Þekkir þú þetta fólk?

Þekkir þú þetta fólk og hvað það stendur fyrir? Þetta er hluti þess fólks sem vill endurskoða stjórnarskrána okkar. Þennan lista má sjá á Eyjunni.

"Eyjunni hefur borist skeyti frá allnokkrum þeim er ákveðið hafa að taka slaginn. Nöfn þeirra og vefsíður, ef einhverjar eru, eru birtar hér fyrir neðan. Verður listi þessi uppfærður reglulega."

Listinn er ekki tæmandi á nokkurn hátt og vitað um ýmsa sem eru að vinna að framboði sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég kannast við fólk þarna og gæti lagt nafn mitt við það fólk svona að vel athuguðu máli.

En ég held að það væri rétt og skylt að hver og einn léti liggja frammi sakavottorð sitt á kjörstað

svo kjósandinn gæti skoðað það. Það væri sterkur leikur

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 18:12

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sakavottorð? Þú segir nokkuð. Ertu með eitthvað sérstakt í huga?

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 18:14

3 identicon

og flokksskírteini eins og krafist er á fréttastofu Sjónvarpsins.

Allt upp á borðið!

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 18:27

4 Smámynd: Björn Birgisson

Fjandinn sjálfur, þá eiga óflokksbundnir engan séns! Ég hætti þá bara við framboðið!

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 18:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða flokksskírteini gildir á RUV?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2010 kl. 21:51

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel minn Jóhann, Jón Óskarsson upplýsir það væntanlega og fer létt með!

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 21:56

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Björn þú spyrð hvort ég hafi eitthvað sérstakt í huga af því að ég nefni sakavottorð.

Ég bið ofangreinda frambjóðendur afsökunar á þessum umælum mínum þau eru ómakleg og ég hljóp á mig.

Þetta er í fyrsta sinn sem landsmenn geta kosið persónur til þinghalds ,fyrir utan  forsetakosningar, á landsmælikvarða að ég hygg.

Það sem ég hafði áhyggjur af var að almenningur veit ekki hverra manna fólkið er þegar inn í kjörklefann er komið.

En í lögum um stjórnlagaþing er ákvæði um kynningu á frambjóðendum svofellt:

,,Dreifa skal til allra kjósenda í landinu afriti af kjörseðli, auðkenndum sem kynningarseðill, ásamt skýringum á því hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Kynningarseðillinn skal jafnframt birtur á vefsíðu á vegum ráðuneytisins ásamt skýringum. Kynningarseðilinn má kjósandi hafa með sér í kjörklefa".

Það var þetta sem ég meinti.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband