Eru Íslendingar kjánar eða bráðgáfuð þjóð?

Nú styttist í að 10 ár séu liðin af nýrri öld. Þjóðin er öll í einni klessu eftir stjórnarfar liðinna áratuga. En hvað hefur hún lært á þessu tímabili?  Því miður nánast ekkert. Hún hjakkar bara í gamla góða farinu, þrátt fyrir breytingu á stjórnvöldum. Vinstri hvað? Hægri hvað?

Vitleysa í mér. Hún hefur lært ótalmargt. Það hlýtur að vera svo. Þjóðin er svo gáfuð og vel menntuð! Hún rekur Háskóla á öðru hverju götuhorni! Hún veit nú eitt og annað. Er það ekki?

Til dæmis að rangt sé að halda uppi lífskjörum með lánsfé. En hún gerir það samt og hyggst gera.

Til dæmis að fjórflokkurinn hefur brugðist henni, en hún kýs hann samt og hyggst gera áfram.

Til dæmis að frjálshyggjan hefur reynst eitruð, en hún gleypir hana samt með 25-35% stuðningi.

Þegar grannt er skoðað hafa Íslendingar lært þrennt á umliðnum áratugum.

1) Að byggja hringtorg þar sem þeirra var þörf og líka þar sem þeirra var ekki þörf að hætti ríkra Araba í sandauðnum þar suður frá. Þeir byggja víst brýr á milli sandaldanna bara fyrir lúkkið.

2) Að byggja álver sem allsherjar lausn í atvinnumálum þjóðarinnar, en gefa á sama tíma skít í fiskinn okkar, sem er klárlega vannýtt auðlind.

3) Að bora í gegn um fjöll til að auðvelda fólksflóttann úr dreifðum byggðum til grænni lenda, sem hafa þó ekkert upp á að bjóða, annað en biðraðir eftir matvælum.

Annað hefur þessi þjóð mér vitanlega ekki lært, en hafi lesendur þessara orða aðra skoðun á því væri vel þegið að heyra hana.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Er það ekki hrós fyrir asna að vera kallaður nautheimskur?

Grefill, 31.10.2010 kl. 01:04

2 Smámynd: Björn Birgisson

Grefill, asnar eru misjafnlega innréttaðir,  rétt eins og mennirnir. Ég er rati í hugarheimi beggja, eins og í svo mörgu öðru.

Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 01:19

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, við erum bæði heimsk og gáfuð í senn, heimsk að kjósa yfir okkur vinstri stjórn sem er að drepa allt atvinnulíf í landinu, og gáfuð til að sjá að við kusum rangt yfir okkur.

Guðmundur Júlíusson, 31.10.2010 kl. 01:19

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn

Guðmundur Júlíusson, 31.10.2010 kl. 01:20

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

En heimska okkar er ekki sú að byggja álver, þar hafa verið unnin mikil verðmæti, göngin sem þú nefnir eru sú samgöngubót og öryggistæki fyrir fólkið í þessum byggðarkjarna að ekki verður um deilt, að gera úr því eitthvert  auðveldara flóttaplan er út úr kú og ekkert annað en heimska Björn.þú segir að fiskimið okkar séu vannýtt auðlind, ekki sammála, það veit hver maður að við erum  að ofveiða  ef eitthvað er. En það er auðvitað vísindamanna að deila um.

Guðmundur Júlíusson, 31.10.2010 kl. 01:22

6 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, sniðugt að nefna vísindamenn. Fiskifræðingar eru auðvitað vísindamenn, en öll þeirra vísindi eru vísindi í myrkri hafdjúpanna og fiskurinn er þeirrar náttúru gæddur að geta synt óralangar vegalengdir á skömmum tíma. Það sem helst má segja fiskunum til vansa er að þeir skuli ekki alltaf vera til staðar þegar Hafró hentar að taka sín togararöll! Alltaf á sömu slóðunum! Allir sem að útgerð koma vita að fiskurinn okkar er vannýtt auðlind. Ég hlusta ekki á kjaftæði kontórista um annað. Ég hlusta á mennina sem eru með saltmengað blóð í æðum, sólbrenndir af endurspeglun sjávarins. Þeir vita flestir hverjir meira um fiskigegnd á Íslandsmiðum en Hafró. 

Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 01:35

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, það er mikil  heimska að  ætla sér að útiloka vísindinn, hvar væri heimurinn í dag ef ekki væru menn sem  eyddu ævi sinni í að rannsaka  undirdjúpinn, eða himingeimanna, dregur þú kannski í efa jörðinn sé hnattlaga?

Guðmundur Júlíusson, 31.10.2010 kl. 01:59

8 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, jörðin er egglaga og í brúnum poka!

Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 02:02

9 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Guðmundur, kallarðu þetta ofveiði ? Ufsi+Karfi+Þorskur+Ýsa = ca. 300.000 tonn, Allir fiskistofnar

á Íslandsmiðum er að gefa okkur lítið brot af þeim afla sem eðlilegt er!

Raunveruleikinn er sá að örfáir, nýta miðin með ofurskipum, sem eyðileggja lífríkið og fiskimiðin!

Aðalsteinn Agnarsson, 31.10.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband