Kommar í hverju horni

„Ef það er rétt, sem fram kemur hjá ykkur á netinu, varðandi þessi frumvarpsdrög, þá er þetta bara dæmi um kommúnismann í framkvæmd," sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Það var ekkert annað! Kommúnismi af hálfu Jóns Bjarnasonar skal þetta heita.

Ég hélt að hið lokaða kerfi væri hálfgerður kommúnismi, sérhannað fyrir fáa útvalda. Fæ ekki betur séð en að Jón Bjarnason sé að auka frelsið til veiða með þessum tillögum sínum. Hleypa fleirum að auðlindinni. Ef það er kommúnismi, þá þarf eitthvað að huga að hugtakafræðunum.

Mér sýnist Jón Bjarnason bara vera að tryggja "rétt einstaklingsins til athafna."

Fjandans kommar allsstaðar!

Í hverju horni! 


mbl.is „Kommúnismi í framkvæmd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er nú bara svona með þetta mál Björn minn að þegar eigin kennisetningar eru farnar að bíta frjálshyggjumanninn í fótinn þá ærist hann og æpir: "kommúnismi!"

Mér sýnist Jón minn Bjarna bara vera að tryggja "rétt einstaklingsins til athafna."

Ég hef lengi haft sjálfstæðismenn grunaða um að vilja beina þessu einstaklingsfrelsi til sérvalinna einstaklinga.

Árni Gunnarsson, 27.11.2010 kl. 15:32

2 Smámynd: Björn Birgisson

Já, þetta er stórmerkilegt, þetta með frelsi einstaklingsins og frekjuna í fólki að vilja taka þátt í frelsinu! Frekjupakk, sem skilur ekki að fyrir löngu er búið að útdeila því frelsi sem var á boðstólum!

Björn Birgisson, 27.11.2010 kl. 17:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, líklega er nú til of mikils mælst að frelsið eigi að vera fyrir alla.

Árni Gunnarsson, 27.11.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband