Af daðri við drullusokka

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði m.a. að bankarnir hefðu afskrifað milljarða á milljarða ofan hjá „drullusokkum" eins og Halldóri Ásgrímssyni og Jakobi Valgeiri Flosasyni, en þeir vildu lítið gera til þess að koma til móts við skuldsett heimili þessa lands.

Er eitthvað rangt í þessari skoðun formanns félags- og trygginganefndar Alþingis?

Þjóðin fylgist gapandi hissa með fréttum af bankakerfinu og margir nota sterk orð. Orðið spilling er vinsælt í því sambandi, einnig mafíustarfsemi, þjófnaður, svik og fleira í þeim dúr.

Ég ætla rétt að vona að bankarnir séu líka að gera eitthvað vel og rétt. Skárra væri það nú!

Tuð litla mannsins á götunni hefur lítið vægi, en þegar framámenn þjóðarinnar kveða svona sterkt að orði, þá er hlustað með athygli, bæði innan veggja bankanna og utan.

Gott hjá Sigríði Ingibjörgu.


mbl.is Sagði þá vera drullusokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir á alla mína aðdáun fyrir orðbragðið sem er reyndar mjög vægt til orða tekið að mínu mati. Það þýðir ekkert að rjúka upp til handa og fóta út af því að Sigríður kallar mennina verðskulduðum nöfnum. Hins vegar er löngu tímabært að rjúka upp með látum út af þessum fáránlegu fyrirgreiðslum og niðurfellingum milljarðaskulda á meðan sauðsvartum pöpullinn lepur dauðann úr skel. Húrra fyrir Sigríði Ingibjörgu og væri betur ef fleiri á hennar vettvangi þyrðu að kalla hlutina eða menn sínum réttu nöfnum. Mundi leggja til að Sigríður fengi fálkaorðuna ef ekki væri búið að eyðileggja það skraut með því að hengja það á annan hvern drullusokk í landinu. Bankastarfsemi og þjónkun ráðamanna við drullusokka landsins er ekkert annað en spilling, mafíustarfsemi, þjófnaður, svik og fleira í þeim dúr þannig að tíð notkun þessara hugtaka meðal fólks er fyllilega réttmæt og tímabær.

corvus corax, 26.11.2010 kl. 10:39

2 identicon

Það verður að tala hreint út, enga óþarfa kurteisi; Það skemmir bara fyrir, það heldur okkur lengur í ræsinu.

Þetta eru drullusokkar og skítapakk; Því miður tel ég að almenningur þurfi að fara í róttækar aðgerðir til að ná drullusokkum af baki okkar

doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:00

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Ánægjulegt að allavega að einn stjórnmálamaður leyfi sér að nefna hlutina réttu nafni og tala mannamál..

hilmar jónsson, 26.11.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Svakalega er ég ánægður með hana núna. Þetta er nákvæmlega það sem flestir vildu hafa sagt. Já Hilmar þetta var á mannamáli.

Sigurður Sigurðsson, 26.11.2010 kl. 18:29

5 identicon

Þessi kona er annað hvort í vitlausum flokki eða algjör hræsnari. Samfylkingin hefur alltaf verið helsta málpípa auðmanna gegn almenningi hér á landi. Óforskammanleg heðgun Ingibjargar Sólrúnar gleymist seint...nú hafa þeir fært út kvíjarnar og Herra Öskur fer hamförum að reyna að selja okkur hæstbjóðanda í skuldaþrældóm...

x$$$$$$$$$$ sagði sssssnákurinn (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband