Eldsúrir Staksteinar

Staksteinar Morgunblaðsins verða súrari með hverjum deginum sem líður. Þeir eru orðnir hálfgerðir gallsteinar.

Það er nánast pottþétt að Staksteinar fjalla annað hvort um Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formann VG, eða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Um þetta fólk er ekkert gott skrifað, en margt miður og sumt hreinlega illt. Þá sjaldan sem ekki er skrifað um Steingrím og Jóhönnu, fær ríkisstjórnin á baukinn.

Staksteinahöfundar eru algjörlega með þetta fólk á heilanum, sem er undarlegt því af nógu er að taka við skriftirnar.

Til dæmis væri gaman að sjá í Staksteinum fjallað um þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega aldrei á lýðveldistímanum verið jafn valdalítill og sjá síðan hverjum staksteini velt við í leit að helstu skýringunni á valdaleysi flokksins.

Gætu skýringarnar á valdaleysi flokksins hitt skrifarann illa fyrir?

Þá er auðvitað miklu betra að halda áfram að sparka til Jóhönnu og Steingríms.

Óþarfi að leggjast í að skora sjálfsmörkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já drottinn minn hvað þetta er orðið átakanlega andlaust hjá þeim.

hilmar jónsson, 8.11.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband