Keppni í vondum tillöguflutningi á Alþingi?

"Sjö þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, samhliða kosningu til stjórnlagaþings í nóvember, um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins."

Það er allt reynt og þingmönnunum virðist alveg sama þótt þeir séu að gera sig óttalega fíflalega með svona tillöguflutningi. Þeir vita mætavel að þessi tillaga kemst aldrei á dagskrá og því er þetta sýndarmennskan ein af þeirra hálfu.

Til upprifjunar fyrir þessa ágætu þingmenn, þá stendur til að leggja samningsdrög um aðild, eða ekki aðild, fyrir þjóðina í fyllingu tímans. Að stoppa ferlið núna væri algjör bjálfaháttur.

Ef þingheimur er kominn í einhverskonar keppni um vitlausustu tillöguna, þá kemur þessi vel til greina í verðlaunasæti.

Medalíuna hljóta þá þessir þingmenn sem flytja tillöguna:

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður, en einnig standa að tillögunni, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgaraflokksins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, varaþingmaður VG,  Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen, þingmenn Sjálfstæðisflokks og  Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks.

Sannkallað þungavigtarlið.


mbl.is Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

      Búnt af fíflum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2010 kl. 16:18

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, það eru fleiri en sjö á myndinni, kannski bara 63?

Björn Birgisson, 19.10.2010 kl. 16:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stjórn og stjórnarandstaða!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband