Snarklikkuð eyðsluþjóð að fá vandann í bakið

"Magnús Árni Magnússon, rektor Háskólans á Bifröst, leggst gegn þeim hugmyndum sem nú eru uppi um sameiningu skólans við Háskólann í Reykjavík."

Magnús Árni leggur starfið sitt að veði. Verður hann kannski talsmaður álversins á Bakka í framhaldinu?

Málefni háskólamenntunar hérlendis á síðari árum eru ein samfelld sorgarsaga og hafa kostað þjóðina gríðarlega fjármuni. Að 320 þúsund manna þjóð skuli reka 7 menntastofnanir á háskólastigi, með gríðarlegum tilkostnaði, er svo foráttuvitlaust að maður roðnar af skömm við það eitt að skrifa um það.

Allir vita að á sama tíma og Íslendingar fóru að byggja íbúðir án þröskulda, en létu parketið fljóta óskorið um alla íbúðina, þá voru allir þröskuldar afnumdir í kröfum til stúdentsprófs. Allir flutu í gegn, rétt eins og skautað væri á þröskuldalausu parketi frá Kína.

Til þess eins að geta sagt: Þjóðin er svo gríðarlega vel menntuð, þótt það mælist ekki beinlínis í gerðum hennar að undanförnu.

Nú, svona eftir á, sjá allir að Bifrastardæmið var bara bull frá upphafi. Ekkert annað en gríðarleg offjárfesting í húsnæði, kennurum og fleiru sem fylgir.

Þegar svo á að bakka út úr vitleysunni, vakna auðvitað ótal spurningar. Hvað á að gera við allan húsakostinn, allar nýju blokkirnar? Hvernig kemur undanhaldið við sveitarfélagið Borgarbyggð?

Magnús Árni rektor stekkur af einni syllunni á aðra. Nú vill hann samvinnu eða sameiningu við aðra bullstofnun. Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Alveg er ljóst að innan fárra mánaða verður engin stofnum á háskólastigi í Borgarbyggð. Það er slæmt fyrir sveitarfélagið, en þjóðhagslega hagkvæmt og vekur upp óhjákvæmilega spurningu:

Hver ber, eða hverjir bera, ábyrgð á öllu þessu rándýra bulli og allri þessari sóun á fjármunum þjóðarinnar í menntun, sem svo auðveldlega hefði mátt veita í þeim stofnunum sem fyrir voru?


mbl.is Ósammála áformum um sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort kom Háskólinn í Reykjavík eða Bifröst á undan?  Hvenær var HR stofnaður og hvenær Bifröst? Ætli grundvöllurinn fyrir háskólanámi þarna væri ekki enn góður ef það væri ekki fyrir þennan nokkurra ára skóla í Reykjavík sem hefur stækkað og stækkað.

Fannar (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 22:00

2 identicon

Fannar, Bifröst var ekki "háskóli" í upphafi, og hvort hann hafi verið stofnaður á undan HR er aukaatriði, báðir eru í raun óþarfir, eins og Björn bendir á, er þessi þjóð aðeins um 320 þúsund manns og væri þarfar að einbeita sér að því að styrkja Háskóla Íslands í stað þess að stofna fleiri slíka.

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 00:25

3 identicon

Það má vel færa rök fyrir því að sjö háskólar séu of mikið en ég held að það séu mistök að tala um að loka HR. Eðlileg samkeppni gerir öllum gott, með veru háskóla af þessarar stærðargráðu nálægt HÍ mynda báðir skólarnir eðlilegan þrýsting á hvorn annan að standa sig.

Ingvar LInnet (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 07:21

4 identicon

Það skal leita allra leiða til sparnaðar segja menn - en svo má ekki gera það sem í raun getur leitt til sparnaðar, því það er of sársaukafullt.

Bifröst er minnsti háskólinn þar sem kenndar eru greinar sem eru í boði á 3 öðrum stöðum. Því er ekki óeðlilegt að horft sé til að sameina hann öðrum háskóla með sama rekstrarform.

HR er stór á þeim sviðum sem hann starfar, stærstur íslenskra háskóla t.d í tæknigreinum og tölvunarfræði, og gegnir mikilvægu hlutverki í háskólasamfélaginu. Verði þessir skólar sameinaðir, þá hlýtur það að einhverju leyti að vera á forsendum stærri skólans.

Alveg tilgangslaust að sameina HR og Bifröst ef ekkert má hrófla við starfseminni til hagræðingar. Auðvitað er það samt ömulegt fyrir þá sem hafa byggt upp starfsemi af myndarskap.

guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband