31.10.2010 | 22:58
Þingfararkaupið allt til fátækra?
Mörgum Íslendingum finnst ríkisstjórnin ekki vera að standa sig í stærsta slag sem nokkur ríkisstjórn á Íslandi hefur nokkru sinni lent í. Um það má endalaust deila og verður gert.
Nú hefur ríkisstjórnin boðað til allsherjar samráðs í atvinnumálum þjóðarinnar. Hver eru viðbrögðin?
"Stjórnarandstaðan tekur boði ríkisstjórnarinnar um samráð í atvinnumálum með fyrirvara. Gæti verið leikrit til að lengja líf hennar, segir þingmaður Hreyfingarinnar. Formaður Framsóknarflokksins segir að stefnubreytingu þurfi í atvinnumálum. Ríkisstjórnin vill koma á víðtæku samstarfi í atvinnumálum við stjórnarandstöðuna og aðila vinnumarkaðarins í anda samstarfsins um lausnir á skuldavanda heimilanna." segir vísir.is
Hvað segja Sjálfstæðismenn? Eiginlega ekkert. Formaðurinn týndur og ráðalaus.
Sé ríkisstjórnin slæm og vanmáttug, þá er hún alla vega að reyna. Það verður ekki sagt um stjórnarandstöðuna, sem þó er öll á ágætum launum hjá þjóðinni, við það eitt að slæpast og þvælast fyrir.
Frammistaða hennar er ekkert annað en ávísun á að þjóðin taki það fólk allt saman af launaskrá og noti aurana til góðgerðastarfsemi, enda ekki vanþörf á, eins og dæmin sanna.
Það má fæða og klæða margar fjölskyldur með þingfararkaupi þeirra sem stöðugt vinna gegn vinnuveitendum sínum, þjóðinni sjálfri. Almenningi í þessu landi.
Það er stjórnarandstaðan að gera. Helsek um ábyrgð á ástandinu og veit það best sjálf, án þess að viðurkenna það opinberlega.
Kannski ekki Hreyfingin. Hún hefur átt nokkra góða spretti, sem reyndar hafa ekki leitt til neins.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú kann ég við Björn Birgisson.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 23:25
Haukur, ekki líkar mér við þann kauða öllum stundum.
Björn Birgisson, 31.10.2010 kl. 23:28
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/11/01/vilja_draga_skattahaekkanir_til_baka/
Ég er ekki að segja að þetta sem sagt er frá í fréttinni, sem vísað er til, sé það eina rétta. Þetta er alla vega viðleitni til þess að koma fram með tillögur, sem gætu einhverju breytt til batnaðar. En kannski fá þessar tillögur svipaða meðferð og flestar tillögur stjórnarandstöðunnar, hingað til, þ.e. þeim verði hafnað og stjórnarandstaðan vinsamlegast beðin um að vera ekki að þvælast fyrir vinnandi fólki.
En þetta "vinnandi fólk", er búið að leysa skuldavanda heimilana fjórum sinnum á rúmlega einu og hálfu ári og var nú að boða aðgerðir til atvinnuuppbyggingar í þriðja sinn á sama tíma.
Kristinn Karl Brynjarsson, 1.11.2010 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.