Hver er snillingurinn sem svona skrifar? Nokkrar tilvitnanir, algjörlega slitnar úr samhengi og birtar hér að hætti Hannesar, án gæsalappa, nema fyrst og síðast kannski (hitt auðvitað stolið), en þó með þeim gæsa- og gassagangi sem einkennt hefur Stormsveitir síðustu aldar.
"Þessi gersamlega vanhæfa "geimvera" hefur fyllt mæli synda sinna sem stjórnmálamaður. Maðurinn ögrar öllum, getur ekkert, en heldur áfram að sitja í hátt launuðu embætti blygðunarlaust!
Alræmt er, hvernig Gnarrinn byrjaði "starfið" með 5 vikna sumarfríi! Ekki leið svo á löngu, að hann bæði um annan borgarstjóra sér við hlið, þann sem fengi að sinna stjórn borgarinnar, meðan hann sæi um að hitta borgarbúa og sinna veizlum og öðru fáfengilegu.
Og mikil er samsekt Samspillingarinnar að taka þátt í þessum skrípaleik.
Nú afsakar Gnarr ósjórn sína með því, að hann hafi lofað því að svíkja öll sín kosningaloforð.
Aldrei aftur Versta flokkinn!"
Sjáið eftirfarandi og myndgerið Jón Sigurðsson frelsishetju í hugskotum ykkar, ávarpa ykkur á Austurvelli, af stalli sínum, þar sem tíðindin taka á sig blæ alvörunnar :
"Takið ykkur tak, Reykvíkingar og allir Íslendingar, og hafið ykkur nú í það að kynna ykkur nýja og heiðarlega flokka og stjórnmálaöfl, t.d. Hægri græna, Þjóðarflokkinn, Kristin stjórnmálasamtök og Samtök fullveldissinna, og notið ykkur þar tímann og aðstöðuna til að hafa ykkar mótandi áhrif á þau samtök ....................."
Já, ágætu Reykvíkingar og aðrir landsmenn!
Framtíð ykkar liggur hjá Hægri grænum, Þjóðarflokknum, Kristnum stjórnmálasamtökum og Samtökum fullveldissinna.
Verst að það þekkir ekki nokkur sála, á meðal venjulegra kjósenda, þessa bjargvætti sína! En skítt með það. Sama hvaðan gott kemur!
Hélt kannski að Ástþór ætti heima í þessari upptalningu.
Hver er þessi Samspilling? Eru nýju öflin að byrja svona illa? Eða varð höfundi á í að uppnefna andstæðinga sína? Fyrirgefst það, þótt án hempunnar sé. Í þetta sinn.
Mikið rosalega er sumt fólk fyndið, einmitt þegar því er mikið niðri fyrir!
Í aðfararorðum færslunnar var spurt: Hver er maðurinn sem svo ritar?
Sú spurning er endurtekin hér í kjallara færslunnar.
Svona í framhjáhlaupi, en þessu tengt að nokkru.
Hvernig fulltrúa vilja lesendur mínir velja á Stjórnlagaþingið?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti trúað að þetta ritaði maðurinn sem ekki leyfir dónalegar og óheflaðar persónuárásir í athugasemdaskrifum á sinni síðu. Enda orðvar sjálfur með afbrigðum og nærgætinn í umfjöllun sinni um annað fólk.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2010 kl. 22:25
Axel Jóhann, þú ert nokkuð heitur!
Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 22:30
hahahahha JVJ eldklerkur mælir svo
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 9.11.2010 kl. 22:33
Arinbjörn Kúld, ég hef af þér miklar áhyggjur. Þú veist að það er þjóðhættulegt að vera sífellt að þvælast á blogginu mínu. Þarftu ekki að mála neitt fyrir jólin? Eða er þér bara sama um allt? Þú ættir að vita betur, en að vera alltaf í slagtogi með með vondu fólki í netheimum. Það leiðir bara til glötunar. Hverjum er svo ekki skítsama?
Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 23:36
Hahahha Björn minn, ég er svo heppinn að að búa í Búsetaíbúð á Akureyri og þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim veraldlegum hlutum eins og málun fyrir jól.
Bloggið þitt er hverjum manni hollt að lesa þó ekki nema væri til að fá fleiri sjónarhorn til að skoða. Oft er ég sammála og stundum ekki en ég fer ekki á límingunum þó svo sé og ber fulla virðingu fyrir öðrum skoðunum. Ég hef meiri áhyggjur af bloggum annara sem horfa á heimin í gegnum rör með svartri blæu á endanum. En hverjum er ekki svo sem sama hvað mér finnst?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 10.11.2010 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.