Fáum við eldflaugaskotpall í hvern landsfjórðung?

Varnir Íslands eru ekkert gamanmál í margra augum, en það verður að segjast eins og er, að margt sem tengist þeim verður all spaugilegt við nánari skoðun.

Kanarnir voru hér áratugum saman og sáu um varnir landsins og fólki var talin trú um að vera þeirra hér væri nauðsynleg í stórhættulegum heimi.

Svo datt þeim í hug að spara svolítið, breyta til og kölluðu herinn burt og skildu landið varnarlaust eftir. Ekki datt stjórnvöldum í hug að auglýsa eftir nýjum her, enda vitað að framboð væri takmarkað og því til lítils að kalla eftir nýju herliði frá Nató. Mest var muldrað út af atvinnumissi á Vellinum, enda herinn aldrei hér til annars en að láta blóðmjólka sig.

Kanarnir á Miðnesheiðinni voru aðallega að leika sér þar á herþotum og sagðir vera að fylgjast með hættulegum rússneskum kafbátum lengst út í ballarhafi.

Svona í framhaldi af því útsýnisflugi öllu datt einhverjum snillingi í hug að það flug mætti ekki detta alveg niður. Því var samið við Nató um svokallaða loftrýmisgæslu til að tryggja varnir þjóðarinnar. En gæslan sú er dýr og því skiptast þjóðir Nató á um að sjá um hana. Flesta daga er þjóðin stórhættulega óvarin, en gríðarlega vel varin þegar gestirnir frá Nató dvelja hér og stunda öldurhúsin, með tilheyrandi kvennafari á kvöldin.

Nú er rætt um eldflaugaskjöld Nató. Er það ekki eitthvað fyrir okkur? Mikil vinna við byggingu skotpalla og nauðsynlegrar aðstöðu. Rekstur ratsjárstöðva og þjónusta við hina erlendu dáta, sem sjá um að þurrka rykið af flaugunum sem aldrei verður skotið. Mikil vinna og erlent fjármagn streymir inn í landið!

Hvað ætli við getum fengið marga svona skotpalla inn í landið? Í hvern landsfjórðung kannski? Þá værum við líka varin alla þá daga sem loftrýmisgæslumennirnir eru uppteknir við að verja annað fólk annars staðar í heiminum.

Borðliggjandi! Atvinnuskapandi! Gjaldeyrisaflandi! En umfram allt til að auka öryggi hérlendis! 


mbl.is Skotpallar á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég held að það sé bara einfaldlega ekki aukið öryggi í eldflaugapöllum á íslandi. Best er auðvitað að hafa pallana sem allra næst þeiim stað þaðan sem árásarflaugarnar koma og ég á nú ekki líklegt að von sé á slíkri sendingu frá að Færeyingum eða Grænlendingum, ekki nema kannski að við neitum að borga lánið sem færeyingar lánuðu okkur.

Jón Gunnar Bjarkan, 22.11.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki allt morandi í rússneskum kafbátum í kring um okkur. Þeir geta skotið einhverjum flaugum að okkur ef illa liggur á stjórnendum, eða ef þeim fer að leiðast aðgerðaleysið!

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband