Gunguháttur forsætisráðherrans fyrrverandi

Alltaf er það að koma betur og betur í ljós hvað karlinn hann Geir Haarde var slappur forsætisráðherra. Davíð sagði hann skjálfandi af ótta á ögurstundu og nú er Björgvin G. Sigurðsson að undirstrika þá skoðun í nýrri bók sinni.

"Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vildi að Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, flytti frumvarp til hinna umdeildu neyðarlaga hinn 6. október 2008, en því var harðlega andmælt af öðrum ráðherrum.

Í nýrri bók Björgvins fer hann yfir atburðarásina í aðdraganda setningar neyðarlaganna og reynslu sína úr embætti viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Í bókinni lýsir Björgvin því einnig að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi lagt á það áherslu að Björgvin flytti frumvarp til neyðarlaganna, sem reyndust síðar afar umdeild. Björgvin segist hafa verið reiðubúinn til slíks, en aðrir ráðherrar ríkisstjórninarinnar hafi lagst gegn því að ungur fagráðherra tæki slíka pólitíska sprengju að sér.

Og mun Össur Skarphéðinsson ekki hafa tekið það í mál að Björgvin flytti frumvarpið. Björgvin lýsir því þannig að Össur hafi sagt við Geir:Þú flytur þetta mál. Annað er ekki sæmilegt, þetta eru neyðarlög og allt getur farið á annan endann. Bók Björgvins kemur út eftir helgi." segir visir.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki verið að gera úlfalda úr mýflugu hér. Í huga Geirs hefur þetta snúist um að neyðarlögin svokölluðu sneru að ráðuneyti Björgvins (fjalla ekki um neitt annað en FME og bankana) og því rétt stjórnsýslulega að þetta kæmi frá honum. Mér finnst það vera frekar hrokinn í Össuri sem skín hér í gegn en nokkuð annað (enda Össur þekktur skaphundur).

Björn (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband