Landráð að kjósa landráðaásökunarpakkið til Stjórnlagaþings?

"Kveðið er á um að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggi fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu. Hún eigi að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlindir þjóðarinnar en jafnframt stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga."

Smá sýnishorn hér að ofan frá Þjóðfundinum.

Nú styttist í kosningar til Stjórnlagaþings. Þar eru 523 Íslendingar í framboði.

Í þeim hópi er alls konar ágætt fólk, en þar er líka þjóðhættulegt fólk, sem ætti ekki einu sinni að fá að vera í framboði, fortíðar sinnar vegna.

Hvaða fólk er það?

Það eru hin undarlegu viðrini sem sýknt og heilagt eru að ásaka landa sína, sem vilja ræða við ESB um aðild, um landráð og landráðahugsunarhátt.

Í hnotskurn og samandregið.

Atkvæði greidd slíkum dusilmennum verða til þess eins að skemmta skrattanum sjálfum. Hann þarf ekki á þeirri skemmtun að halda.

Hefur nóg með sitt, sem stundum áður.

 


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég hef líka séð einn á framboðslistanum sem er einn mesti drullusokkurinn á landinu og þótt víðar væri leitað. Ég veit ekkert hvaða pólítískar skoðanir hann hefur og kemur það málinu ekkert við. Og ég vil ráðleggja öllum að sniðganga hann.

Þess fyrir utan hef ég hugsað mér að kjósa:

  • ákveðna einstaklinga sem ég þekki persónulega og af góðu,
  • ESB-andstæðinga sem geta fært góð rök fyrir sínum málstað
  • karlkyns frambjóðendur

Síðasti liður er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti konunum sem eru í framboði, þvert á móti. En fyrst búið er að setja kynjakvóta, þá eru þær svo að segja sjálfkjörnar (a.m.k. hluti af þeim) og þær þarfnast þá ekki míns atkvæðis.

Þeir sem ég mun ekki kjósa:

  • frambjóðendur, sem ég hef illan bifur á (þar í hópi eru 5 eða 6)
  • frambjóðendur sem tilheyra ákveðnum starfsstéttum

Svona er það. Ég býst við að allir aðrir sem ætla að kjósa til þingsins hafi einhvers konar forgangsröðun. Mér skilst á þér, Björn, að þú munir ekki kjósa neinn ESB-andstæðing.

Vendetta, 7.11.2010 kl. 20:27

2 identicon

Það er ágætt að ráðleggja öllum að sniðganga einn frambjóðenda, en til að ætlunarverkið takist þarf að nafngreina viðkomandi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 20:30

3 Smámynd: Björn Birgisson

Vendetta, H.T. Bjarnason er að beina þessu til þín. Hver er skúrkurinn?

Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 20:31

4 Smámynd: Vendetta

Ég get því miður ekki sagt það að svo stöddu. Um leið og ég skrifa nafn hans og af hverju, verður blogginu mínu lokað. En ég mun upplýsa það tímanlega fyrir kosningarnar. Og vonandi dregur hann þá framboð sitt til baka.

Varðandi listann sem ég skrifaði, þá er hann ekki tæmandi. Það liggur í augum uppi, að ég mun styðja frambjóðendur sem hafa svipaðar þjóðfélagslegar skoðanir og ég varðandi persónufrelsi, velferð og lýðræði óháð flokksbindingu að öðru leyti. 

Vendetta, 7.11.2010 kl. 20:40

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég mun örugglega kjósa einhvern sem ég er ósammála og líka einhvern sem ég hef skömm á vegna skoðana viðkomandi. þetta finnst mér mikilvægt vegna þess að stjórnarskráin á að vera sáttmáli allra en ekki bara sumra!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2010 kl. 20:49

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á stjórnlaga þingi eiga að vera Íslendingar, vegna þess að þingið á að framleiða drög að stjórnarskrá handa íslendingum. 

Íslendingar eru til vinstri og hægri og þess vega eiga að vera á því þingi heiðarlegt óbilað fólk til vinstri  og hægri.  

Öfga menn eru óheppilegir vegna þess að öllu jafna eru þeir bilaðir.  Sá sem heldur því fram að það séu landráð að meirihluti þjóðarinnar fái heimild til að velji sér fulltrúa til þessa þings, er bilaður og gæti þess vega verið þjóðhættulegur sjálfur.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.11.2010 kl. 20:57

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur Hraundal á það til að fara á kostum. Sýnir það raunar allt of sjaldan, enda kannski sínkur á takmarkaða snilldina og andagiftina. Hún er kannski best í litlum skömmtum.

Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 21:12

8 Smámynd: Björn Birgisson

Vendetta, ertu að tala um einhvern einn af öllum þessum 523? Láttu ekki eins og gunga. Er þetta bara eitthvað persónulegt hjá þér? Segðu bara að upphafsstafir viðkomandi séu BB, eða annað álíka. Forðaðu þjóðinni frá því að kasta atkvæði sínu til glötunar. Til þess erum við hér! Áttu kjark í hjartanu eða er hann allur kominn í buxurnar? 

Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 21:17

9 Smámynd: Vendetta

Já, auðvitað er ég að því. Þegar ég skrifa "einn á framboðslistanum" þá meina ég famboðslistann til stjórnlagaþingsins. Ég hef stundum ýjað að þessu áður, en aldrei sagt það beint. Og aðrir hafa líka gert það.

Vendetta, 7.11.2010 kl. 21:31

10 Smámynd: Björn Birgisson

Dauðans roluháttur er þetta. Í 523 manna hópi er níðingur, ef skilja má Vendettu  rétt. Endilega að halda kjafti yfir því hver hann er. Einn þeirra sem ég mundi aldrei kjósa heitir Jón Valur Jensson, svo ég nefni bara eitt nafn af mörgum. Kjarkur Vendettu, hvar er hann?

Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 21:40

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Segjum tveir, Björn #10

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 22:22

12 Smámynd: Vendetta

Ég greini frá því áður en að kosningadegi kemur. Hafðu þolinmæði. Svo getur líka verið, að öllum sé sama.

En hvað varðar aðra á listanum: Jón Valur mitt atkvæði, enda þótt við séum á öndverðum meiði í trúmálum, þá erum við sammála þegar kemur að ESB-aðild. Og hann hefur þann eldmóð og þekkingu sem þarf til.

Þar eð ég þekki fæsta aðra sem eru á listanum, þá verð ég að mynda mér skoðun á þeim út frá stefnuskrá þeirra og æviatriðum/starfsferli. Þó viðurkenni ég að ég kjósi frekar:  frambjóðendur sem hafa reynslu úr atvinnulífinu og eða menntun innan iðn- eða raungreina, en mikið síður: frambjóðendur úr viðskiptalífinu, lögfræðinga, sálfræðinga, stjórnmálafræðinga, hagfræðinga eða embættismenn.

Þá er það komið á hreint og hefi eg gert hreint fyrir mínum dyrum.

Vendetta, 7.11.2010 kl. 22:31

13 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björn er þá þriðjúngur þjóðarinar dusilmenni? Svo er spurning um hvort um er að ræða aðild eða aðlögun . Ef verið er í aðlögun er ekki aftur snúið, þetta virðist ekki vera á hreynu.

Eyjólfur G Svavarsson, 8.11.2010 kl. 16:59

14 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, af þeim 523 sem í framboði eru nokkrir sem orðið landráð er mjög tamt á tungu. Þriðjungur þjóðarinnar lætur ekki svona.

Björn Birgisson, 8.11.2010 kl. 18:17

15 identicon

Að kalla fólk landráðamenn er ekki í lagi sbr. þitt innlegg.

Hinsvegar er í lagi að vera með ávirðingar þess efnis að fólk sé viðrini og dusilmenni.

Mikið ertu rosalega skrýtinn pappír Björn og vægast sagt fremur mótsagnarkenndur á köflum.

Trúlega fæ ég einhverja mjög djúpa og snyrtilega orðaða ádrepu fyrir það að hafa haft orð á þessu enda virðist það vera þinn framgangsmóti gagnvart þeim sem að kóa ekki með þér í einu og öllu en það verður bara svo að vera.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 19:49

16 Smámynd: Björn Birgisson

Eggert, þakka þér þessa notalegu sendingu. Ég gæti ekki verið meira sammála þér.

Björn Birgisson, 8.11.2010 kl. 20:04

17 Smámynd: Björn Birgisson

En, Eggert Vébjörnsson, fyrst þú ert mættur á svæðið með þennan fína palladóm um mig, framsettan af visku og umburðarlyndi, þá langar mig að leggja fyrir þig erindi til að svara.

Ég leyfi mér að lesa það á milli lína þinna að þér finnist í lagi að kalla fylgismenn ESB aðildar landráðamenn. Sé það rangt hjá mér leiðréttir þú það hér á þessum vettvangi.

Sé það hins vegar rétt hjá mér, þá er einkunnin viðrini og dusilmenni, sem létt sunnan gola samanborið við nístandi bál landráðahjalsins.

Þá er það erindið til að svara. Innan ESB eru 27 þjóðir. Ansi margar milljónir manna og mér vitanlega hefur engin þjóð verið neydd inn í selskapinn.

Því spyr ég þig: Eru allir þeir ráðamenn, þingmenn og almenningur í þeim löndum, aðilar sem studdu inngönguna, landráðamenn samkvæmt skilgreiningu fjölmargra hægri manna hérlendis á afstöðu íslenskra ESB sinna?

Og svaraðu nú drengur góður.

Björn Birgisson, 8.11.2010 kl. 21:37

18 identicon

Nei Björn.

Allir þeir sem að studdu inngönguna í þeim fjölmörgu löndum sem hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu voru ekki landráðamenn.

Ég persónulega er langt í frá hlynntur aðild að Evrópusambandinu og tel örþjóð sem ísland ekkert hafa þangað að gera.

Nú þekki ég persónulega svolítið til í Austurríki og hef dvalið þar töluvert undanfarið.

Nánast allir þeir Austurríkismenn sem ég hef hitt eru komnir með bakþanka yfir aðild Austurríkis að Evrópusambandinu. Þeir fullyrða að mínusarnir séu langtum fleiri en kostirnir og að fámennt ríki eins og Austurríki hafi lítil sem engin áhrif innan sambandsins. Einnig segja þeir að þetta sé skrifræðis- og lobbíbákn sem dæli frá sér allskonar reglugerðarfargani sem sé íþyngjandi og hamlandi á flestum sviðum. Einnig þurfi að gera út allskonar pótintáta til Brussel til að betla út pening fyrir allskonar verkefnum.

Einnig er það viðurkennd staðreynd bæði í Austurríki og líka í Þýskalandi að það er draumur allra stjórnmála- og opinberra starfsmanna að komast að kjötkötlunum í Brussel. 

Þar eru sko peningarnir.

ps: Ef það eru einhverjir sem að mætti kalla landráðamenn þá eru það stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn sem beita blekkingum varðandi það hversu ljúft það væri að vera komin í eina sæng með Evrópusambandinu.

Vona að þetta sé fullnægjandi svar Björn en ef ekki þá skal ég reyna betur

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 18:44

19 Smámynd: Björn Birgisson

Eggert, takk fyrir þetta.

Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband