Bifrastarbullið enn í skoðun?

"Magnús Árni Magnússon, rektor Bifrastar, vill ekki tjá sig um slit á sameiningarviðræðum Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík."

Inn og út um gluggann, inn og út um gluggann og allir sína leið.

Gæti þessi Magnús Árni verið framsóknarmaður?

Hann er búinn að tjá sig heilmikið um þessi mál, bæði með og á móti, en nú er mál að linni og hann vill draga djúpt andann. Verði honum súrefnið að góðu.

En vinnunni heldur hann ekki.

Magnús Árni er búinn að tala í heilan hring, ef ekki tvo eða fleiri.

Háskóladæmið á Bifröst er best gleymt.

Önnur eins vitleysa hefur aldrei rekið á fjörur Íslands.

Kannski þó Jörundur Hundadagakonungur og allir vita hvernig það fór!

 


mbl.is Dragi djúpt andann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björn, mér þykir þú tala ansi fjálglega um þá merku stofnun sem Háskólinn á Bifröst er og hefur verið langt á heila öld. Það ætti að vera ljóst að Magnús Árni er ekki að spyrna við til þess að halda vinnunni enda hefur hann ekki átt í erfiðleikum með að verða sér útúm viðurværi hingað til og ekki ástæða til að ætla að hann verði svo fjáður á þessu starfi að það útskýri hvers vegna hann vill ekki leggja skólann niður að mestu.

Það vita þeir sem lagt hafa stund á nám við skólann að hann er einstakur að svo mörgu leiti, vinsamlega lítilsvirtu það ekki án þess að færa fyrir þvi heilstæðari rök heldur en þú gerir í þessum fáu og samhengisrýru orðum.

Axel Óli (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 23:10

2 identicon

Magnús Árni hefur hingað til verið gallharður krati og Samfylkingarmaður.

Ekki að það skipti öllu máli. En þegar ljóst var að þær áætlanir sem gengið var út frá í upphafi af hálfu Magnúsar hvað varðar mögulega sameiningu og samvinnu háskólanna voru ekki að ganga upp- heldur var ætlunin að innlima Háskólann á Bifröst inn í HR - þá sagði Magnús Árni hingað og ekki lengra.  Held að flestur núverandi og fyrrverandi nemendur á Bifröst séu sammála því að staldra við.

Hvað varðar orð þín um Háskólann á Bifröst - þá er staðreyndin sú að nemendur þaðan hafa fram til þessa staðið sig framúrskarandi vel í atvinnulífinu.

Hallur Magnússon (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband