Bullað í borgarstjórn

"Sú er hlaut stöðuna, án auglýsingar, er Regína Ásvaldsdóttir. Hún hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá 1. febrúar 2008 en hlýtur nú titilinn skrifstofustjóri borgarstjóra."

Þá er starfið í traustum höndum.

Í bókun Sjálfstæðismanna og VG segir að aðgerðin feli í sér að margt af ábyrgðarsviði borgarstjóra sé fært yfir á Regínu, sem veki upp spurningar um hvort Jón Gnarr sé að víkja sér undan ákveðnum skyldum og ábyrgð í sínu starfi.

Hef Jón Gnarr sterklega grunaðan í þessu efni.

Svo segir minnihlutinn í borginni einkar smekklega:

„Nú fer þetta vald til þegar ráðins skrifstofustjóra í ráðhúsinu, sem hvorki var kosin af borgarbúum né ber sérstaka ábyrgð gagnvart þeim."

Það er tvennt um þessa makalausu setningu að segja.

Annars vegar það að kjörnir fulltrúar njóta aðeins trausts á kjördegi, sem er á fjögurra ára fresti, en góðir embættismenn njóta trausts alla daga ársins.

Hins vegar að minnihlutinn skuli voga sér að segja að Regína beri ekki sérstaka ábyrgð gagnvart borgarbúum. Hvers konar bull er þetta? Sérhver starfsmaður borgarinnar ber ábyrgð gagnvart sinni borg og íbúum hennar. En vissulega væri betra að fjölmargir kjörnir fulltrúar ræktu sínar skyldur af meiri alúð en raunin er í dag. Í höfuðborginni jafnt sem annars staðar.

Það sem fólk getur bullað til þess eins að skjóta sig í fótinn.


mbl.is Tillaga um að auglýsa stöðu felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Valddreifing er af hinu góða.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.10.2010 kl. 21:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála.

Björn Birgisson, 19.10.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband