13.10.2010 | 18:18
Skálað í vatni í miðborginni?
"Liggur því við að næsta rökrétta skref verði að banna áfengi inni á þessum stöðum, þar sem áfengisneysla hefur margar og alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir í bókuninni frá Besta flokknum um vínveitingahúsin í miðborginni.
Þarna er maður farinn að kannast við Besta flokkinn! Þessi bókun er gulls ígildi. Hvað skyldi flokksmönnum detta í hug næst?
Banna sundföt á sundstöðum? Yrði það ekki vinsælt?
Opnunartími vínveitingahúsa styttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er náttúrulega grín hjá þeim. Ef ekki þá eru þeir einfaldlega vitlausir (og ég trúi því ekki að svo sé).
Björn (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 18:28
Ég styð það heilshugar að öll neysla áfengra drykkja verði bönnuð í Reykjavík. Fyrir utan að stórbæta mannlífið og koma í veg fyrir margan mannlegan harmleikinn þá myndi algjört áfengisbann hafa mjög góð áhrif á hagvöxtinn.
Hólímólí (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 18:37
Að sjálfsögðu er þetta grín, en ef einhver fattaði það ekki og styður það að banna áfengi á VÍNVEITINGAhúsum, þá er best að benda á hvernig þetta gékk á bannárunum.
Skemmst að segja, ekki vel.
Ívar Jón Arnarson, 13.10.2010 kl. 18:39
"Ég styð það heilshugar að öll neysla áfengra drykkja verði bönnuð í Reykjavík."
Hjúkk! Bara í Reykjavík. Mér dauðbrá! Skál!
Björn Birgisson, 13.10.2010 kl. 18:40
Þetta er ekki grín. Lestu frétt á DV.IS um þessa bókun, þá attið þið ykkur á því hversu miklir yfirburðastjórnmálamenn þetta eru.
Klaufinn, 13.10.2010 kl. 22:22
Þetta eru snillingar, í því að ná athygli fólks.
Klaufinn, 13.10.2010 kl. 22:23
Takk fyrir þetta, Klaufinn!
Björn Birgisson, 13.10.2010 kl. 23:31
Haldið þið að Ölgerðin og Vífilfell samþykki þetta? Við erum að tala um tvö öflug fyrirtæki sem hafa unnið til verðlauna með bjórum sínum, að þau einfaldlega hætti að brugga?
Með fleiri bönnum ertu að viðurkenna að íbúar sveitarfélagsins eða þjóðar hafa ekki sjálfstjórn og skynsemi. Er virkilega litið svo mikið niður á okkur Íslendinga?
Aron Ívars. (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:20
Þetta myndi bara tvöfalda stærðina á svarta markaðinum...
Egill (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.