2.11.2010 | 17:40
Fáránleg aðferð við kosningarnar
Hvernig í fjandanum á að gera upp á milli frambjóðenda til Stjórnlagaþingsins? Ég er kominn niður á lausn fyrir mig, en bið ekki nokkurn mann að leika sama leikinn. Það er svo óábyrgt.
523 eru í kjöri, 159 konur og 364 karlar.
Þetta er öldungis langur listi og úr vöndu að ráða hvaða fólk skal kjósa. Fáein nöfn kannast maður við, en flestir á listanum eru líklega sem lokuð bók fyrir hinum almenna kjósanda og ég geri síður ráð fyrir að landinn leggist í rannsóknir á störfum og skoðunum allra 523 frambjóðendanna.
Ég sé að allir frambjóðendur fá fjögurra stafa númer, rétt eins og allar kennitölur hafa fjóra tölustafi aftast. Þetta gæti ég hugsað mér að nýta við val á frambjóðendum. Þannig nýti ég mér kennitölur sem mér eru kærar, símanúmer, happdrættismiða og fleira í þeim dúr.
Þá koma upp þessar tölur:
3189
4829
8060
7060
7282
2668
5969
8805
5389
5879
Á ekki að kjósa 10?
Er nokkur með bingó?
Nú er bara spurningin hvort þessar happatölur mínar komi einhverjum frambjóðendum að gagni. Þetta er svolítið spennandi svona. Rétt eins og að taka þátt í Lottó eða Getraunum!
Langar í lokin að vekja athygli á frábæru bloggi um aðferðafræði sem hægt er að beita við valið þann 27. nóvember næst komandi. Lítið á þetta:
http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/
(Endurbirt, aðeins breytt)
Meðalaldur frambjóðenda 47 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er líka gott innlegg.
http://malbein.net/?p=3565
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 19:14
Jón Óskarsson, takk fyrir þetta!
Björn Birgisson, 2.11.2010 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.