Vopnlaus, vinafá þjóð getur aðeins varið sig með öflugri löggjöf

"Alþingi afgreiddi í kvöld lagafrumvarp, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði fram í dag og ætlað er að bregðast við tveimur dómum áfrýjunardómstóls í Frakklandi í byrjun nóvember."

Ísland er vopnlaus og vinafá þjóð og getur því aðeins varið sig með öflugri löggjöf. Gott hjá Alþingi að hraða þessu í gegn, en fjandi var þar þunnskipaður þingbekkurinn.

Var kokteilpartý í einhverju sendiráðanna, eða hvar var allt stuðið?

Árni Páll Árnason er allur að færast í aukana, sem og ríkisstjórnin öll. Ef hægt er að stíga fastar á atvinnupinnann, helst reka hann í botn, eru hér bjartir tímar framundan undir stjórn Jóhönnu og Steingríms. Kannski fer velferðin úr vörn í sókn fyrr en útlit er fyrir.

AGS úr landi og gamla sukkið hefst á ný!

Eyða meiru en aflað er, lifa flott á lánum eins og útrásarvíkingarnir! Börnin og barnabörnin borga umframneysluna um leið og þau kroppa Icesave reikningana niður.

Dugnaðarkrakkar!

Segi nú bara svona.

Auðvitað er allur andskotinn að og margar hindranir handan við annað hvert horn!

Ögmundur til dæmis!

Ekki er svo stjórnarandstaðan upp á marga gullfiskana!

Meira svona í skötulíki!


mbl.is Frumvarp vegna franskra dóma orðið að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef aðeins Pólverjar hefðu haft slíkan snilling eins og þig árið 1939. Þeir hefðu getað bannað Hitler með lögum og sleppt því að kaupa skotfæri og byssur.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 22:49

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er þetta ekki dæmigert. Alltaf verið að bregðast við og stoppa í göt forheimskunnar í staðinn fyrir að vinna hér af fagmennsku frá upphafi. Ef við þurfum að stóla á lögin og lagatæknana Björn, þá er eins gott að gefast upp strax og ganga í ESB. nei ég segi bara svona

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Björn Birgisson

Pétur Guðmundur, Pólverjar hafa alltaf verið óheppnir. Rétt eins og ég var kannski óheppinn að opna fyrir færslur þínar, en það gerði ég bara af víðsýni minni, enda líkar mér illa við öll boð og bönn. Gaman að sjá þig, svo lengi sem þú kannt þig! Sniðug hugmynd hjá þér að banna Hitler, hélt kannski að þú værir meira skotinn í honum en þú vilt vera láta! Pólverjar kunna ósköp lítið að fara með skotfæri og byssur. Þeirra snilld fellst meira í að stela hver frá öðrum! Og okkur, svona í seinni tíð!

Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 23:26

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes Laxdal, hafðu engar áhyggjur. ESB staðan núna segir nákvæmlega ekki neitt. Lastu ekki fréttina um Þorstein Pálsson í Valhöll í dag? Eftir nokkur misseri, að mér gengnum, mun Ísland ganga inn í báknið, hvað sem tautar og raular nú, á haustmánuðum 2010. Það stefnir allt í það. Tollafríðindi og alles í boði.  

Björn Birgisson, 16.11.2010 kl. 23:33

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég sá að einhverjir vilja reka Þorstein úr Sjálfstæðisflokknum og setja á hann nálgunarbann. Svona menn eiga náttúrulega ekki að snúa aftur í Valhöll.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2010 kl. 23:54

6 Smámynd: Björn Birgisson

Einhverjir? Hverjir?

Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 00:15

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til dæmis vinur þinn hann Jón Valur en óvildin dafnar víða. Þetta ástand er að verða pínlegt. Getur svona lítil þjóð lifað af tíma eins og þessa Björn?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.11.2010 kl. 00:23

8 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes Laxdal, hafðu hlutina á hreinu. Jón Valur er ekki vinur minn, hefur aldrei verið og mun aldrei verða. Þú spyrð: "Getur svona lítil þjóð lifað af tíma eins og þessa Björn?"

Mitt svar er þetta : Auðveldlega, við förum bara aftur í sjarma torfkofanna og fátæktarinnar og vinnum okkur svo rólega upp aftur. Hver þarf jeppa? Hver þarf flatskjá? Hvað er að hestakerrunum og óravíddum útsýnisins á landinu okkar fagra?

Stundum dauðöfunda ég forfeður okkar og þeirra einfalda lífsstíl.

Hvernig erum við fremri þeim?

Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 00:37

9 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég var nú meira að velta fyrir mér þjóðarhugtakinu. Ekki efnahag eða veraldlegum gæðum. Það er ekki margt sem sameinar þessa þjóð í dag. Mér datt í hug hvort við þyrftum ekki að krossfesta einn sakleysingja og tvo ræningja til að efla siðferðið og samkenndina. Þetta gafst vel fyrir 2010 árum og nú er ástandið síst skárra

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.11.2010 kl. 00:49

10 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Ég mæli ekki með krossfestingum. Þið sjáið hvaða afleiðingar það hafði í för með sér síðast.

Heiðar Sigurðarson, 17.11.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband