30.10.2010 | 22:03
Einkaleyfi á sæferðum í sandkassa á veraldarvísu
Afrek hefur verið unnið í Sahara- eða Sandeyjahöfn. Tekist hefur að ná dælurörinu upp úr sjávarbotninum í Sandeyjahöfn, en þar hefur rörið verið í rúma viku og var auðvitað bæði orðið fullt af sandi og grafið í sandinn á botninum.
Fastlega er reiknað með að skipaferðir í Sandeyjahöfn verði stopular í framtíðinni, enda hafnargjöldin svimandi há og fara stöðugt hækkandi með auknum framkvæmdum sem litlu skila, enda sandurinn einkar heimakær og lætur sér ekki segjast.
Sæferðir í sandkassa er hugmynd sem Íslendingar ættu að sækja um einkaleyfi á - á veraldarvísu.
Það stefnir í að Sandeyjahöfn verði dýrasta framkvæmd við atvinnubótavinnu sem ráðist hefur verið í hérlendis. Kannski sú vitlausasta líka og er þá burður Bakkabræðra á sólskininu í fötum meðtalinn.
Búið að ná rörinu upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey. Varst þú ekki farinn í frí? Strax kominn aftur?
Grefill, 30.10.2010 kl. 22:19
Þetta var mjög langt frí, en ég tók mér stutt frí frá því nú um helgina, en lofa að framlengja það síðar til að þóknast bannfærðum Íslendingum.
Björn Birgisson, 30.10.2010 kl. 22:24
Rörið góða, já þetta er dæmi um góða fréttamennsku til handa þeim er þessa forheimskuhöfn byggðu, ég sé fyrir mér þá í útlöndum hlægjandi sig máttlausa vegna heimsku þeirra bjúrókraka í Reykjavík sem þessa höfn byggðu í óþökk margra er betur vissu.
Guðmundur Júlíusson, 30.10.2010 kl. 22:53
Björn! þú hefur þá ekki fylgst mikið með framkvæmdum undanfarið á Íslandi ef þú telur Land-Eyjahöfn vera dýrasta framkvæmdina til þessa, ég get bara frætt þig á því að kostnaðaráætlunin er töluvert undir áætlun, eða heilar sex- hundruð miljónir, og geri aðrir betur.(Héðinsfjarðargöng)
Guðmundur! Ég vill endilega fræða þig svolítið um svona hafnir sem eru byggðar á sandfjöru, en það voru einmitt útlendingar sem vöru fengnir til að veita ráðgjöf við hönnun á þessari höfn! Nú veistu það.
Helgi Þór Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 23:40
Helgi Þór, þakka þér kærlega fyrir innlitið og þessar merkilegu upplýsingar. Þú segir:
" ........ því að kostnaðaráætlunin er töluvert undir áætlun, eða heilar sex- hundruð miljónir, og geri aðrir betur."
Líklega áttu við að kostnaðurinn sé enn undir áætlun. Hér í sandkassanum fögnum við svona fréttum. Besta fréttin væri auðvitað að Sandeyjahöfn nýttist til einhvers annars en aukinna útgjalda. Líklega er það borin von.
Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 00:03
Já sæll Björn, ég er nú hjartanlega sammála þér hér að ofan, en málið er að við Eyjamenn eða allflestir vildum ekki þessa höfn, það var og er stór hópur af fólki hér í Eyju og upp á landi sem vildi athuga með göng í fyrsta sæti, svo var það stærra og hraðskreiðara skip í Þorlákshöfn, svo í þriðja sætið mátti þessi blessaða höfn koma. Mín kenning er sú, vegna þess hvað samgöngu yfirvöld voru fljót og ákveðin í að ýta göngum útaf borðinu, að embættismenn og auðvaldið voru þarna að verki, já taktu eftir, í öll skiptin er var farið í rannsóknir upp í fjöru, var farið jafn oft til Víkur í Mýrdal, að taka og mæla sýni í fjörunum.
Ég er sannfærður um þetta, og það hefur styrkt mig í þessari skoðun að nú í dag eru þeir(Siglinga málastofnun) að tala um að fara að hanna mína hugmynd af hafnagarði frá eystri garðinum og út í Álin, það er að segja til suðurs, ég var alltaf viss um að eftir tvö til þrjú ár yrðu þeir að lengja garðana út fyrir sandrifið, það þýðir að þá verða garðarnir tólfhundruð metrar, en eru í dag sexhundruð.
Ég býð mjög spenntur eftir framvindu mála í Bakka-fjöruhöfn.(Landeyjahöfn)
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 00:26
Helgi, það segir ýmislegt um heimsku þeirra Siglinga málastofnunarmanna að hafa fengið erlenda aðila til ráðabruggs um hluti sem þeir hafa ekkert vit á!!! reyndir menn á söndunum sögðu strax að þetta væri óðs manns æði!!
Guðmundur Júlíusson, 31.10.2010 kl. 00:56
Helgi Þór Gunnarsson, takk fyrir þetta. Tólf hundruð metrar? Það eru langir garðar byggðir á sandi! Vonum samt hið besta, en óttumst á sama tíma það versta. Mín ósk og von er sú að Landeyjahöfn megi þjóna ykkur Eyjamönnum, sem og öðrum landsmönnum og okkar gestum sem best. Að óbreyttu mun hún ekki gera það.
Bestu kveðjur frá Grindavík, BB
Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 00:58
Helgi Þór Gunnarsson, ég kemst ekki inn á síðuna þína til að svara þér. Geri það því hér. Fyrir um tveimur árum ákvað ég að slíta öll bloggvinatengsl. Átti þá um 70 bloggvini að mig minnir. Yndislegt fólk að mestu. Hef síðan þá staðið einn hér á blogginu, með mínum lesendum auðvitað, og líkar það bráðvel og hyggst halda því áfram. En hafðu mínar bestu þakkir fyrir boðið um bloggvináttuna.
Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 01:13
Sæll Björn, ég ætla aðeins að svara honum Guðmundi Júlíussyni, en Guðmundur það voru ekki allir sveitamenn sem sögðu að þetta væri óðs mans æði, en það eru allstaðar svartsýnismenn, og sem betur fer er ekki farið eftir því sem þeir vilja, þú veist væntanlega að svartsýnismaður faðmkvæmir aldrei neitt, bara sá bjartsýni.
Björn, mér þótti það mjög skrýtið fyrst er ég sá inná síðunni hjá Vegagerðinni að þeir ætluðu að byggja á sandi, en verkstjóri einn hér í Eyjum sem í mörg ár vann hjá Vestmannaeyjabæ, og var verkstjóri við vatnsleiðsluna, er hún var lögð til Eyja1968, sagði mér frá því hvernig þeir lögðu leiðsluna í sand og byggðu líka hús i fjörunni á Bakka í Landeyjum, og það er ekki ósvipuð tækni og þeir hjá Siglingamálastofnun notuðu í hafnagerðina í Bakkafjöru, það er að segja, fyrst er settur á sandinn fínn salli af möl og svo þar ofaná er aðeins grófara og svo koll af kolli upp í 50 tonna björg.
Jæja Björn, úr því bloggið þitt er svona, þá auðvita get ég ekki annað en sætt mig við það, og er það allt í góðu. En ef þú villt komast inná mína síðu þá er það Guð velkomið að gefa þér upp lykilorðið, þú verður að biðja um það á síðunni hjá mér og ég sendi það um hæl.
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 02:08
Helgi Þór Gunnarsson, þakka þér þitt innlit. Læt vera að óska eftir lykilorði að þinni síðu. Lokaðar síður eru og verða lokaðar fyrir mér. Ég aðhyllist opin og frjáls skoðanaskipti, eins og mín síða ber með sér. Flóknara er það nú ekki.
Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 02:23
Það að þessi höfn hafi verið gerð er eitt en að hafa Herjólf þarna áfram er annað mál.
Ég myndi halda að í þessari stöðu væri best að salta sanddælinguna halda ferðum áfram til Þorlákshafnar og nota það fé frekar til kaupa á nýju og hentugra skipi.
Svo þolir Perla vart meira en gráð til að geta verið við störf, það eru fátíðar aðstæður við suður ströndina.
Þegar að Árni J. og co. gefast upp á þessu, þá kæmi mér ekki á óvart að hann nái fram kláfum á milli Lands og Eyja, sem væri kannski ekki svo galið miðað við allt.
Fáfnir Árnason (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 09:46
Sæll Björn, það er vegna þess að í Eyjum er ekki málfrelsi, þess vegna loka ég síðunni!
Helgi Þór Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 13:06
Ekki málfrelsi? Ljótt er að heyra.
Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 13:08
Já Björn, ef þú hefur áhuga að vita meira um það hér í Eyjum, þá get ég sent þér línur, ef þú gefur mér upp póstfang, eða á andlitsbókina.(Facebook)
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 17:03
Björn, ég er búin að finna þig inn á andlitsbókinni, ég sendi þér línur þar í skilaboðum.
Helgi Þór Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.