Fnykur gýs upp

"Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, hefur ásamt erlendum fjárfestum greitt 430 milljónir króna til Arion banka fyrir helmingshlut í færeyska verslunarfélaginu SMS. SMS er stærsta verslunarfyrirtæki í Færeyjum og rekur meðal annars verslanir undir nafni Bónuss.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóhannesi nú fyrir stundu. Jóhannes segir SMS félag sem sé í góðum rekstri og með sterkan efnahag. Velta félagsins á þessu ári sé um 7 milljarðar íslenskra króna og það sé skuldlaust. Því sé þetta spennandi verkefni og félagið hafi áhuga á að auka innflutning á íslenskum vörum til Færeyja.

SMS rekur níu verslanir í Færeyjum, ásamt því að reka framleiðslubakarí og kjötvinnslu.

Í samtali við DV í lok ágúst, þegar Jóhannes hætti hjá Högum, sagði hann SMS vera fyrstu útrásina frá árinu 1991-1992." segir dv.is

Samkvæmt skilningi flestra á Jóhannes að vera gjaldþrota. Samt kaupir hann. Hver lánar honum fjármuni, eða á hann bara lykla að sléttfullum bankahólfum sem vel hefur verið troðið í, í gegn um árin? Bankahólf á Íslandi og erlendis?

Kaupin á SMS lykta af 2007 ruglinu og spillingunni.

Fnykur fyrir mér.

PS. Taktu þátt í könnun hér til vinstri!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Heyrðu Björn minn góður. Hefur þú aldrei heyrt minnst á peningatré? Jóhannes var  séður, fékk sér þannig jurt og nýtur nú ávaxtanna.

ps. Er með nokkur peningatré til sölu. Gott verð ef samið er strax.

Grefill, 12.11.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Björn Birgisson

Grefill, eina jurtin sem ég veit að er að ávaxta sig um þessar mundir, er kannabisjurtin. Græðlingar hennar virðast vera um alla höfuðborgina. Í íbúðum, bílskúrum, sumarhúsum og Guð má má vita hvar.

Hvað kostar græðlingurinn hjá þér?

Björn Birgisson, 12.11.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband