Lokað vegna slagsmála?

"Hópslagsmálin má að líkindum fyrst og fremst rekja til mikillar ölvunar starfsmanna."

Vinnustaðapartý á þriðjudagskvöldi og allir á skallanum? Hélt að svona partý væru oftast haldin um helgar.

Svo hafa auðvitað allir mætt til vinnu snemma í morgun, eldhressir og bestu vinir, því svona partý eru nú oftast til að hrista mannskapinn saman og efla móralinn!

Hefur kannski einhver komið að lokuðum dyrum í morgun?


mbl.is Sauð upp úr starfsmannapartýi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef eftir óstaðfestum heimildum að um sé að ræða starfsfólk ónefnds skyndibitastaðar. Það myndi útskýra hvers vegna virkur dagur varð fyrir valinu, því mestu viðskiptin hjá slíkum stöðum eru um helgar. Sama á við þegar vínveitinga- og skemmtistaðir halda starfsmannapartí, þá er það gjarnan á sunnudagskvöldum.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2010 kl. 14:23

2 identicon

Bíddu bara , þegar ég dett í það næst gef ég þér einn áann.......

Ægir (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:34

3 Smámynd: Björn Birgisson

Eru ekki öryggismyndavélar alls staðar? Fer þetta ekki á netið? Fer ekki allt á netið?

Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 14:53

4 identicon

Þeir voru bara kátir á Dominos þegar ég fékk mér pizzu áðan.. sá ekki glóðarauga :)
Kannski það hafi verið ofurskuldir Dominos sem hleyptu illu blóði í blankt starfsfólk ha

doctore (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:58

5 Smámynd: Björn Birgisson

visir.is segir: "Þrír voru fluttir á slysadeild í gærkvöldi eftir að starfsmannaveisla, sem flatbökufyrirtækið Dominos hélt í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi, fór úr böndunum."

Flatbökufyrirtækið!

Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 15:01

6 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Skrítið. Þegar ég heyri orðið flatbaka þá dettur mér strax í hug eitthvað sem lifir í sjónum.

Hörður Sigurðsson Diego, 24.11.2010 kl. 15:10

7 identicon

Tja, það er náttúrulega Mega vika í gangi, skýrir það ekki hvers vegna það var haldið Mega partí og allir voru Mega fullir og lentu í Mega slagsmálum? Þeir hljóta að Mega það?

Þór (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 15:29

8 Smámynd: Björn Birgisson

Góður, Þór!

Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 15:31

9 Smámynd: corvus corax

Það er ekkert skrítið að upp úr sjóði þegar fólk hefur það að atvinnu að selja almenningi hveiti á okurverði og fyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots vegna þjófnaðar fyrri eigenda.

corvus corax, 24.11.2010 kl. 17:39

10 identicon

Ohh ætli þeir eigi ekki fyrir einni um helgina Axel minn, - það er ekki þitt mál.

Krímer (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 21:50

11 Smámynd: Björn Birgisson

Hver er Axel minn?

Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 22:02

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem um er að ræða minn fyrrverandi vinnustað áskil ég mér allan rétt til að gera grín að þessu:

Ætli árásin hafi beinst að fjármálastjóranum hjá fyrirtækinu... 

Mætti eigandinn/yfirþjófurinn nokkuð á gullhúðuðu þyrlunni sinni?

Þriðjudagstilboð: 16" m. 2 áleggjum og kjaftshöggi á 1.599,-

NÝTT ÁLEGG: glóðaraugu (passa afskaplega vel með þistilhjörtum og ansjósum)

Frí heimsending ! Líka á slysadeildina !!!

(Það versta er samt að vsk. bílarnir sem notaðir eru við pizzusendingar hafa bara eitt farþegasæti, svo það hefur þurft ÞRJÁ slíka til að skutla liðinu á slysó!)

Domino's Pizza: komin aftur á Grensás. (í þetta sinn endurhæfingardeildin fyrir hina slösuðu)

OK þessi síðasti var kannski ósmekklegur, en skítt með það, ef fólk sér ekki húmorinn þá á það skilið að borða ansjósur og þistilhjörtu.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2010 kl. 02:37

13 Smámynd: Björn Birgisson

Góður !

Björn Birgisson, 25.11.2010 kl. 09:19

14 Smámynd: Grefill

Ég pant vera Axel minn. Hef alltaf langað að vera hann.

Grefill, 25.11.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband