Þarf einhvern í þann drátt? Sér hún ekki um hann sjálf?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir einnig athugasemdir við skipan sérfræðingahópsins. Þar hafi setið menn sem gæti hagsmuna lánveitenda. „Maður veltir fyrir sér hvort verið sé að draga stjórnarandstöðuna á asnaeyrunum," segir hann.

Þarf einhvern í þann asnaeyrnadrátt? Sér hún ekki um hann sjálf? Veit ekki betur.

Ólíkur tónn í formanni Framsóknarflokksins og Ólöfu Nordal, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, varðandi þessa útreikninga.

Ólöf tjáir sig um þessa útreikninga eins og frelsuð manneskja, en Sigmundur Davíð sekkur dýpra í drullufen þeirrar stotgrafar, sem fyrir náði honum í punghæð. Fastur í drullusvaði skotgrafarinnar gerir hinn ungi og óreyndi formaður svo sem ekkert af sér, en telst ekki líklegur til að hjálpa öðru fólki, vegna eigin erfiðleika.

Skulduga fólkið sér þetta allt.

Veit ekki hvort það grætur eða hlær.

Ef húmorinn hverfur á braut er allt um þrotið.

Líka fylgi Framsóknarflokksins.

 


mbl.is Útreikningar sem ekkert segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það þarf auðvitað húmor til að kjósa Framsóknarflokkinn Björn. En ansi geggjaðann og súrrealískan þó....

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 23:27

2 identicon

Niðurfærsla skulda um 20% kostar 180 ma. króna og gagnast fáum, kannski 15% alls almennings. Hægt er að hjálpa þeim sem verst eru staddir fyrir 10% af 180 ma. króna og það gagnast flestum þeim sem verst eru staddir. Hversvegna kemur Framsókn með þessa 20% niðurfellingu fyrir alla? Jú vegna þess að þeir meina ekki rassgat með því, en jólasveinninn sem er með pakka fyrir alla er líklegastur til vinsælda, sá sem er bara með pakka fyrir börn og til þeirra sem minnst mega sín eru ekki eins vinsælir. Allt gengur þetta út á popúlisma, við étum hann hins vegar ekki.

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:28

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ætlið þið herramenn hér að ofan að útskýra fyrir mér hvernig það gagnast mér ekki að hafa 30.000 kr meira til ráðstöfunar á mánuði. Ég er ekki með yfirveðsetta eign, get svona nokkurn vegin greitt af lánunum en geri ekki mikið annað. Ég fæ ekki neina aðstoð né leiðréttingar vegna þess að veðhlutfall er jákvætt.

Ég væri sko til í15-20% leiðréttingu á verðbótum sem hafa hlaðist á höfuðstólinn. Hverskonar málflutningur er þetta eiginlega hjá ykkur 

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2010 kl. 23:40

4 identicon

SS, og hver á að greiða fyrir þig? Lífeyrissjóðir og þeir sem þrælað hafa sér út um áratugi, eins og ágætur hagfræðingur sagði eitt sinn "there is no free lunch" hverskonar málflutningur er þetta hjá þér?

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:45

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Heyrðu SSpé heldur þú að ég sé ekki búin að borga í þennan fokking lifeyrissjóð eins og aðrir landsmenn. Heldur þú virkilega að ég sé ánægður með hvernig þeir hafa fjárfest. 

Hvern fjandan kemur lífeyrissjóðurinn mínu láni við. Það er hjá Aríon banka sem keypti það á 55% afslætti og ætlar að rukkar mig í botn. Ég bauð þeim að kaupa lánið tilbaka með 45% afföllum og mér þótti þér græða nóg samt. Nei ekki séns sögðu þessi bófar enda þurfa þeir menn eins og mig til að geta afskrifað skuldir Baugsfeðga og Björgúlfsfeðga að maður tali nú ekki um uppáhalds útrásarvíkingin þeirra Óla Óla.

Þetta er ekki búið ef að lántakar eins og ég segjum hingað og ekki lengra og hættum að borga, hvað ætlið þig spéfuglarnir að gera þá. Þig getið þá tekið þessa feitu lífeyrissjóði ykkar og troðið þeim þar sem sólin skín ekki. 

Ef það verður ekkert leiðrétt þá hættum við einfaldlega að borga. 

Sigurður Sigurðsson, 11.11.2010 kl. 00:02

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ágæt skoðanaskipti hér. Endilega nýtið þennan vettvang. Hér eru allir velkomnir. Svo er víst ekki alls staðar. Þakka öllum ágæt innlit.

Björn Birgisson, 11.11.2010 kl. 00:25

7 Smámynd: Gissur Jónsson

Það er skömm að því Björn að í dag má ekki vera ósammála (og sérstaklega ekki ósammála ríkisstjórninni) án þess að vera kominn í skotgrafarhernað. Ég vona að þú hafir ekki gleymt því að eitt af því sem olli hruninu var skortur á gagnrýni og sem betur fer gagnrýnir Sigmundur Davíð það sem honum finnst rangt. Jafnframt færir hann rök fyrir því að hann er ósammála þessum niðurstöðum.

En það er ekki nóg að gagnrýna og ég efast ekki um þú "áhugasamur um þjóðmál" hafir þegar kynnt þér efnahagstillögur Framsóknar og tillögur að þjóðarsátt sem Framsókn hefur einnig lagt fram.

Hvað varðar lífeyrissjóðina sem Spéfugl vitnar til þá veit ég ekki betur en að þeir hafi bólgnað vel út í aðdraganda hrunsins og á þeim hafi í raun orðið óeðlilega mikil ávöxtun. Er þá ekki sanngjarnt að þeir taki líka á sig skuldbindingar?

Gissur Jónsson, 11.11.2010 kl. 00:28

8 Smámynd: Björn Birgisson

Gissur Jónsson, í mörg ár hefur Framsókn ekki verið fyrir mig og það hefur ekkert breyst. Að mínu mati væri ágætt að hluti Framsóknar hyrfi inn í Sjálfstæðisflokkinn, en hugsandi fólkið í flokknum færi til stuðnings vinstri aflanna í landinu. Framsóknarflokkurinn nú er bara tímaskekkja. Hver þarf á honum að halda?

Þjóðin? Nei.

Ég? Nei.

Þú? Kannski, en á hvaða forsendum?

Í stjórnmálum verða allir að þekkja sinn vitjunartíma og hvenær hann rennur út.

Framsóknarflokkurinn er á síðasta söludegi.

Björn Birgisson, 11.11.2010 kl. 01:18

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Björn - Ólöf þurftir ekkert að frelsast - hún er bara skynsöm eldklár kona sem fagnar því að loksins komi eitthvað frá stjórninni sem unnt er að ræða -

Þegar Ólöf gagnrýnir þá er full ástæða til - hún vegur og metur og tekur sínar akvarðanir að því loknu.

Fetum í hennar fótspor - höldum ró okkar - látum kaldastríðsyfirlýsingar á hilluna - sjáum hvað kemur út úr þessari vinnu -

þessari vinnu sem má ekki taka langan tíma - þetta er allt búið að dragast alltof lengi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.11.2010 kl. 07:32

10 identicon

Sammála Sigurði.

Fólk í hans stöðu, sem ég er reyndar sjálfur í, er hópur sem lendir milli kerfa allsstaðar.

Þessi hópur hefur tapað mjög miklu, allavega ég, en við vorum sæmilega stæður og eðlilega veðsettur hópur fyrir hrun.

Þannig að í dag stöndum við á núlli, höfum tapað allri okkar eign vegna lyga og blekkinga ráðamanna og fjármálamanna Íslands árin 2000-2010.

Er það núna talið eðlilegt að gjaldmiðill falli um 60% á einu ári ?? 

P.S

Spéfugl...there is no free lunch er einungis yrðing sem er notuð til að láta almúgann sætta sig við niðurskurð !!

Málið er nefnilega að það ER til inneign fyrir ókeypis máltíð, en einungis fyrir útvalda, ekki almenning !! 

runar (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 09:15

11 Smámynd: Gissur Jónsson

Ég treysti mér nú ekki til að láta frá mér fullyrðingar í nafni heillar þjóðar en veit þó að Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að vinna að heill þjóðarinnar allrar. Hvort að hinn og þessi einstaklingur þurfi á honum að halda er annað mál enda eðlilegt að menn hafi mismunandi skoðanir. Og enn síður ætla ég að taka að mér að skipta fólki í hópa eftir getu til hugsunar.

Jafnframt þætti mér það ekki auka á lýðræðið í landinu að eini miðjuflokkur landsins hyrfi af sjónarsviðinu og t.d. yki þar með völd Sjálfstæðisflokksins sem mér þykir nógu stór nú þegar. Væri sorglegt að missa málsvara skynsemi og samvinnu milli hægri og vinstri og fækka þar með tækifærum fólks í landinu til að koma skoðunum sínum á framfæri. Persónulega er ég ekki hrifinn af tveimur stórum blokkum sem skilgreina sig til hægri og vinstri. Svo fer allur tími þeirra í að berja hvor á öðrum á kostnað málefnalegrar umræðu og lausna á þeim málum sem upp koma.

Hversu oft höfum við ekki orðið vitni að því í "umræðuþáttum" í fjölmiðlum að tveir einstaklingar á gjörsamlega öndverði skoðun eru fengnir til að "ræða" saman í svo sem korter og niðurstaðan er engin! Þeir eru nákvæmlega jafn ósammála og þeir voru fyrir. Og þjóðin í landinu? Nákvæmlega jafn langt frá því að fá sómasamlega umræðu og niðurstöðu í málið.

Gissur Jónsson, 11.11.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband