Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra

"Ákvörðun um að Ísland verði með á lista þjóða sem styðja innrásina í Írak var tekin 17. mars árið 2003 og rædd á ríkisstjórnarfundi daginn eftir."

Allir vita að lýðræðið var fótum troðið í Írak undir stjórn Saddams sáluga og að þess vegna var miklu meira en sjálfsagt að fótum troða lýðræðið hér heima, ef það mætti leiða til þess að hörmungum Íraka linnti. Sjálfsagt var það hugsunin, ef á annað borð var nokkuð hugsað. Kannski um merkilegri hluti að hugsa á þessum tíma.

Hvenær voru bankarnir einkavæddir?

Helstu taglhnýtingar Kananna hérlendis létu þá stjórna sér algjörlega í þessu máli, enda að einhverju leyti ófærir um að stjórna sér sjálfir, eins og dæmin sanna.

Tvennt fór einkum úrskeiðis í Írak. Þeir áttu ekki vopnin sem búið var að ljúga upp á þá og þeir voru allt of duglegir að hlaupa fyrir byssukúlur innrásarliðsins, sem þó reyndi að einbeita sér að því að drepa bara hermenn. Úr varð slátrun, kannski ekki ósvipuð slátrun krossfaranna, ekki svo fjarri landfræðilega, en því fjær í tíma.

Hvað sagði ekki frelsarinn: Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.

Það hef ég gert og nú tel ég Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson á meðal bestu sona þessarar þjóðar. Cool


mbl.is Eingöngu pólitískur stuðningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú jæja.. Ég hélt að helgin væri ekki byrjuð ?

hilmar jónsson, 11.11.2010 kl. 22:51

2 identicon

Fyrirgefningu á ekki að hugleiða í þessu tilfelli fyrr en hlutaðeigendur fara fram á hana og játa jafnframt að þeim hafi orðið verulega á í messunni. 

Þá fyrst er hægt að hugleiða hvort þeim verið fyrirgefið yfir höfuð.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 22:51

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, fyrirgefningin er ekki bundin við helgarnar! Þessi færsla mín undirstrikar bara eitt. Hvað ég get verið vitlaus, en ótrúlega víðsýnn, sérstaklega í þoku fortíðarinnar!

Björn Birgisson, 11.11.2010 kl. 23:03

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, er ekki alltaf verið að tala um sprota og frumkvöðla nú um stundir. Vildi bara vera aðeins á undan!

Björn Birgisson, 11.11.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband