Nú skulu kutarnir brýndir

Lægsti taxti í dag er rúmar 157 þúsund  krónur, en krafist verður að lægstu laun hækki talsvert umfram 200 þúsund krónur.

Starfsgreinasambandið er að brýna kutana fyrir baráttuna framundan. Samtök atvinnulífsins eru áreiðanlega að gera það sama og setja sig í venjulegar vælukjóastellingar.

Einn höfuðvandi þjóðarinnar í dag er hve lægstu launin standast illa samanburð við bótagreiðslur, atvinnuleysisbætur og bætur vegna örorku.

Fyrir vikið hangir hellingur af fólki á bótum og hafnar vinnunni, sem það þó er fullfært um að sinna. Þetta verður algjört þjóðarmein, ef ekki tekst að lyfta lægstu laununum verulega upp fyrir bæturnar.

Það er hræðilegt að horfa upp á fullfrískt fólk á öllum aldri hafna atvinnunni, bara vegna þess að það sé betra að vera á bótum. Hvers konar hugsunarháttur er það?

Ég vil ekki vinna, kemst upp með það og aðrir borga mér fyrir það! Nákvæmlega svona verður hafin fjöldaframleiðsla á aumingjum á Íslandi. Að skrá sig atvinnulausan eru og eiga að vera þung spor fyrir alla. Að losna af þeirri skrá á að samsvara því að öðlast frelsi á ný.

Bent hefur verið á að sú lyfting lægstu launanna sem þarf, kosti í heildina aðeins brotabrot af því að setja flatan niðurskurð á húsnæðislánin, sem allir virðast reyndar vera orðnir afhuga.

Gnarr sagði: allt fyrir aumingja, en ef við ætlum með láglaunastefnunni að ala á aumingjaskap þjóðarinnar, er hætt við að bótaþegum þjóðarinnar fjölgi svo ört að ekki verði við ráðið.

Fyrirtæki sem ekki geta greitt um eða yfir 200 þúsund kall eiga engan rétt á sér og þau ber að endurskipuleggja eða leggja niður.


mbl.is Lægstu laun yfir 200 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég hef aldrei fattað út af hverju atvinnulausir þurfa samt sem áður ekki að mæta í vinnu fyrir þó þau laun sem þeir þó fá frá samborgurum sínum.

Ég held nefnilega að það sé aðgerðarleysið sé versti óvinurinn í þessu. Væri fólk drifið út að vinna, þó ekki nema til að halda því í æfingu, þá myndu miklu fleiri stökkva á alvöruvinnu þegar hún byðist.

Hörður Sigurðsson Diego, 29.11.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, kerfið okkar er meingallað. Ef ég þyrfti að skrá mig atvinnulausan mundi ég setja upp gerfiskegg, sólgleraugu og barðastóran hatt, skammast mín og stökkva af skránni við fyrsta tækifæri sem byðist.

Nú eru einhverjar þúsundir sem segja bara: Ég vil bara vera á bótum, vinna ekkert og láta bara aðra borga fyrir mig! Svo er þetta lið líka að vinna svart til að drýgja bæturnar! Þetta er að verða meira þjóðarböl en helvítis fíkniefnin!

Tek að sjálfsögðu fram að þetta á alls ekki við alla atvinnulausa.

Björn Birgisson, 29.11.2010 kl. 21:05

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég verð að segja að ég er algjörlega sammála þér Björn. Framleiðsla á aumingjum hefur verið stunduð í sumum löndum austan og sunnan við okkur. Það er marg sannað að þetta vandamál er illleysanlegt, jafnvel þó næga atvinnu er að hafa. Þjóðir festast í vítahring hugsanaháttarins.

Það er spurning hvort ekki þurfi að taka upp atvinnubótavinnu aftur. Þeim sem eru á atvinnuleysisbótum sé gert að vinna eitthvað, jafnvel þó tilgangurinn sé sá einn að þeir vinni.

Sá hugsanaháttur sem er að yfirtaka þjóðfélagið getur orðið skeinuhættari en nokkurt bankahrun, þegar það þykir eðlilegt og allt í lagi að vera á bótum og lifa á öðrum, erum við komin á hættubraut!

Gunnar Heiðarsson, 29.11.2010 kl. 21:15

4 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar minn Heiðarsson, er það ekki hættumerki ef þú ert sammála mér? Skítt með það, við finnum okkur örugglega eitthvað annað málefni til að vera ósammála um!  Svona duglegir strákar!

Ég verð bara að segja eins og er að ég hef verulegar áhyggjur af þessari þróun. Eru ekki 14 þúsund á atvinnuleysisskrá og annað eins ef ekki fleiri á örorkubótum, með réttu eða röngu? Erum við kannski, þessi agnarsmáa þjóð, með 30-40 þúsund manns sem lítið sem ekkert leggja til samfélagsins, en þiggja með þökkum framlög allra hinna, gangstéttirnar og malbikið, skólana, leikskólana, sundlaugarnar, íþróttahúsin, félagshjálpina við þrif heimila sinna, niðurgreiðslurnar vegna athafna barnanna og guð má vita hvað þetta allt heitir!

Þetta einfaldlega gengur ekki upp! Lái mér hver sem vill, en þetta er mín bjargfasta skoðun!

Björn Birgisson, 29.11.2010 kl. 21:31

5 identicon

raunatvinnuleysi á landinu er talið vera í kringum 20% ef allt er tekið með inní dæmið, hérna áður þá þótti 2-3% atvinnuleysi mikið, helduru að allur þessi fjöldi fólks sé bara að leika sér að þessu, hefuru tildæmis farið nýlega og skoðað vinsælustu atvinnusíðurnar, eins og t.d. á heimasíðu vinnumálastofnunar eða atvinna á mbl.is held þú ættir að prófa það og sjá hvað það er rosalegt úrval af vinnu í boði fyrir 20 þús atvinnulausa þótt ekki nema brot af þeim sé á atvinnuleysisskrá.

Ég er tildæmis búinn að sækja um einhver 40 störf og so far fengið 2 atvinnuviðtöl. Held að vandamálið á Íslandi sé að það er allt helfrosið hérna í atvinnulífinu og lægstu laun og bætur taka nákvæmlega ekkert mið af hver lágmarksframfærsla til að skrimta á þessu landi þarf að vera. Ísland er orðið eitt dýrasta land í heimi að lifa á og samt líka örugglega lægstu launin líka, það fer ekki vel saman, þarf að vera einhver meðalvegur sem gerir fólki kleift að lifa af laununum sínum, annars á fólksflóttinn bara eftir að aukast og aukast héðan, það sér enginn neina framtíð í þessu rugli hérna lengur held ég og margir við það að hætta að nenna að standa í þessu að strita allann daginn og bera minna en ekki neitt úr býtum.

Guðbrandur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 21:58

6 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Heyrirðu það Björn Birgisson! Hvurn andskotann ertu að blogga um þetta?

Hörður Sigurðsson Diego, 29.11.2010 kl. 22:02

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, ég blogga þannig að enginn getur staðsett mig út frá gamaldags hugsun. Ég er alls staðar og hvergi, í þjóðmálunum og pólitíkinni. Allt sem ég hef sagt í færslunni og í athugasemdum stend ég að sjálfsögðu við. Eru ekki vandamálin til að glíma við þau? 

Björn Birgisson, 29.11.2010 kl. 22:13

8 Smámynd: Björn Birgisson

Guðbrandur Sigurðsson, ég þakka þér þitt ágæta innlit. Raun atvinnuleysi á Íslandi er ekki 20%. Fjarri því. Líklega nær 10-15%.

Vissulega er atvinnulífið hér að mestu frosið. Þó ekki frosnara en svo að enginn ástæða er fyrir framtakssamt fólk og fyrirtæki að staðsetja sig grenjandi á tröppum Stjórnarráðsins og heimta allar lausnir þaðan.

Hvað er orðið um hinn sjálfstæða vilja til að bjarga sér? Eru allir einstaklingar með frjóa hugsum, sem og fyrirtæki, að uppgjöf komin og leita nú upp í jötuna?

Ég harðneita að trúa því! Hvar er frelsi og kjarkur einstaklingsins og fyrirtækjanna? Hvar er öll frjálshyggjan? Er hún öll komin í kjöltu Jóhönnu, hágrenjandi, slefandi og búinn að gera stórt í bleijuna?

Nóg er nú allt aumingja uppeldið með bótunum, svo ekki bætist við að snýta frjálshyggjunni reglulega í hennar raunum.

Á einhver í nefið?

Björn Birgisson, 29.11.2010 kl. 22:30

9 identicon

Alger lágláglágmarkslaun eru 250þús, helst 300

doctore (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 08:46

10 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Væri ekki ráð að sprotafyrirtæki fengju atvinnulausa í vinnu á meðan þeir eru atvinnulausir? Þannig væri hægt að gera ódýrar hugmyndatilraunir og þær sem gengju upp myndu helga meðalið og gott betur.

Doktor ... nú hættir þú í trúarbullinu og ferð í þetta.

Hörður Sigurðsson Diego, 30.11.2010 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband