13.10.2010 | 22:32
Auðkenna rugl og þekkingarleysi hin fálmkenndu tilþrif stjórnvalda í lánamálum heimilanna?
"Mjög skiptar skoðanir voru um almenna niðurfellingu á skuldum á fundi samráðsnefndar ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu með fulltrúum fjármálastofnana, lífeyrissjóða og hagsmunasamtaka í kvöld."
Eðlilega voru skiptar skoðanir. Flöt niðurfelling um 18% er mjög umdeilanleg. Vægast sagt.
Ég leyfi mér að vitna hér til orða Guðbjörns Jónssonar, fyrrverandi ráðgjafa, en hann skrifaði þetta fyrr í kvöld á blogginu sínu. Birt örlítið stytt og í trausti þess að Guðbjörn Jónsson taki vilja minn fyrir verkið. Guðbjörn skrifar:
"Vegna reynslu minnar við að greiða úr skuldavanda heimila á árunum 1989-1993, tel ég augljóst að flokka verði skuldir fóks eftir tryggingum og greiðslugetu. Ekki er stætt á því að gera sömu afskriftakröfur til lánsfjár á veðréttum innan 70% af markaðslegu söluvirði eigna, eins og gert væri til lána, sem lánuð voru út gegn litlum eða engum tryggingum, eða óljósri greiðslugetu lántaka.
Þetta eru grundvallarreglur heilbrigðrar skynsemi, sem aldrei verða umflúnar. (Leturbreyting BB).
Ég á í fórum mínum mjög vandað skipulag yfir svona afskriftaferli, sem þróaðist á árunum 1989-1993 og skilaði góðum árangri og sanngjörnum niðurstöðum, sem bankarnir voru hættir að reyna að mótmæla. Strax eftir hrunið, bauð ég stjórnvöldum aðgang að þessum forsendum og gögnum, en fram til þessa hefur því ekki verið sýndur neinn áhugi.
Maður hefur ekki getað annað en hrist hausinn yfir því rugli og þekkingarleysi sem auðkennir hin fálmkenndu tilþrif stjórnvalda, sem fram til þessa hafa skapað meiri rugling en leiðarljós." skrifar Guðbjörn Jónsson.
Maður sem veit sínu viti og rúmlega það.
Það er auðvelt að taka undir þessi orð Guðbjörns Jónssonar.
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.