Fyrsta tilraun til byltingar á lýðveldistímanum?

"Ef Íslendingar eiga að greiða fyrir fall einkabanka þá eiga þeir að hafa lokaorðið" segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við sjónvarpsstöðina Bloomberg í dag.

Skoðum þetta aðeins nánar. Allir flokkar á Alþingi eiga fulltrúa í viðræðunefndinni vegna Icesave. Sá samningur sem næst verður því á ábyrgð Alþingis alls og enginn efast um að þingið er löglega kjörið, með þátttöku 80-90% þjóðarinnar.

Ef forsetinn neitar aftur að undirrita pappíra vegna Icesave og vísar þeim til þjóðarinnar er komin upp undarleg staða.

Forsetinn nánast tekur sér einræðisvald, lokar þingheim inni og sviptir hann völdum í þessu máli.

Þjóðin mun aldrei samþykkja neinn Icesave samning, sama hvernig hann lítur út í samanburði við fyrri drög að samningum. Það vill enginn borga fyrir þetta sukk einkabankanna.

Hér heima verður forsetinn sagður vera hetja, en hinn versti skúrkur erlendis, hjá þeim þjóðum sem telja Íslendinga skulda sér verulega fjármuni.

Fari þetta svona að forsetinn einangri réttkjörið Alþingi nánast í stofufangelsi í þessu máli og stilli sér upp við hlið hins almenna kjósanda, þá er aðeins eitt um það að segja.

Fyrsta tilraun til byltingar á lýðveldistímanum yrði þannig staðreynd.

 


mbl.is Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég er sammála þér Björn. Það yrði alveg sama í hvers konar umbúðir icesave samningurinn yrði settur í til atkvæðagreiðslu, hann yrði felldur.

Ólafur er vonandi maður til að standa undir því sem hann virðist vera að ýta af stað.

hilmar jónsson, 26.11.2010 kl. 13:18

2 identicon

Hverjum á ég að borga skuldir sem ég stofnaði ekki til.

ja ég vil bara leggja fram þá tillögu að kröfu hafarnir hafi bara samband við mig beint.

Ég er betri maður til að semja um mínar skuldir en nokkur af þessum framapoturum á alþingi.

Ég viðurkenni að ég kaus í síðustu kosningum það besta sem ég taldi vera í boði. Eftir kosningar var bara því miður ekkert í boði sem boðið var uppá fyrir kosningar.

þar af leiðandi er ég sekur um að hafa kosið svikahrappa lygara frama potara og fjárglæfra menn inn á alþingi.

En það að alþingi sé í gíslingu forseta er Tómt bull. Forsetinn hefur þó mann dóm í sér til þess að reyna að verja okkur almenna borgaran sem á ekki bót fyrir bóruna á sér og er farinn að lifa af elli sparnaðinum í boði þessara bjána sem sitja við stjórntólinn.

Helstu og stærstu frjáglæpamennirnir sem stofnuðu til þessara skulda halda hins vegar áfram að bjóða í hin og þessi fyrir tæki einhverja smá munni sem þeir þeir telja í milljörðum. Krónu tölur sem ég mun aldrei þó ég sem venjulegur verkamaður vinni 10 tíma á dag heila mannsævi gæti aldrei séð á reikning.

Ef þetta er svo hriklega ósanngjart að ég fái val um að borga hluta af skuldum þessara manna.

Er þá ekki líka töluvert ósangjarnt að þeir þurfi ekki greiða stærsta hlutan.

Ég var gerður gjaldþrota vegna 25 milljóna ég var svo óheppinn að skilja og missa 50% af terkjunum mínum og réð ekki við að borga ég fékk ekkert afskrifað eða gefið eftir það var ekkert hægt að semja þó hefði ég ráðið við að borga af 25 milljónum í öðru formi.

Á þá ekki að gera menn gjaldþrota vegna milljarða skulda og hirða af þeim allt sem hægt er að hirða með löglegu móti.

Forsetinn er minn maður og myndi samþykkja hann sem einræðis herra þar sem hann virðist vera sá eini sem er ekki með hausinn fastan í rassgatinu á sjálfum sér.

Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 13:25

3 identicon

Góðir punnktar hjá þér Björn,  forsetinn virðist alveg gleima því að við þjóðin erum nú þegar búinn að opna budduna og borga tugi og hundruð milljarða útaf þessu bankahruni.  Minni á td. lánið sem seðlabanki veitti KB daginn fyrir hrun og peningamarkaðssjóðina sem ríkið greiddi inn í.  Eina málið er að þarna eru erlendir sparifjáreigendur á ferðini og þá má ekki bæta þeim sinn skaða.

Haraldur (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 13:26

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Það er öllum ljóst,að þjóðin hefur orðið borga miklar upphæðir vegna fall bankanna.Því má það vera huggun að okkur sé fríað undan þeirri upphæð,sem ICESave reikningurinn er.

En því miður virðist okkur að það sé ekki öll kurl komið til grafar í þessum efnum,samanber þær miklu slakannir bankanna gagnvart einka-fyrirtækjum.Þá á ég við afskriftir milljarði og milljarði ofan.Þær upphæðir koma ekki síður til borganna frá þjóðinni.

Stjórnlagaþing er að komast á laggirnar.En þá veltir maður sér upp úr því,hverjar niðurstöður þess þings verða og hvernig þær nái fram að ganga.Það er meiningin að þær verði lagðar fyrir Alþingi.Ef alþingismenn eru ekki sáttir við þær niðurstöður,sem er mjög líklegt,þá ætti það vera krafa þjóðarinnar að þær verði bornar undir þjóðina.Annars er það til einskis að setja á stofn stjórnlagaþing.Því teldi ég að það yrði eitt af verkum Forseta Íslands að leggja það til að niðurstöðurnar verði lagðar fyrir þjóðina.

Ingvi Rúnar Einarsson, 26.11.2010 kl. 14:02

5 identicon

Ég greiði ekki gjaldþrot mannsins í næsta húsi !

 Þjóðin mun ALDREI greiða Icesave !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 17:41

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hver greiðir þá gjaldþrot mannsins í næsta húsi?

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 17:46

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Vegna athugasemda minna hér,vil benda á skrif Kristbjargar Þórisdóttir um sama efni.Hún virðist vera vel að sér í nv-stjórnarskrá.

Ingvi Rúnar Einarsson, 26.11.2010 kl. 23:24

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Björn - á meðan stjórnin heldur sínu striki verða minnihlutaflokkarnir að taka þátt í "samningaviðræðunum" til þess að gera sitt til að lágmarka skaðann.

Sama gildir um ESB málið.

Stjórnin er til í að segja já við hverju sem er  til þess að þurfa ekki "að hanga yfir Icesave" og varðandi ESB er bara já já allt í góðu bara ef við fáum að vera með.

Þetta er ömurleg staða.

Það er líka sorglegt að enginn ráðherra hafi látið sér detta í hug að verja þjóðina á alþjóðlegum vettvangi. Ég stóð í þeirri trú að það væri þeirra hlutverk.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.11.2010 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband