Skaðast skuldlausir stórlega vegna skulda annarra?

"Jóhanna sagði við Útvarpið í kvöld, að eftir þessa viku komi í ljós hvort vilji sé til samstarfs allra aðila til að leysa skuldavanda heimila og fyrirtækja. Verði svo, séu stjórnvöld komin hálfa leið með að leysa hann."

Sem betur fer eru þúsundir heimila í landinu án skulda vegna húsnæðiskaupa. Fjölmargir í eldri kantinum hafa fyrir löngu lokið við að greiða upp öll sín lán. Einnig er þó nokkuð stór hópur sem aldrei hefur fest kaup á húsnæði, en haldið sig við leigumarkaðinn.

Verði farið í 18% flatan niðurskurð á húsnæðislánum, eins og nú er helst í umræðunni, má tvennt vera öllum lýðum ljóst. Íbúðalánasjóðurinn fer lóðbeint á hausinn tæknilega og getur ekki lifað áfram án risavaxins framlags úr ríkissjóði. Hins vegar er ljóst að lífeyrissjóðirnir stórskaðast og verða að skerða áunninn lífeyri til síns fólks um langa framtíð.

Öll umræða í marga mánuði hefur snúist um skuldara þessa lands, enda vandamál þess fólks hrikalegri en tárum taki og tröllaukin að umfangi.

Hvernig skyldi 18% flatur niðurskurður húsnæðislána koma við skuldlaust fólk á Íslandi?

Það er nokkuð augljóst.

Skattar þess verða stórlega hækkaðir og áunninn lífeyrisréttur, með margra ára striti, verður skertur.

Er það réttlátasta leiðin út úr vandanum?


mbl.is Áfram fjallað um skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Björn Ísfirðingur, æfinlega !

Gleymdu ekki; að við, sem tilheyrum yngri kynslóðunum, greiddum upp lán hinna eldri; hvar; lagabálkar 1979/1983, þvinguðu okkur, til þess.

Hefði; launavísitalan ekki, verið tekin úr sambandi, stæðum við yngri, í allt öðrum sporum í dag, en raun ber vitni.

Raunar; eigum við himinháar skaðabótakröfur, á hendur Landskassanum (Ríkissjóði), og þurfum raunar, að hefja þær, fyrr; en síðar.

Með beztu kveðjum; vestur yfir fjallgarð /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:13

2 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, Landskassinn fær að vera í friði fyrir mér eða skaðabótakröfum frá mér, en gangi þér vel með þínar innheimtur!

Kveðja, Björn

Björn Birgisson, 13.10.2010 kl. 21:20

3 identicon

Heill; á ný, Björn minn !

Þakka þér fyrir; einarðlegt svarið, horski Ísfirðingur, sem þér var lagið.

Með; sízt lakari kveðjum - en áður og fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:27

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta allt saman er vont mál og erfitt. En eitt verða menn að hafa í huga:

Ekkert hagkerfi verður keyrt til lengdar með þeim ógnarskuldum sem verið er að hlaða á almenning og fyrirtæki. Hvorki hér á landi né annars staðar.

Einhvern tíma kemur að "skuldadögum" eins og sagt er. Okkar skuldadagar eru löngu komnir, komnir til vegna algjörs vanhæfis íslenskra stjórnvalda, komnir til vegna framsals auðlinda landsins til fjárglæframanna, komnir til vegna afglapa bankafáráða, komnir til vegna stórfelldra blekkinga og svika, komnir til vegna trúgirni almennings og barnalegs trausts á leiðtogum sínum, komnir til vegna arfaslakrar hagstjórnar, komnir til vegna yfirgengilegs klíkuskapar, komnir til vegna umgjörðrar lánakerfisins osvfr. Um þetta og margt fleira má lesa í frægri skýrslu.

Núllstilling/leiðrétting hagkerfisins er óhjákvæmileg á einhverjum tímapunkti.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.10.2010 kl. 21:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, þakka þér kærlega fyrir gott innlegg. Vissulega er ástandið ljótt og var orðið ljótt löngu fyrir hrunið.

Björn Birgisson, 13.10.2010 kl. 21:52

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er stór misskilningur að niðurfelling skulda hafi í för með sér mikinn kostnað fyrir almenning. Þetta er bara áróðursbragð sem fjármálaelítan beitir fyrir sig og sem forystumenn ríkisvaldsins virðast meðtaka umhugsunarlaust. (Eða kannski einmitt ekki? Stjórnmálamenn eiga nefninlega líka ákveðinna hagsmuna að gæta í þessu sambandi!). Ég reiknaði það út miðað við opinberar tölur og hugmyndir um 18% niðurfellingu, að jú vissulega nemur niðurfærslan u.þ.b. 220 milljörðum, en raunverulegur kostnaður í beinum fjárútlátum ("eigin fé") er ekki nema brot af því eða rúmir 20 milljarðar, restin er bara spurning um leiðréttingar í bókhaldi sem þarfnast ekki nýrra fjárútláta. Til samanburðar þá er ríkið að greiða á annað hundrað milljarða á ári í vexti af lánum sínum.

Til þess að skilja afhverju það er svo er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þegar bankarnir veittu þessi lán voru þeir ekki að afhenda sína eigin peninga, hvað þá annara manna peninga, heldur nýja peninga sem þeir bjuggu til á því augnabliki sem lánið var veitt. Þeir afhentu svo þessa nýju peninga lántakendum og tóku við skuldarviðurkenningum frá þeim á móti að sömu fjárhæð. Í bókhaldi bankans kemur það fram sem ný innstæða á reikningi lántakandans, sem er svo ráðstafað til húsnæðiskaupanna. Einu raunverulegu peningarnir sem skiptu um hendur í þessum viðskiptum var það eigið fé sem fólk lagði til kaupanna umfram það sem fengið var að láni, og þeir peningar runnu ekki til bankans heldur frá kaupanda til seljanda hverju sinni.

Það er algengt að fólk haldi að þegar það tekur lán í banka sé bankinn að afhenda því sína eigin peninga, eins og af einhverri óútskýranlegri góðmennsku í stað þess að nota þá í arðbærari fjárfestingar, eða þá að bankinn hafi í raun afhent því annara manna peninga, þ.e.a.s. þeirra sem hafa lagt sparifé sitt inn í bankann, en fæstir hugsa málið reyndar svo langt. Hvorugt af þessu er hinsvegar rétt, því þegar banki veitir lán afhendir hann enga peninga sem þegar voru til staðar, heldur býr hann einfaldlega til innstæðu á bankareikningi lántakandans, sem er ekkert annað en lánsloforð á sama hátt og skuldabréfið sem bankinn tók í sína vörslu á móti. Þessu "lánsloforði", sem í bankakerfinu hefur nú öðlast "peningalegt verðmæti" getur lántakandinn svo ráðstafað til húsnæðiskaupanna t.d. með því að millifæra innstæðuna yfir á reikning seljandans þar sem hún verður að nýju "lánsloforði" sem kaupandinn getur svo innheimt hjá sínum banka. Lykilatriði er að hvergi í þessum lánsviðskiptum skiptu raunverulegir peningar um hendur, heldur aðeins ígildi þeirra sem bankinn bjó til úr engu nema skuldabréfinu. Svarið við spurningunni sem fólgin er í fyrirsögn þessarar bloggfræslu er því eftirfarandi: "Nei, skuldlausir þurfa alls ekki að skaðast vegna skulda annara." Þvert á móti mun það verða til mikilla hagsbóta fyrir samfélagið í heild að afstýra því að fjölskyldur verði heimilislausar í stórum stíl með öllum tilheyrandi kostnaði. Með því að sjá til þess að þær fjölskyldur muni áfram geta fúnkerað sem virkir neytendur í hagkerfinu má jafnvel færa rök fyrir því að þessi rúmu 20 milljarðar séu líklega einhver sá þjóðhagslega hagkvæmasti fjárfestingarkostur sem fyrirfinnst við núverandi aðstæður.

Ég geri mér grein fyrir því að fyrir mörgum hljómar það ótrúlega að bankarnir búi bara til peninga úr engu (nema skuldum fólks og fyrirtækja), en þetta er samt dagsatt og er grundvallarþáttur í daglegum rekstri bankastofnana um allan heim. Því til rökstuðnings vísa ég á tvo af stærstu seðlabönkum í heiminum:

"Both central banks and private commercial banks can create money. In the euro monetary system money creation arises mainly through the granting of loans..."
- Fræðslurit Deutsche Bundesbank, Geld und Geldpolitik bls. 88-93 (þýð. Google Translate)

"The actual process of money creation takes place primarily in banks."
- Fræðslurit Federal Reserve Bank of Chicago, Modern Money Mechanics

Meira um það hér: Búa einkabankar til peninga?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2010 kl. 19:25

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leiðrétting: "sem kaupandinn getur svo innheimt hjá sínum banka." átti auðvitað að vera "sem seljandinn getur svo innheimt hjá sínum banka".

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2010 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband