Hvar eru allir peningarnir sem stolið var?

"Þannig hafi Landsbankinn keypt eigin bréf fyrir um 40 milljarða króna vikuna fyrir fall bankans."

Sífellt er að koma betur og betur í ljós hvernig eigendur og stjórnendur bankanna hegðuðu sér. Hver fréttin af annarri er lyginni líkust, enda virðist starfsemin einmitt að mestu hafa byggst á svikum, blekkingum og hreinum lygum í allar áttir.

Ein eitt atriði virðist ekki geta ratað inn í dagsljósið og það er ekkert smáatriði.

Hvar eru allir peningarnir sem stolið var?


mbl.is Keyptu eigin bréf fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

éG HEFÐI ÁHUGA Á AÐ VITA AF HVERJUM ÞEIR KEYPTU BRÉFIN HVORT ÞAÐ VORU EKKI BARA ÞEIR SJÁLFIR EÐA ÞEIRRA NÁNUSTU.

Sólveig (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:28

2 Smámynd: Björn Birgisson

Segðu Sólveig!

Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 15:36

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef Björgólfur yngri sleppur undan ábyrgð sem skuggastjórnandi Landsbankans þá er ekkert réttlæti til á þessu volaða skeri. Björgólfarnir og Jón Ásgeir eru arkitektarnar að bankaránunum og tóku við peningunum bæði beint og óbeint. Þeir eru ótýndir glæpa og landráðamenn og eiga sér engar málsbætur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2010 kl. 16:15

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, þú ert ekkert að skafa utan af hlutunum!

Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 16:18

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þess vegna valdi ég mér sjómennsku að ævistarfi en ekki pólitík Björn minn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2010 kl. 16:23

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hefðir þú ekki bara orðið hörku stjórnmálamaður, hefðir þú fetað þá brautina?

Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 16:32

7 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hvar peningarnir eru? Þú meinar lánin auðvitað ... því mest af þessu fé var lansfé sem þjóðinni er ætlað að borga.

Mestöllu hefur verið eytt í alls konar lúxus og óendurkræfa vitleysu.

Eitthvað er eftir sem verðmæti í fyrirtækjum en vegna skuldastöðu þeirra er það lítið eigið fé, ef eitthvað.

Eitthvað er líka eftir í þeim fasteignum sem þjófarnir búa enn í og nota.

Restin er inni á leynilegum bankareikningum þjófanna og þjófsnauta.

Ef þú hefur fleiri spurningar þá er mér ljúft að svara þeim.

Hörður Sigurðsson Diego, 1.12.2010 kl. 17:27

8 Smámynd: Björn Birgisson

"Restin er inni á leynilegum bankareikningum þjófanna og þjófsnauta."

Ég hef mestan áhuga á þessum hluta svarsins!

Fleiri spurningar? Hvað viltu helst fá í jólagjöf?

Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband