27.11.2010 | 22:54
Íhaldið tilbiður hinn nýja Gaddafi Íslands
Nú er lokið kosningum til Stjórnlagaþingsins. Þátttaka ekki nógu góð, en engu að síður mun þingið koma saman og leggja til breytingar á stjórnarskránni, sem Alþingi þarf að fjalla um, samþykkja eða synja eftir atvikum.
Alveg er ljóst að einn hinna stóru flokka á Íslandi hefur gefið þessari lýðræðislegu tilraun til úrbóta langt nef og talað hana niður við hvert tækifæri, sem og málgagn þess flokks, Morgunblaðið. Viss er ég um að Davíð kaus ekki í dag.
Það er Sjálfstæðisflokkurinn.
Þá vaknar spurning: Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn á móti virku lýðræði í þessu landi? Hvers vegna er hann andhverfur því? Ég veit svarið.
Nú eru stórhættulegar blikur á lofti. Fram undir Icesave og hina heimskulegu þjóðaratkvæðagreiðslu, hötuðu allir Sjálfstæðismenn Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og kölluðu hann klappstýru útrásarinnar. Sem hann var.
Nú kalla þeir forsetann fleðulega Herra Ólaf Ragnar Grímsson, en fyrir Icesave var hann bara Óli grís. Auðvirðilegur kommi. Skjótt skipast veður í lofti hjá vindhönum Íslands.
Af nýjustu fréttum má ráða að forsetinn hyggist setja Alþingi í stofufangelsi og vísa nýjum Icesave samningi Alþingis til þjóðarinnar. Þjóðin mun aldrei samþykkja neinn samning um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aldrei.
Það hlakkar gríðarlega í Sjálfstæðismönnum vegna alls þessa. Grísinn orðinn herra og einræðistilburðir hans tilbeðnir í Valhöll.
Engu er líkara en að Ísland sé að eignast sinn Gaddafi með tilstyrk og átrúnaði Sjálfstæðisflokksins.
Sveiattan!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðist ríkja mikil gleði meðal Náhirðarmanna , allavega á blogginu. Þeir túlka þáttökuna og úrslitin sér í hag og hrópa: Lýðræðinu hafnað af stórum hluta þjóðarinnar..Húrra..húrra..húrra.
Svo bíður maður bara þeirrar stundar ( sem eftir öllu virðist ekki langt undan ) Að þeir bræður Ólafur Ragnar og Davíð Oddson fallist tárvotir í faðma, súpandi hveljur og stynjandi : Ég vissi að við myndum ná saman og skilja hvorn annan á endanum. Fellini hefði ekki fúlsað við myndefninu...
hilmar jónsson, 27.11.2010 kl. 23:07
Jæja, jæja ..................
Björn Birgisson, 27.11.2010 kl. 23:14
Túlka þátttökuna ekki úrslitin. Þau liggja ekki enn fyrir. ( fljótfærni og setningarugl hjá mér )
hilmar jónsson, 27.11.2010 kl. 23:38
Nú er bara vonandi að við fáum gott fólk út úr þessu. En auðvitað veikir þetta áhrifamátt stjórnlagaþingsins gegn sterkum mótþróa Alþingis ef til þess þarf að koma. En ég leyfi mér að vera bjartsýnn þetta sinnið.
Árni Gunnarsson, 28.11.2010 kl. 00:02
Bjartsýnn þetta sinnið? Jæja, jæja ..................
Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 00:09
Jesús mín kæri, menn þvæla hér fram og til baka um sjálfstæðisflokkinn og gleyma því að það er þessi volæðisstjórn sem setti þessar kosningar á laggirnar, og hvernig fór ????
Guðmundur Júlíusson, 28.11.2010 kl. 04:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.