16.11.2010 | 15:45
Þorsteinn skynsamur í Valhöll
Þorsteinn Pálsson fjallaði líka um breytingar sem Íslendingar þyrftu að gera á stjórnkerfi sínu til að fá aðild að tollfrjálsum markaði Evrópusambandsins. Hann sagði mikinn ávinning af því fyrir Ísland að fá tollfrjálsan aðgang að markaði ESB.
Þessi frétt segir mér að málflutningur Þorsteins hafi einkennst af skynsemi fremur en pólitík. Auðvitað þurfum við að gera ýmsar breytingar í takt við það sem aðrar þjóðir eru að gera, hvort sem við göngum í ESB eða ekki.
Ekki verra að fá styrki á móti kostnaðinum. Býst við að allir fundargestirnir í Valhöll viti hve nauðsynlegt getur verið að fá styrki til góðra mála, án þess að láta kaupa sig.
Tollfrjáls aðgangur að mörkuðum ESB! Það hljómar eins og fegursta tónlist í eyrum!
Var ekki ræðu Þorsteins vel tekið í Valhöll með góðu lófaklappi í lokin?
Frestun veikir okkar samningsstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er ekki í Valhöll hæfur þessi maður. Af hverju gengur hann ekki úr Sjálfstæðisflokknum? Veit hann ekki af hinu hrikalega fullveldisréttinda-afsali sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi við ESB?
Þorsteinn er afturhaldsmaður. Það er ekki hægt að kalla þá stefnu að fyrirgera æðsta löggjafarvaldi landsins, sem og að svipta það sjálfsforræði, neinu skárra nafni en ótrúlega afturhaldsstefnu.
Jón Valur Jensson, 16.11.2010 kl. 18:22
Jón Valur, Þorsteinn er vel gerður og greindur maður sem sómir sér vel í Valhöll sem og hvarvetna annars staðar. Ef hann er afturhaldsmaður, hvað ert þú þá sjálfur? Hvað ert þú að skipta þér af því hverjir eru í Sjálfstæðisflokknum og hverjir ekki? Ert þú ekki fyrir löngu farinn úr þeim flokki?
Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 18:29
Ég hélt að innan Sjálfstæðisflokksins væri leyfilegt að vera með mismunandi skoðanir (þó það virðist ekki gerast mjög oft) sbr. Þorsteinn, Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðs o.fl. Er það vitleysa hjá mér? Er Jón Valur að kalla alla Sjalla sem styðja aðildarviðræður afturhaldsmenn?? Furðulegt!
Skúli (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 19:52
Skúli, finnst þér það furðulegt? Þá þekkir þú Jón Val Jensson lítið! Mér vitanlega er hann einn mesti afturhaldspúki sem nú spókar sig um grundir föðurlandsins okkar!
Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 20:12
Allar þjóðir sem hafa gengið ESB á hönd eru á vonarvöl.
Höfum við ekki ENN FENGIÐ NÓG AF SVIKUM OG PRETTUM ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 16.11.2010 kl. 22:41
ESB-innlimunarsinnar eru EKKI sannir sjálfstæðismenn.
Sannir Sjálfstæðisflokksmenn eiga að vera sannir sjálfstæðismenn, ella vinna þeir gegn flokknum með því að sýna, að hann stendur ekki undir nafni.
Farið inn á tilvísuðu tenglana frá mér í 1. innleggi, þá skiljið þið kannski hvað ég meina.
Enda ber þetta með áríðandi tilkynningum frá æðstu mönnum Evrópubandalagsins: "Wir müßen Großmacht werden!" – stórveldisdraumur Evrópubandalagsins (Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins 1985–1995) ... og:
Barroso “forseti” talar um “heimsveldi” (empire) sitt (hann er forseti framkvæmdastjórnar ESB frá 2004).
Ætlarðu nokkuð, Björn, að hrista haus við þeirra boðskap?
Jón Valur Jensson, 16.11.2010 kl. 22:48
Erla Magnea, nefndu þessar "allar þjóðir" sem eru á vonarvöl og gerðu jafnframt grein fyrir stöðu þeirra fyrir inngönguna. Getur þú það, mín kæra?
Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 22:50
Jón Valur, ég ætla bara að hrista haus yfir því hvern andskotann þú ert að þvælast á minni síðu! Ertu kannski að spá í IP tölurnar til að koma þér á framfæri við hundruð manna og kvenna fyrir kosningarnar til Stjórnlagaþingsins? Í guðanna bænum gerðu það á eigin síðu. Á þessari síðu er flest betra að þér slepptum. Frekar fer ég í ískalda sturtu en að fara inn á alla ruglutenglana þína. Vertu svo bara úti að leika þér!
Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.