26.11.2010 | 21:45
Einn fallisti verður seint táknmynd fyrir heila þjóð
Þjóðfundi er lokið fyrir skömmu og Morgunblaðið undir óstyrkri stjórn Davíðs Oddssonar, hæddist að öllu sem honum tengdist. Framkvæmdinni, kostnaðinum og niðurstöðum fundarins, sem fjölmargir Sjálfstæðismenn þó sátu, auk annarra úr öðrum flokkum, ásamt óflokksbundnu fólki.
Nú eru kosningar til Stjórnlagaþings framundan á morgun og ekki verður annað séð en að Morgunblaðið geri allt sitt til að gera sem minnst úr öllu sem kosningunum tengist, og alltaf er stutt í hæðnis- og hrokatóninn í skrifum blaðsins. Fjölmargir Sjálfstæðismenn eru í framboði til Stjórnlagaþingsins og líkar þeim líklega illa tónninn í Morgunblaðinu, málgagni Sjálfstæðisflokksins, sem þannig hikar ekki við að draga eigið fólk sundur og saman í háði og spotti.
Hvað veldur þessum hrikalega óþjóðholla og hrokafulla tóni Morgunblaðsins? Af hverju láta útgefendur blaðsins hroka, hefnigirni og heift eins manns ráða för blaðsins til lóðbeinnar glötunar og gjaldþrots, sem mun bíða rétt handan hornsins?
Hefur Morgunblaðið, eða stjórnendur þess, engan áhuga á lýðræðinu og stjórnarskránni?
Eða veit ritstjórn Morgunblaðsins eitthvað um gæði núgildandi Stjórnarskrár sem aðrir vita ekki?
Hvaðan kemur allur þessi hroki, mannvonska, fyrirlitning og illska?
Og er Mogginn eitthvað fyrir landið okkar?
Einn fallisti verður seint táknmynd fyrir heila þjóð.
Þjóðin á betra skilið.
Hún er klár og fattar þetta allt ágætlega.
Morgunblaðið ætti að biðja Gunnar í Krossinum að biðja fyrir sér.
Hæfir þar tranti skel.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það ekki átakanlega kaldhæðnislegt að flokkurinn skuli nefna sig SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ?
hilmar jónsson, 26.11.2010 kl. 22:50
Þú bregst ekki Björn!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.11.2010 kl. 22:58
Þakka ykkur innlitin piltar mínir. Axel Jóhann, mörgu hef ég brugðist í lífinu, en aldrei því sem ég tel vera sannfæringu mína í nokkru máli. Hún verður aldrei í skiptum fyrir baunadisk.
Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 23:11
Björn , ég er ekki alveg að skilja hvað þú ert að fara með þessu, er MBL ekki einmitt vettvangur þinn til að koma þínum skoðunum á framfæri? og þú talar um að "hroki, mannvonska, fyrirlitning og illska" sé undirtónn Morgunblaðsins!, Þú ættir heldur að einbeita þér að hinum miðlinum, þeirra Baugsmanna, sem hafa kollsteypt þjóðfélaginu niður til heljar!!! Nei, þú ræðst á þann eina miðil sem engan hlut á að máli, og að ég tel, aðeins vegna eins manns, Davíðs Oddsonar.
Guðmundur Júlíusson, 26.11.2010 kl. 23:52
Guðmundur Júlíusson, frjáls er hver sú skoðun sem þú temur þér, í þínum huga og hjarta. Minn vettvangur til tjáskipta er enn Moggabloggið og það hefur mér líkað vel í nokkur ár og margir hafa heimsótt mig, til blessunar eða skamma. Því kann ég vel, en hverf héðan áður en langt um líður. Er nú þegar með skrif annars staðar, en ekki undir hinu undurfagra nafni mínu! Viðbrögð? Ótrúlega góð.
Mogginn að öðru leyti er pólitískur vettvangur skoðana sem eru ekki mínar. Ég hef skömm á ýmsu hér og mun því stefna á nýjar lendur. Þakka þér samt ávallt innlitin, gagnrýnina og væntumþykjuna, minn kæri.
Björn Birgisson, 27.11.2010 kl. 00:36
Björn. Hvernig væri þá að upplýsa okkur um nýtt heimilisfang og nafn til að við, eða allavega ég, geti fylgs með þínu góða bloggi'''
Guðmundur Júlíusson, 27.11.2010 kl. 01:14
Guðmundur, ekki að sinni. Ég er að leika mér nafnlaus á öðrum bloggmiðli, við ágætar undirtektir, en þegar og ef ég hverf héðan af Moggabloggi, mun ég hefja skrif annars staðar undir fullu nafni. Ekki svo að það skipti nokkru máli, hvorki fyrir þig, annað fólk, eða mig!
Best væri auðvitað að hætta alveg!
Björn Birgisson, 27.11.2010 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.