði stjórnvalda síðustu áratuga
"Hátt í 900 manns tóku þátt í því að slá skjaldborg um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík í dag. Tilefnið var fyrirhugaður niðurskurður á fjárframlögum til stofnunnarinnar. Mikil andstaða er við niðurskurðaráformin."
Mikið skil ég áhyggjur fólks um land allt. Þessar niðurskurðarhugmyndir eru hrikalegar og sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar, jafnt höfuðborgarsvæðisins sem landsbyggðarinnar.
Hrikalegt að það skuli koma í hlut vinstri velferðarstjórnarinnar að leggja þetta til. Algjörlega hrikalegt, því öllum hugsandi mönnum má vera ljóst, að þessar tillögur eru lagðar fram með tár á hvarmi.
Stjórnarandstaðan stendur hjá og hneykslast á þessum tillögum. Hvað hefði hún gert öðruvísi? Nákvæmlega ekkert. Hún átti sinn þátt í að koma okkur í þessa nöturlegu stöðu og ætti því að hafa vit á að halda sér á mottunni.
Heldur nokkur heilbrigður maður að svona niðurskurðartillögur séu settar fram af einhverri mannvonsku?
Nei, þær eru bara lóðbeint afsprengi óstjórnar landsins til margra ára.
Hverjir hafa stjórnað landinu síðustu 20 ár?
Mannleg skjaldborg á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er viss Björn, staðan væri miklu betri, hefði Jóhanna leyft frjálsar færaveiðar,
fyrir tveimur árum. Er ekki hollara fyrir almenning að eiga bát, og geta fiskað 1 til 2 jafnvel
3 tonn á einum degi,= ein milljón fyrir dagsvinnu heldur en að vera lokaður inni í Álbræðslu
alla sína ævi.
Aðalsteinn Agnarsson, 11.10.2010 kl. 00:07
Aðalsteinn minn, hvernig kæmist ég af án þín? Þú ert gullmoli!
Björn Birgisson, 11.10.2010 kl. 00:18
Þakka þér, sömuleiðis Björn minn, þú ert stór gullmoli !
Aðalsteinn Agnarsson, 11.10.2010 kl. 00:23
Aðalsteinn minn, nú roðna ég upp á miðjan skallann við skjallið þitt! Skrif mín hér á þessu bloggi eru bara vanmáttug tilraun til að tjá hugsanir og skoðanir eins atkvæðis suður með sjó. Af þeim skrifum mun ég láta innan tíðar. En þakka þér velvildina!
Björn Birgisson, 11.10.2010 kl. 00:41
Kemur ekki aðalsteinn sem virðist vera með frjálsar handfæraveiðar á heilanum og verst er að það er niðurskurður í heilbrigðisstéttinni þannig að hann þarf væntanlega að hafa þessa plágu um ókomna tíð ef núverandi stjórnvöld fá að ráða. En annars þá er smá um að kenna heimskreppu, óstjórn í bönkum í boði samfylkingar og auðvitað hvernig X-B og X-D gengu frá sölu á bönkunum. Niðurskurðurinn nú er frekar fólginn í því að núverandi ríkisstjórn er frá upphafi búin að vera getulaus. Hún virðist í upphafi haft trú á því að hún gæti án niðurskurðar komið skútunni á réttan kjöl en eins og allir hefðu átt að vita þá er meiri líkur á því að það frysti í helvíti en að þessi stjórn gæti gert nokkuð rétt. Og vei rúmlega ári seinna þá á að skera niður og auðvitað skella skuldinni á aðra en þetta rusl sem er að stjórna núna. Viti menn þó svo að Björgvin G væri 8 sinnum viðskiptaráðherra og 9 sinnum já 9 sinnum færi allt í rusl á meðan hann væri í 8. skipti viðskiftaráðherra þá væri hann alltaf kosinn á þing af X-leyfum-fólki-sem-er-ekki-tekið-með-í-ráðum-því-við-teljum-hann-ekki-hæfann-í-að-vera-með.
prakkari (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.