Ætli almættið hafi verið á tali?

Þegar Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland meinti hann það áreiðanlega frá hjartarótum. Ekki verður séð að hann hafi neitt sérstaklega verið bænheyrður af almættinu. Kannski ekki náð almennilegu sambandi.

Svo bað hann samlanda sína að vera ekki að persónugera hrunið.

Ekki virðist hann heldur hafa verið bænheyrður hvað það varðar. Engu er líkara en að kerfið telji Geir einn bera alla sök, undarlegt sem það nú er. Hann á að svara fyrir málefni peningamarkaðssjóðanna, hvað ríkið varðar, og hann verður dreginn fyrir Landsdóm, einn forustumanna landsins, sem teljast verður stórundarleg og ósvífin ákvörðun.

Aðrir stjórnmálamenn eru ekkert í réttarsölunum!

"Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði samþykkt að gefa skýrslu sem vitni í máli fólks sem átti inneign í peningamarkaðssjóði Landsbankans gegn ríkinu."

Nú er hann eðlilega hættur við það af því að hann fékk óvænt Landsdómsþvæluna í fangið í millitíðinni.

Landsdómsþvæluna já.

Það minnir mig á það að ég mun aldrei styðja nokkurn þann þingmann sem greiddi þessari vitleysu atkvæði sitt.

Ef til reynir ekki á það, kannski sópar þjóðin þeim öllum undir teppið í næstu kosningum.

Það má hún gera mín vegna.


mbl.is Ber ekki vitni um neyðarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband