8.11.2010 | 16:02
Hvað gerðir þú við peningana sem þú stalst frá frúnni í Hamborg?
"Pálmi Haraldsson, athafnamaður, hefur flutt lögheimili sitt til Lúxemborgar, að því er kemur fram í yfirlýsingu, sem birt er á vef hæstaréttar Manhattan."
Synd og skömm að missa gott fólk úr landi, en svo sem ekkert við því að gera. Huggum okkur þó við að í Lúxemborg eru fjölmargir bankar, þannig að Pálma ætti ekkert að leiðast þar í landi og ætti að geta haft nóg fyrir stafni.
Mikið hefur umræðan um útrásarvíkingana hljóðnað að undanförnu. Gýs þó upp öðru hvoru. Í sambandi við þá vakna alltaf sömu spurningarnar í kollinum á mér.
1) Eru þeir allir eða flestir skítblankir í dag og eiga ekkert nema skuldir eins og svo margir Íslendingar? Glutruðu þeir öllum fjármununum sem þeir fengu niður í allri vitleysunni.
Eða:
2) Vilja þeir nú búa erlendis til þess að geta verið nær þeim auðæfum sem þeir stálu frá bönkunum og almenningi?
3) Sé svarið við spurningu 2 já, hvar er þá fjármagnið falið og munu íslensk yfirvöld koma höndum yfir það, eða er það svo vel falið að það finnist aldrei?
Ég bara spyr!
Pálmi fluttur til Lúxemborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll peningarnir eru til og við verðum að ná þeim!
Sigurður Haraldsson, 8.11.2010 kl. 16:51
Eignafrysting og fangelsi. En mann er farið að gruna að ekki standi til að gera neitt.
hilmar jónsson, 8.11.2010 kl. 18:01
Já með hverjum deginum sem líður þá nálgast sú staðreynd!
Sigurður Haraldsson, 8.11.2010 kl. 18:02
Peningarnir sem þeir fluttu út í ferðatöskunum eru í bankahólfum erlendis og við náum þeim aldei.
Heimir Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:33
Jæja, drengir mínir, ekki eruð þið bjartsýnir á endurheimturnar. Heimir, hafi aurarnir farið út í ferðatöskum, í búntum eins og í Villta vestrinu, en ekki með millfærslum á milli banka, þá eru þeir okkur endanlega glataðir. Satt er það.
Ég þakka ykkur innlitin!
Björn Birgisson, 8.11.2010 kl. 22:48
Þetta með töskurnar er nokkur satt því miður og þegar það var gert gerðu tollverðir og lögregla ekki neitt!
Sigurður Haraldsson, 8.11.2010 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.