Gamla Gufan verður þrungin spennu

"Ríkisútvarpið tók um helgina viðtöl við tæplega fimmhundrað frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Fyrstu viðtölunum verður útvarpað á Rás 1 í kvöld, frá klukkan 19 til 24."

Þetta verður örugglega alveg gríðarlega spennandi útsending og víst er að þjóðin mun sitja sem límd við gömlu Gufuna þessar fimm klukkustundir og gleypa í sig hugmyndir frambjóðendanna um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Ætla rétt að vona að þeir segi ekki allir það sama!

Svo verður kosið á laugardaginn.

Enn og aftur langar mig að óska eftir góðum tilnefningum á kjörseðilinn minn. Á nokkur sæti laus!


mbl.is Talað var við nærri 500 frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

3304

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2010 kl. 18:29

3 Smámynd: Björn Birgisson

3304. Hjörtur Hjartarson?

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 18:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Þór, takk fyrir listann.

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 18:54

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekkert að þakka.  Þegar ég verð búinn að skera listann niður í þá 25 sem ég ætla mér að kjósa mun ég birta þann lista líka.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.11.2010 kl. 18:57

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

þetta flokkast náttúrulega undir innherjaupplýsingar en ég mæli líka með 2842

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2010 kl. 19:09

7 Smámynd: Björn Birgisson

2842. Ásgeir Erling Gunnarsson. Er hann ekki frá Ísafirði eins og svo margir góðir menn?

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 19:15

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jú, hann var framkvæmdastjóri Pólsins á meðan ég bjó fyrir vestan. Við kjósum náttúrulega okkar menn Björn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2010 kl. 19:47

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn minn: Ég veit að það hljómar klisjulega, en kjóstu bara eftir hjartanu, í versta falli eftir lifrinni. Ekki blanda heilanum í málið, það líffæri er stórlega ofmetið.

hilmar jónsson, 22.11.2010 kl. 20:06

10 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, góður punktur með heilann. Mig grunaði þetta alltaf!

Björn Birgisson, 22.11.2010 kl. 20:58

11 identicon

Núverandi stjórnarskrá tryggir að þjóðin fái ALLTAF að kjósa, í ÞREMUR tilfellum:

1. Ef forseti neitar að staðfesta lög

2. EF STENDUR TIL AÐ BREYTA ÞJÓÐKIRKJUNNI

3. Ef alþingi vill láta reka forsetan.

Séu lög um þjóðkirkju numin í burtu, er um leið verið að nema brott lög um að þjóðin fái að velja sjálf sinn eigin sið. Það er vanvirðing við íslensku þjóðina, lýðræðishefðina og Vestræna Menningu í heild sinni.

Það var einmitt lítil grein um þetta nýlega í Bókatíðinudum 2010 í tilefni af nýrri útgáfu núverandi stjórnarskrárinnar sem til sölu eru í bókabúðum. Ráðlegg öllum að fá sér eintak. Það á enginn erindi að kjósa um breytingar á stjórnarskrá sem hann hefur ekki nennt að lesa og kynna sér, og ég vara alla við að láta hræðsluáróður frá ólýðræðislegum besserwisserum hafa áhrif á val sitt.
Sjálfur er  ég aðskilnaðarsinni, en umfram allt lýðræðissinni, sem virði ekki þá sem bjóða sig fram til að troða einkasannfæringu sinni upp á almenning og vanvirða lýðræðið og þjóðina. 

Jónas (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 23:44

12 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Jónas!

Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband