Ekki sérlega stórmannleg framkoma

Á fundinn í morgun mættu allir ráðherrar eða fulltrúar þeirra, auk umboðsmanns skuldara. Þór Saari, leiðtogi Hreyfingarinnar, mætti til fundarins, einnig Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Á fundinum átti að ræða aðgerðir varðandi skuldavanda heimilanna.

Sjálfstæðisflokkurinn sendi ekki fulltrúa. Segist ekki hafa fengið fundarboð. Hver á að trúa því? Engu er líkara þessa dagana en að Sjálfstæðisflokkurinn telji vandamál þjóðarinnar ekkert koma sér við.

Á sama tíma og þjóðfélagið kallar eftir samstöðu og betri vinnubrögðum ráðamanna þjóðarinnar snýr Sjálfstæðisflokkurinn þóttalega upp á sig eins og fýlugjarn unglingur.

Ekki sérlega stórmannleg framkoma.

Menn þar á bæ greinilega enn öskuillir eftir atkvæðagreiðsluna um Landsdóminn. 


mbl.is Sjálfstæðismönnum ekki boðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er auðvelt að búa til skýringar: "Segist ekki hafa fengið fundarboð. Hver á að trúa því?"

Það er nú svo auðvelt að afsanna þetta fyrir aðila ríkisstjórnarinnar ef fundarboðið hefur verið sent að það er ekki til neins að fullyrða þetta opinberlega ef það er ekki satt og mun koma í bakið á honum síðar.

En getur það samt sem áður verið að Bjarni sé þarna að fara með rétt mál? Allavega hefur það komið fram að framsóknarflokkurinn mætti seint en það var vegna þess að enginn tók eftir fundarboðinu sem þeim var sent fyrr en svo seint að fulltrúi þeirra gat ekki mætt á réttum tíma. Vekur upp spurningar um það hvenær eru slík fundarboð send, hverjum og hvernig.

Stundum er nefnilega sannleikurinn allt annar en við viljum að hann sé og þá þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn eins og strútur.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 13:32

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn, þ.e.a.s. formaður hans BB fékk tölvupóst frá Kristínu J. Hjartardóttur ritara forsetisráðherra, kl: 16.11 föstudaginn 8. okt 2010 þar sem fundurinn var boðaður.

Þetta má sjá hér:

http://www.visir.is/misc/article_picture.html?http://img.visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20101011&Category=FRETTIR01&ArtNo=181687401&Ref=V2&NoBorder

Þröstur (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:40

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

ætli þetta hafi endað í ruslpóstsíunni :P

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 11.10.2010 kl. 15:04

4 identicon

Væri ekki nær að orða þetta á hinn veginn?  Fyrirsögnin fín en hvað er stórmannlegt við að halda upplýsingafund um hvað stjórnarliðið heldur að það sé að gera og hvað allt sem það hefur gert er frábært :D  Nei nei við hlustum ekki á góðar tillögur heldur höldum við ótrauð áfram í blindni á heimsku okkar virðist vera mottó þessara stjórnarflokka og til að bæta gráu ofan á svart þá eiga stjórnarandstöðuflokkarnir að ehe-he að leggjast í grasið og hlusta á okkur.  

Tveir flokkar sem eru ekki hæfir að stjórna saman,  annar horfir á gulna hliðið (ESB) og eyðir tíma og fjármunum (og ég vil bæta við að sá flokkur virðist vísvitandi gera lífið hér á landi eins slæmt og hugsast getur til þess að Íslendingar fari í þetta drasl samband) á meðan hinn flokkurinn gerir allt til þess að skemma uppbyggingu atvinnu hér á landi,  er með umhverfisráðherra sem virðist hafa komið beint frá helvíti og fjármálaráðherra sem segir já og amen við öllu sem kemur frá ESB flokknum vegna þess að hans blauti draumur virðist frá bernsku hafa verið að upplifa það að verða forsetisráðherra.  ÆÆ og ÓÓ Íslendingar voru í vondum málum með fyrri stjórn en samt hefði allt hrunið hérna þó svo hún hefði ekki verið en Íslendingar þurfa að flytjast af landi brott vegna núverandi stjórnar.  glæsilegt þið sem kusuð hana!!! við sem eftir verðum fáum hærri skatta í boði smá rauðhauss but soon to be bold ásamt því að hafa meira pláss á landinu sem umhverfisráðherra bannar fólki að skoða nema fótgangandi sé :D

prakkari (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband