29.11.2010 | 14:52
Að loknum óhefðbundnum kosningum
Af hverju mættu svona fáir á laugardaginn til að kjósa? Í hefðbundnum kosningum er fólk vant því að hafa 4-6 valmöguleika til að krossa við og finnst það ekkert flókið. 80-85% mæta á kjörstað.
Skyndilega stendur þetta sama fólk frammi fyrir 522 valmöguleikum! Og hvað gerist? Fjölmörgum fallast hendur og gefa þetta frá sér. Alveg er ég viss um að ef 100 hefðu boðið sig fram, hefðu miklu fleiri mætt á kjörstað á laugardaginn.
Í hefðbundnum kosningum vinna nokkur hundruð sjálfboðaliðar við það að smala fólki á kjörstað. Bjóða akstur, kaffi og pönnukökur, spjall og ýmis notalegheit. Ekkert slíkt var í boði á laugardaginn.
Ég hef heyrt í nokkrum sem ekki mættu. Tónninn var nokkurn veginn svona:
Það er auðvitað nauðsynlegt að endurskoða Stjórnarskrána reglulega, en einmitt núna er það ekkert forgangsmál. Fjölmörg mál eru mikilvægari núna. Miklu nær væri að reyna að fylgja núgildandi Stjórnarskrá almennilega!
Sem sagt þörfin á endurskoðun viðurkennd, en sniðgengin engu að síður.
Yngstu kjósendurnir og þeir elstu held ég að hafi skilað sér mjög illa á kjörstað.
Einhver pólitík spilaði svo inn í þetta, enda flokkarnir misjafnlega áhugasamir um kosningarnar.
85 þúsund mættu þó á kjörstað og í 320 þúsund manna ríki ætti slíkur hópur að endurspegla þjóðarviljann alveg þokkalega.
Alla vega mun betur en þeir 63 þingmenn sem sitja á Alþingi.
Þeim sem náðu kjöri vil ég fyrirfram óska til hamingju, með hvatningu til góðra verka.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf ekki sérstakt stjórnlagaþing til að breyta stjórnarskránni. Síðast þegar ég vissi var Alþingi Íslands með löggjafarvaldið og á að sjálfsögðu að gera þeir breytingar á stjórnarskránni sem það telur að séu nauðsynlegar. Fólk sá einfaldlega í gegnum þetta sjónarspil og ákvað að taka ekki þátt. Hefur ekkert með flækjustig að gera. Sérstakt stjórnlagaþing er stærsta og dýrasta lýðskrum lýðveldissögunnar.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 16:51
Stefáni skjátlast. "Stærsta og dýrasta lýðskrum lýðveldissögunnar" eru Alþingiskosningar.
Annars vantaði landsmenn nokkur atriði til að flykkjast á kjörstað í þessum kosningum:
1) Nennu til að vinna heimavinnuna sína.
2) Persónulegan ávinning af því að mæta. Hér voru engin jarðgöng í boði, ekkert álver o.s.frv.
3) Línuna frá þeim sem þeir vilja láta hugsa fyrir sig. Í þessum kosningum var jú ekkert lið; enginn til að halda með eða hnussa yfir. Boltakúlturinn vantaði.
Svo má eflaust bæta við skilningi á hinni úreltu stjórnarskrá. En til þess þarf víst að lesa hana fyrst.
Eftir Hrunið, ekki síst hinn siðferðislega hluta þess, er vitanlega algert forgangsmál að endurskoða stjórnarskrána. Nema mönnum þyki það í lagi að ráðherrasynir og aðrir vildarvinir "ráðamanna" séu skipaðir í nefndir, dómaraembætti o.fl. o.fl. o.fl.
Eða er gullfiskaminnið að verða helsta sérkenni landsmanna?
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 19:11
Þakka innlitin. Ybbar gogg er með þetta.
Björn Birgisson, 29.11.2010 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.