Hvaða órólegur tryggingasvikari kærði VÍS?

"Persónuvernd telur, að svonefndur svikahnappur á vef Vátryggingafélags Íslands (VÍS) samrýmist ekki reglum. Þá telur stofnunin að tryggingafélagið hafi það ekki á sínu valdi, að heita tilkynnendum trúnaði sem ekki samrýmist lögum." segir Mbl.is

Stundum verður maður alveg gáttaður þegar lesið er um hin ýmsu viðfangsefni stofnana ríkisins. Af hverju mega tryggingafélögin ekki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta tryggingasvik og glæpi? Öllum til hagsbóta, en svikurunum til armæðu.

Er ekki löggan með einhvern fíkniefnasíma, þar sem heitið er trúnaði og nafnleysi virt? Gott ef ekki skatturinn líka í sínum málum.

Hvaða órólegur tryggingasvikari skyldi hafa kært VÍS fyrir Persónuvernd? Eigum við kannski að trúa því að Persónuvernd hafi tekið þetta mál upp að eigin frumkvæði. Öldungis ekki.

Það hefur enginn venjulegur borgari kært eða kvartað, því flest almennilegt fólk fagnar sérhverri leið til að koma upp um svikara. Svik og prettir á tryggingamarkaðnum hækka iðgjöld heiðarlegs fólks. Það þarf ekki doktorsgráðu til að skilja það.

Glæpum mun ekki fækka í þjóðfélaginu okkar fyrr en það verður hættulegra að vera glæpamaður en fórnardýr!

Hvenær ætla stjórnvöld að hætta linnulausu dekri við hyski og glæpalýð þessa lands og fara að snúa sér í meira mæli að heiðarlegu fólki og málefnum þess?

Engu er líkara en að hérlendis njóti aðilar, sem aldrei geta farið að lögum, meiri verndar en svokallaðir fyrirmyndarborgarar, sem horfa upp á atganginn fullir undrunar.

Viljum við hafa það svo?

PS. Taktu þátt í könnun hér til vinstri!

 


mbl.is Svikahnappur andstæður lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagan segir að forstjóri Persónuverndar sjái bara í beinni línu og því séu úrskurðir þaðan svolítið á skjön við skynsemi. 

Annars get ég ekki tekið þátt í könnuninni því enginn möguleiki er atkvæðis verður.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 18:58

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér innlitið, Jón Óskarsson, sem stundum áður. Hvenær ætlar þú að stofna til þinnar eigin síðu á blogginu? Var ég ekki búinn að leggja þessa spurningu fram áður? Alltaf sem biluð plata hann Björn! Konan staðfestir það!

Björn Birgisson, 12.11.2010 kl. 19:10

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Sæll Björn - hér er alnafni hins - en þessi með sína eigin síðu.

Ég er ekki sammála ykkur með þessa hnappa hjá TR, VMST, VÍS, skattinum og fleiri aðilum.  Þetta byrjaði allt í kringum hrun og lyktar af persónunjósnum svipað og tíðkuðust í Austur-Þýskalandi og fleiri löndum á kaldastríðsárunum.   Ég er algjörlega á móti öllu svindli á bótakerfi og slíku og hef megnustu andstyggð á því þegar er að svindla á kerfinu t.d. með því að svindla sér inn á örorkubætur og veldur því að þeir sem virkilega þurfa á slíku að halda fá minna í sinn hlut.

Afleiðingin af svona hnöppum er að fólk er meira og minna að senda inn ábendingar um þá sem því er illa við - um nágranna sína, eða óvini.  Milli 50 og 70% af ábendingum sem komið hafa inn til VMST reyndust ekki á rökum reistar og er þó nóg svindlað á því kerfi.

Aðilar þurfa að finna aðrar og skilvirkaði leiðir svo sem öflugt innra eftirlit sem virkar, til þess að koma í veg fyrir að svindlað sé á þeim.

Jón Óskarsson, 13.11.2010 kl. 00:47

4 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Jón Óskarsson II með síðuna. Þú segir: "Milli 50 og 70% af ábendingum sem komið hafa inn til VMST reyndust ekki á rökum reistar og er þó nóg svindlað á því kerfi."

Hvaðan hefur þú þær upplýsingar, minn kæri?

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 00:58

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er ekki sannfærður um að svona "njósnaðu um nágranna þinn" eftirlit sé til þess fallið að skila árangri. Það er búið að þaulreyna það í Austur-Þýzkalandi.

Jón Óskarsson hinn fyrri: Hvað er "óskynsamlegt" við það að sjá í beinni línu? Er skárra að sjá tvöfalt eða hvað? (Getur verið gaman en á lítið skylt við skynsemi... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2010 kl. 02:10

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Björn.  Þær upplýsingar hafa komið frá Vinnumálastofnun í fjölmiðlum.   Það er nefnilega eins og Guðmundur segir hér að framan ekki endilega best fallið til að skila árangri að nota aðferðina "njósnaðu um nágranna þinn".   Endurtek og stend við allt sem ég sagði hér 13. nóv.

Jón Óskarsson, 7.12.2010 kl. 00:16

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ja, hérna.

Björn Birgisson, 7.12.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband