80%-20%-0%!

"Samkvæmt könnuninni telja 80% stjórnenda aðstæður slæmar, 20% að þær séu hvorki góðar né slæmar en enginn að þær séu góðar."

Enginn?

Er virkilega ekkert fyrirtæki að gera það gott um þessar mundir? Hvað með sjávarútveginn og lágt gengi krónunnar?

Einhvers staðar hlýtur að fyrirfinnast ánægður atvinnurekandi í landinu.

Hér með er auglýst eftir honum.


mbl.is Svartsýnir atvinnurekendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef ekki væri fyrir þessa ógnarstjórn þar sem ráðherrar ljúga og svíkja allt sem þeirra segja, þá væri ástandið betra. þá væri sjávarútvegurinn að nýta sér það að byggingarfyrirtæki séu á lausu og myndu fara í umtalsverðar endurbætur eða nýbyggingar á atvinnuhúsnæði sínu. ástandið er hinsvegar þannig að óstjórn íslenskra vinstrimanna er það slæm að þeir vita ekki hvort að þeir lifi út næsta ár hvað að ástandið skáni.

Fannar frá Rifi, 15.10.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Hamarinn

Það má kanski benda þér á Björn, að samningaréru lausir 1 nóvember.

Skyldi það hafa einhver áhrif?

Varla!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 12:06

3 Smámynd: Hamarinn

Fannar.

Er ekki nær hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum, að borga sukkið eftir sig, áður en lagt er út í meiri eyðslu?

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 12:07

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

sukk? sjávarútvegsfyrirtæki voru ekki gerendur í góðærinu. Það voru ekki sjávarútvegsfyrirtæki sem táku lán til virkjanaframkvæmda, til að reisa álver eða til að kaupa upp erlendar bankastofnanir. Sjávarútvegur borgar nú þegar nánast af öllum sínum lánum að fullu. ef þú trúir mínum orðum ekki þá ættiru að tékka á skýrslum bankana um hversu vel þeim tekst að innheimta lán á íslandi. Þar eru sjávarútvegsfyrirtækin í sérflokki að þau borga að fullu af sínum lánum í 80% tilvika, í 10% tilvika þarfa að fara fram endurskipulagning og í 10% tilvika er gjaldþrota eina lausnins. Ef þessi staða væri almennt í samfélaginu þá væri góðæri. auðvitað eru einhverjir sem fá afskriftir, en halda menn virkilega að bankin sé ekki með belti og axlabönd þegar hann afskrifar einhvern hluta af lánum? erum menn það bláeygðir?

og framkvæmdir við endurnýjun og nýbyggingu á húsnæði eða skipastól yrði til þess að auka hagræði og tekjur greinarinnar. nýtt frystihús eða verkun getur tekið margfalt það magn sem gamalt hús getur tekið með færra starfsfólki og þegar það er færra starfsfólk þá er hægt að borga hærri laun. þá er kannski hægt að fá íslendinga til að vinna við sjávarútveg? eða hafa ekki kapuxar eins og þeir í hreyfingunni og hinir ýmsu stjórnarþingmenn einmitt verið að tala um störf í landvinnslu sem enginn vill vinna við og það þarf að flytja inn fólk? það er búið að vera skortur á starfsfólki í hinum ýmsu sjávarútvegsfyrirtækjum í sumar þrátt fyrri yfir 7% atvinnuleysi. 

Fannar frá Rifi, 15.10.2010 kl. 13:10

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ef sjávarútvegurinn stendur sig svona vel þá væri gaman að vita í hvað 600 milljarðar sem hann skulda fór í. Ekki hefur orðið nein séstök endurnýjun atvinnutækja og ekki hafa verið byggð fiskvinnsluhús í stórum stíl.

Sigurður Sigurðsson, 15.10.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: Hamarinn

Bíddu nú við, var ekki eitthvert fyrirtæki þarna á nesinu sem fjárfesti í hlutabréfum í banka og allt fór til andskotans þar, held í Grundarfirði.

Í hvað fóru allir þessir mörg hundruð milljarðar sem greinin skuldar? Til greiðslu arðs, eins og snillingurinn þarna á nesinu Ásbjörn Óttarson ætlaði að gera?

Greinin var skuldsett upp fyrir rjáfur, af mönnum sem þarna stjórnuðu, og allir fjármunir teknir út úr henni og notaðir í eigin þágu, eða til að braska með,. Það er staðreynd, en það sem er að bjarga greininni nú er HRUN krónunnar.

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 13:34

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

vitleysan lekur hér af hverju strái.

Sigurður, hvaðan komu allar þessar skuldir heimilana? tóku heimilin öll þessi lán sem eru á þeim í dag? þetta er álíka gáfuleg spurning og svarið er það sama. hér varð hrun á gengi íslensku krónunar eftir áralanga lántökur banka og ríkisfyrirtækja til þess að halda uppi genginu. 

tölur um skuldir sjávarútvegsins eru eins og þjóðsögurnar. þær vaxa í hvert skipti sem þær eru nefndar og menn virðast í eingu sambandi við veruleikann. bara skálda það sem þeim finnst vera líklega og bæta svo við aðeins því þeir eru reiðir sófafjármálasnillingar.

hæstu staðfestu tölur um skuldir sjávarútvegsins alls, útgerða, landvinnsu og annara aðila eru 550 milljarðar króna (genginu sem var á síðasta ári). fyrir hrun þá er þetta 275 milljarðar króna. fyrir atvinnugrein sem hefur þurft að hagræða og fækka vegna niðurskurðar ríkisins á aflaheimildum og kerfisbreytingum á veiðum sem ríkið hefur boðað þá eru þetta ekki miklar skuldir. 

Hamar lestu það sem ég skrifaði hér að ofan og farðu inn á síður bankanna og fléttu í skýrslum þeirra um hverjir borga af lánum ef þú hefur kjark til að horfast í augu við sannleikann. ég efast samt stórlega að þú sért nóga mikil maður í þér til þess að gera það. 

Fannar frá Rifi, 15.10.2010 kl. 14:25

8 Smámynd: Hamarinn

550 milljarðar er all nokkur upphæð.

Ég hef hvergi sagt að útgerðin standi ekki í skilum.

En í hvað fóru allir þessir milljarðar?

Við vitum það, í vasa kvótakónganna sem hirtu allt út úr greininni, og fóru svo að braska með féð.

Hvað héitir nú fyrirtækið þarna á nesinu sem tók lán til að kaupa hlutabréfin í bankanum, og allt varð vitlaust útaf?

 Villt þú ekki upplýsa uokkur um það?

Ef að greinin hefur þurft að hagræða og fækka fólki, er það þá rétt að kaupa ný skip og byggja stærri frystihús?

WEr ekki eitthvað bogið við það?

Upphafið að óförum okkar íslendinga er að stórum hluta því að kenna að útgerðarmönnum leyfðist að veðsetja óveiddan fisk sem þeir eiga ekkert í frekar en ég.

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 16:33

9 identicon

Mæli með að Íslendingar skoði það sem Fannar frá rifi er að tala um sjávarútveg. Virðist gegnheill frá bulli allra stjórnarflokka og hafa góða sýn á málinu. 

prakkari (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 20:00

10 identicon

hamarinn var það ekki frekar bönkunum um að kenna og þá í ofan á ríkinu með að hafa ekki reglugerð um það?  getur varla verið útgerðarmönnum um að kenna.  Og aðeins að benda þér á eitt þá eru í raun þeir einu sem vilja komast inn í þetta kerfi þeir sem hafa selt sig úr því með þessum "milljörðum" og vilja komast aftur eiginlega frítt inn til að hagnast meira.  Flestir sem eru í þessu eru í þessu til þess að jú græða en einnig skapa atvinnu sem gerir hvað jú ríkið fær skatt frá vinnandi fólki sem er annað en að borga atvinnulausum íslendingum sem nenna ekki þessari atvinnugrein atvinnuleysisbótum ásamt því að borga erlendu fyrrverandi fiskvinnslufólki bætur vegna uppsagna í greininni,  er þá ekki málið að rústa henni algjörlega með stefnu ríkisstjórnarinnar? 

prakkari (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband