16.11.2010 | 20:02
Stundum væri gott ef stjórnvöld byggju yfir snilld glæpamannanna!
Íslendingurinn sem framseldur var frá Venesúvela er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli, sem er til rannsóknar hjá lögreglu, en talið er að sviknar hafi verið 270 milljónir króna út úr virðisaukaskattskerfinu með aðstoð innherja hjá skattinum, en "störf" hans leiddu til áfallahjálpar fyrir allt starfsfólkið, eins og frægt varð af fréttum!
Ef marka má nýjar og eldri fréttir af þessu mikla fjársvikamáli, þá er það með beina tengingu í eiturlyfjaheiminn. Gríðarlega fjármuni þarf til innkaupa á óþverranum og peningar liggja ekki á lausu út um allar koppagrundir.
Hvað er þá til ráða?
Setjast niður, hugsa og pæla. Koma síðan með ótrúlega snjalla fléttu og hugmynd. Svo sem ekkert síðri fléttu en bankaránin innanfrá, sem rifjuð voru upp í aðgerðum Sérstaks saksóknara í dag!
Auðvitað "Allir vinna" átakið. Virðisaukinn endurgreiddur af allri vinnu iðnaðarmanna. Ekki flókið að falsa nokkra reikninga! Kaupa einn starfsmann hjá skattinum og málið í höfn! Gangverð slíkra skattmanna hefur þó ekki verið gefið upp.
Láta Ríkissjóð Íslands fjármagna viðskiptin!
Ríkissjóður Íslands fjármagnar neyslu og innflutning, á sama tíma og löggæslan er skorin niður!
Þvílík úthugsuð snilld!
Þvílíkt plan!
Sem gekk ágætlega, þar til græðgin varð hinum grunuðu að falli.
(Endurbirt, nokkuð breytt)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo satt hjá þér Björn minn1 Hvað skyldi ekki vera búið að fjármagna með þessari aðferð og í hvað mörg ár hefur þetta gengið ?
Eyjólfur Jónsson, 16.11.2010 kl. 21:02
Eyjólfur, "Allir vinna" prógrammið er ekki gamalt. Um svindl á öðru veit ég lítið. Veit þó að ef hægt er að svindla á einhverju verða alltaf einhverjir til þess!
Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.