Ætlar Þór Saari að bjóðast til að leika forsætisráðherrann?

"Þingmenn Hreyfingarinnar hafa sent forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni,  beiðni um fund þar sem tillaga þingmannanna um myndun neyðarstjórnar verði rædd."

Neyðarstjórn? Það var ekkert annað. Þeim dettur margt í hug í Hreyfingunni. Sumt alveg ágætt, annað síðra, eins og gengur.

Af 320 þúsund íbúum landsins dettur fjórum þeirra í hug að ræða um neyðarstjórn við forseta lýðveldisins. Ótrúlegur slagkraftur í slíkri tillögu, eða hitt þó heldur.

Býst heldur við að Ólafur Ragnar Grímsson brosi í kampinn að þessu brölti Hreyfingarinnar, en bjóði þeim nú samt í kaffi og spjall.

Neyðarstjórn! Ekkert minna.

Nokkuð góður leikþáttur hjá Hreyfingunni og vissulega kominn í fjölmiðla.

Ætlar Þór Saari kannski að bjóðast til að leika forsætisráðherrann?


mbl.is Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei að vita nema hann bjóði þér hlutverkið.

Enda hefurðu staðið þig vel hér á blogginu undanfarin ár og ekki farið framhjá neinum hversu málefna- og uppbyggilegur þú hefur verið í skrifum þínum.

Jafnframt augljóst að þú hefur ekkert með Samfylkinguna hmmm né aðra flokka að gera enda óflokksbundin.

Kannski að þú getir boðið uppá betri leikþátt svo vel sé enda ávallt uppbyggilegur og óhlutdrægur:)

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 16:46

2 Smámynd: Björn Birgisson

Eggert minn, ég mundi glaður þiggja hlutverkið ef ég væri ekki alltaf svona upptekinn við að vera uppbyggilegur hér á blogginu sem og annars staðar!

Annars eru leikhæfileikarnir tvímælalaust mestir og bestir í Besta flokknum og því ekki úr vegi að leita þangað eftir kandidötum í hlutverkin!

Björn Birgisson, 14.10.2010 kl. 16:53

3 Smámynd: Hamarinn

Hver á að stjórna í þær vikur sem tekur að koma á þjóðaratkvæðagreiðslunni um neyðarstjórnina?

Svo ef tillaga forsetans yrði felld í þeirri kosningu, hver á þá að stjórna þær vikur sem tekur að koma þeim kosningum´í framkvæmd ?

Á bara að ýta á HOLD takkann.

Mér þykir þetta nú vera ansi vanhugsað hjá þeim.

Ef það á að skipa neyðarstjórn, þá gerir forsetinn það bara, og hún stjórnar þar til hefur verið efnt til kosninga og mynduð stjórn.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 17:04

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er góð tillaga hjá 3 manna hreyfingunni - 40% styðja ríkisstjórnina EN 60% styðja hana ekki samkv. síðustu skoðanakönnun - ef þessi stjórn fer ekki frá sjálf - þá verður sett fram á alþingi vantraust á hana - OG t.d Björgin G, Sigmundur Ernar OG Kristján Möller sem hafa talað fyrir því að forsenda þeirra fyrir stuðningi við ríkisstjórnina væri að atvinnumálin færu í gang - annaðhvort verja þeir stjórnina eða fylgja sinni sannfæringu - ég veit hvað þessir sf - þingmenn gera

Óðinn Þórisson, 14.10.2010 kl. 17:27

5 Smámynd: Hamarinn

Auðvitað veistu það Óðinn.

Þeir hugsa allir eins þessir 63 aumingjar.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 17:40

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég held bara að geti ekki staðið sig verr en núverandi forsætisráðherra.

Reyndar held ég að Þór yrði fínn í jobbið. Hann hefur þó að minnsta kosti meira vit á efnahagsmálum en Jóhanna. 

Sigurður Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 17:52

7 Smámynd: corvus corax

Þór Saari hefur meira vit á efnahagsmálum en öll ríkisstjórnin til samans og það sem hann segir, segir hann á mannamáli en er ekki alltaf að "fara yfir stöðuna" eins og formenn stjórnarflokkanna lærðu að segja hjá Geir Haarde og nota óspart.

corvus corax, 14.10.2010 kl. 18:06

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ég skrifaði fyrir stuttu eitthvað á þessa leið: Hreyfingin ætti að ganga til liðs við ríkisstjórnina og það ætti að finna Þór Saari verðugt embætti.

Ef hann er svona klár í efnahagsmálunum, er hann miklu betur settur innan stjórnar en utan. Gæti hann kannski orðið aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum?

Björn Birgisson, 14.10.2010 kl. 18:19

9 identicon

ÞórSaari er ofmetin persóna að ég nú ekki tali um hana Birgittu. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 18:19

10 Smámynd: Björn Birgisson

Sumir eru ofmetnir, aðrir eru vanmetnir. Hinir eru einskis metnir. Í hvaða flokknum ætli sé best að vera?

Björn Birgisson, 14.10.2010 kl. 18:22

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

ætli sé ekki best vera bara súrmeti.

Sigurður Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 19:09

12 identicon

virðist vera flokksbundinn miðað við hvað það er dásamað núverandi stjórn. Virðist líka ekki vera í fullu starfi eins og eigandi blogsins sagði miðað við fjölda og tíma sem hann hefur við að dæla út innihaldslausum færslum.  starfsmaður sem eyddi svona tíma hjá mér við að skrifa rusl væri sendur á skúringardeildina til að kynnast því rusli sem viðkomandi er að skrifa um.

prakkari (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 20:04

13 identicon

Hef loksins fattað hvað veldur að Björn Birgisson bloggar.  Hann er fastur í að vera orðinn gamall maður sem vantar smá pepp og þess vegna fer hann að skrifa heimskulega hluti um hvað hann heldur að fólk vilji heyra og viti menn hann fær pepp í formi jákvæðs comments þannig að hann skrifar annað blogg og fær 2 pepp og mikið líður honum vel að fólk sé honum sammála,  en eins og sagt er 4.000.000.- flugur geta ekki haft rangt fyrir sér,  étum skít.  á vel við ekki satt?

prakkari (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 20:19

14 identicon

Grunnti það,  Björn Birgisson er eins og Wannabe þingmaðurinn Ólína Þ.  Ef þú ert ekki sammála hefur þú rangt fyrir þér og sú er góð að svara ekki og eyða út commentum frá fólki sem er ekki sammála henni.  þvílíkur sandkassaleikur

prakkari (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 20:28

15 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, ef þú segir ekki til þíns rétta nafns í næsta innliti, mun ég í alvöru íhuga að loka á aðgang þinn. Þú yrðir þá sá fyrsti sem sá heiður hlotnast hjá mér! Þinn eini tilgangur með heimsóknum þínum virðist vera að níða mig niður, af einhverjum ástæðum sem mér eru með öllu ókunnar.

Björn Birgisson, 14.10.2010 kl. 20:38

16 identicon

Eins og ég sagði ef þú getur ekki málefnalega svarað fyrir þig þá er það háttur t.d. ólínu þorvarðar að loka á eða eyða út.  þú virðist ekki geta svarað málefnalega þannig að þó ég sé nafnlaus þá útskýrir það ekki þitt getuleysi á að vera málefnalegur.  en ef þér finnst að þú sért betri í að rakka niður hægra fólk með því að loka á mig og fá húrra frá draslinu þá er það þitt mál,  virðist heldur ekki geta verið málefnalegur í svörum og ég held að það sé verra en nafnleysi

prakkari (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 20:43

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lifi lýðræðið! Hreyfinginn er með þetta fyrir okkur en ekki flokksræði eins og nú er að drepa allt og alla!

Sigurður Haraldsson, 14.10.2010 kl. 23:22

18 Smámynd: Hamarinn

Prakkari.

Er fólk sem starfar við skúringar hjá þér eitthvað verra en annað fólk?

Það fer nú ekki mikið fyrir málefnalegum umræðum í þínu innleggi hér, enda ekki mikil von til þess af blindum sjálfstæðismönnum.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 23:41

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Prakkari sjálfstæðisblindingi! Þá fer nú margt að skýrast og verða bara augljóst og eðlilegt.

Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 15:40

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Það hefur nefnilega alltaf vakið bæði undrun mína og aðdáun hvað hann er ,- hérna sko- málefnalegur.

Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 15:46

21 identicon

Hamarinn nei alls ekki,  skúringarfólk á í raun að fá hærri laun en það fær,  ef ekki væru fyrir skúringar þá væru væntanlega ekki sjúkrahús opin en ekki kvartar skúringarfólk það gerir hinsvegar læknir sem er með milljón á mánuði og segir að hann sé með svipuð laun og dóttir hans sem vinnur á kaffihúsi,  skúringardæmið var aðeins sett upp að það þurfi að skúra vænhæfa ríkisstjórn í burtu og mætti skúringarfólk fá vel borgað fyrir verkið.

Árni haltu áfram að vera það sem þú segir um þig,  fúll öryrki sem ég er í raun að borga bætur fyrir með skatti sem leggst á mína vinnu.  Annars getur þú athugað hvort Decode hafi laust pláss fyrir þig í vinnu til að finna fúlagenið til að fá það fjarlægt.  

Greinilegt að Björn Birgisson er hörundssár eins og ólína þorvarðardóttir.  hann gaf ykkur 2 tækifæri á því að baktala mig án þess að ég gæti svarað fyrir mig.  En hann um það enda hefur oft verið talað um ríki eins og kína að virða ekki mannréttindi. 

prakkari (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 20:15

22 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það skyldi þó ekki vera að "prakkari" sé "Grefillinn" sjálfur afturgenginn? eða er það bara ég? ef ekki bið ég hann "Grefillinn" afsökunar.

Guðmundur Júlíusson, 16.10.2010 kl. 02:28

23 identicon

Ekki get ég ímyndað mér að Þór yrði eitthvað verri en Jóhanna!

Þá meina ég ekki að hann sé minn kandídat. Jóhanna er bara hryllileg í þessu starfi og flestir gætu staðið sig betur.

Þess vegna er þessi spurning þín ekki einu sinni fyndin heldur grátbrosleg.

Eva Sól (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 09:43

24 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, þessir tveir sem þú nefndir í #22 geta að minni hyggju ekki verið einn og sami maðurinn. Það skýrist til dæmis af rithættinum og nálguninni við móðurmálið.

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband