24.11.2010 | 01:03
Eru lífeyrissjóðirnir, sem þjóðin á, að beita ríkissjóð, sem þjóðin á, einhverri fjárkúgun?
"Þær stórframkvæmdir sem rætt er um eru breikkun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, framkvæmdir við Reykjanesbraut og Vaðlaheiðargöng. Um er að ræða afar stórt verkefni, Þetta yrði með stærri skuldabréfaútgáfum síðari ára."
So what?
Aðallega fjármagnað með vegatollum, eins og Hvalfjarðargöngin, sem reyndar voru einkaframkvæmd, sem gekk svo vel að nú er rætt um tvöföldun gangnanna á sama hátt. Allir að græða!
100, 200, 300 kall, á bíl eða eitthvað meira! Hvað þarf að ræða svona mikið? Engu er líkara en að menn nenni ekki að landa þessu einfalda verkefni eða gefi sér ekki tíma til þess á meðan þjóðin býður andvaka eftir auknum framkvæmdum!
Eru stjórnendur lífeyrissjóðanna að velta fyrir sér fjárfestingum sínum á sukk og velmektarárunum?
Ætla þeir nú að semja við ríkið þann veg að þeir bæti upp alla vitleysuna í sjálfum sér?
Ríkið innheimtir vegatolla og þekkir umferðarstrauminn ágætlega. 100 kall gerir x upphæð, 200 kall gerir x upphæð, 300 kall gerir x upphæð.
Hvað er um að semja?
Nú, auðvitað vextina. Þeir verða á bilinu 2.5-5%. Það liggur fyrir. Verðtrygging? Auðvitað.
Stundum gleyma Íslendingar því að þeir eiga lífeyrissjóðina, en stjórnendur þeirra eiga ekkert annað en skömmina af því að blóðmjólka þá sjálfum sér til hagsbóta.
Gangi þessir samningar illa má alltaf reka stjórnendur lífeyrissjóðanna.
Hver þarf á því liði að halda eftir allt sem á undan er gengið?
Stjórnendur lífeyrissjóðanna! Semjið í snatri við þjóðina, eða hverfið frá borðinu annars!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.