Hálf niðurlægjandi dómur

Það er eitthvað skrýtið við þessa frétt. Ef ekki skrýtið þá kannski broslegt, þótt dómsmál séu líklega aldrei brosleg í augum þess sem tapar málinu.

"Þróunarfélag Austurlands hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra um 150 þúsund krónur í orlof. Framkvæmdastjórinn taldi sig eiga tæplega 6,6 milljónir inni hjá félaginu."

Að fá 150 þúsund kall af 6,6 milljóna kröfu er aðeins um 2,3% af heildarkröfunni og hvað skyldi svo málskostnaðurinn vera mikill?

Sá sem leggur upp með 6,6 milljóna kröfu hlýtur að telja sig hafa mikið til síns máls. Ekki fannst dómaranum það og felldi því þennan hálf niðurlægjandi dóm.

Kannski fær Hæstiréttur málið til sín og oft hefur hann snúið dómum Héraðsdóms á haus.


mbl.is Fær 150 þúsund en kröfu um 6,6 milljónir hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll dómur af viti því að fara fram á 6,6 er bull og okurlaun í anda 2007

Sigurður Haraldsson, 31.10.2010 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband