Ráðþrota og gjaldþrota þjóð

"Það er verið að vinna þetta af fullri alvöru, allavega af minni hálfu. Enda alvörumál á ferðum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, við Morgunblaðið í dag. „Það er verið að reyna að ná utan um hinn talnalega grunn í þessu öllu."

Já, já, hinn talnalega grunn. Það er auðvitað hægt að reikna allt út í tölum, en í lánamálum íslenskra heimila, sem eru skuldsett, er enginn grunnur, aðeins botnlaus hít, sem aldrei mun takast að fylla. Sem betur fer eru ekki öll heimili landsins á hausnum, en mörg eru þau og það sem verra er: fjölmörgum þeirra verður ekkert bjargað, hvað sem góðri viðleitni í þá veru líður. Sem er ekkert nýtt. Nauðungaruppboð voru ekki fundin upp eftir kreppu. Man einhver árin eftir 1984?

Ríkissjóður Íslands er ekki beinlínis nein gullkista um þessar mundir. Íbúðalánasjóður er valtur og vanmáttugur og bankarnir eru tregir til að afskrifa hjá venjulegu fólki. Lífeyrissjóðirnir eru komnir á róandi vegna hugmynda um flata niðurfellingu vegna lána til húsnæðis.

Þjóðin virðist vera skítblönk, svo blönk, að væri hún fyrirtæki, yrði hún lýst gjaldþrota.

Ef Ísland væri Ísland ehf. væri fyrir löngu búið að skipta um kennitölu.

"Viðskiptajöfrarnir" kunna þetta en stjórnmálamennirnir ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Fátæk þjóð gæti bjargað sér, með frjálsum handfæraveiðum, en margir þingmenn hafa engan

skilning, halda Strandveiðina, frjálsar handfæraveiðar.

Aðalsteinn Agnarsson, 12.10.2010 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband