17.11.2010 | 17:59
Engin furða að virðing Alþingis mælist við frostmark
"Formaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í dag, að sósíalistar og stórkapítalistar hefðu nú náð saman um tvö verkefni: Að koma skuldum gjaldþrota banka yfir á almenning og koma í veg fyrir almenna skuldaleiðréttingu."
Það virðast engin takmörk fyrir því hvað menn geta látið út úr sér á Alþingi til að koma höggi á andstæðinga sína í pólitík. Til að meiða, særa og skemma. Þá skiptir sannleikurinn engu máli. Bara böðlast áfram með eitthvert drullumall, sambland af sannleika, hálfsannleika og hreinni lygi. Engin furða að virðing Alþingis mælist við frostmark.
Svo kom Vigdís Hauksdóttir, lýðskrumsdrottning þingsins, og flaðraði upp um löggæsluna í landinu til sjós og lands, í þeirri veiku von að einhverjir kjósendur bitu á agnið. Hún er að verða svo fyrirsjáanleg, stúlkan sú, að ekki er annað hægt en að brosa að bjálfalegum bægslaganginum í henni.
Fyrr má nú aldeilis fyrrvera!
Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, mætum á Austurvöll fimmtd. kl.14.00, til að biðja þingmenn um Frjálsar handfæra veiðar,
sem leysa fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga!
Aðalsteinn Agnarsson, 17.11.2010 kl. 20:01
Aðalsteinn minn, þú mætir, ég verð bara í vinnunni minni! Þú veist að ég styð þig heilshugar í baráttunni. Það er nægur þorskur í sjónum fyrir ykkur krókakarlana og alla hina!
Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 20:06
Vildi að þingmenn væru eins og þú, Björn minn, þá væri gott að lifa á Íslandi!
Aðalsteinn Agnarsson, 17.11.2010 kl. 20:19
Æi, hvað þetta var sætt af þér, Aðalsteinn minn! Þú veist þó að völd spilla!
Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.