Norræni hægriflokkurinn á Íslandi

Þann 1. desember árið 2008 stofnaði Friðrik Hansen Guðmundsson, byggingaverkfræðingur, flokk sem hlaut nafnið Norræni hægriflokkurinn og gerðist jafnframt fyrsti formaður flokksins.

Á heimasíðu flokksins kemur fram að þann 19. febrúar síðast liðinn voru skráðir flokksfélagar 149 talsins, sem varla getur nú talist margmenni.

Friðrik Hansen Guðmundsson er nú frambjóðandi til Stjórnlagaþingsins og í kynningu á sjálfum sér, af því tilefni, telur hann upp eitt og annað sem hann hefur verið að bralla um ævina og er það áhugaverð lesning. Maðurinn greinilega harðduglegur og fjölhæfur.

Ekki gat ég þó séð að hann minntist þar einu orði á Norræna hægriflokkinn, sem hann þó stofnaði sjálfur fyrir rétt tæpum tveimur árum.

Sjá nánar, ef vilji er til að lesa meira:

http://www.ihaldsflokkurinn.net/

http://www.fridrik.info/

http://fhg.blog.is/blog/fhg/about/

Því spyr ég, mikill áhugamaður um hægri mennskuna:

Er Norræni hægriflokkurinn dauður eða lifandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Björn og takk fyrir spurningarnar og áhugann.

Norræni hægriflokkurinn er á lífi og hópur fólks hittist reglulega þessi misserin og er að undirbúa næstu skref. Við ætlum okkur samt fyrst að vinna ákveðna heimavinnu áður en við förum í gang með frekari kynningu. 

Á heimasíðunni minni, www.fridrik.info þar geri ég grein fyrir þátttöku minni í félagsmálum undir tenglinum "Um Friðrik" og síðan "Félagsmál" sjá nánar hér: http://www.fridrik.info/index_files/Page708.htm

og þar er sagt frá Norræna hægriflokknum/íhaldsflokknum.

Eins er tenging inn á Norræna hægriflokkinn á blogginu mínu undir "Mínir tenglar" þannig að það er alls ekki að ég sé að fela neitt um þetta mál, þvert á móti.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.11.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Björn Birgisson

Friðrik Hansen, þakka þér fyrir þetta.

Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 602485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband