1.12.2010 | 18:23
Eins gott að ekki fæðist lítil mús
"Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings 36% svarenda í Þjóðarpúlsi Gallup, og er það sex prósentna aukning frá síðustu mælingu."
Það er ljóst að ríkisstjórnin er veik og hefur verið hálf lasin frá fæðingu. Það eru tvö lið í ríkisstjórninni. Annað er margklofið, ósamstíga, ákvarðanafælið og almennt neikvætt og verður að teljast dragbítur, svo ekki sé talað um líkið í lestinni, sem væri kannski nærri lagi.
Hitt liðið virðist einblína svo stíft á ESB aðild að stórum hluta þjóðarinnar er um og ó. Þessi einbeitti fókus á ESB veldur endalausum vandræðum, en þau eru komin til að vera, því aðildarumsóknin verður ekki dregin til baka úr þessu. Sama hvað hver segir, enda fer fylgi við hana vaxandi og æ fleiri segjast vilja sjá hvað er í boði og kjósa síðan.
Ef ríkisstjórnin aulast til að koma þokkalegum jólapakka frá sér á næstu dögum, varðandi vanda heimilanna og fyrirtækja, má fastlega reikna með því að fylgi við hana stóraukist. En skelfing ætlar þetta að verða erfið fæðing.
Eins gott að ekki fæðist lítil mús.
Stuðningur eykst við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, það er sorglegt að sitjandi ríkisstjórn skuli ekki njóta nema 36% stuðnings, jafnvel þótt fylgið mælist 6% hærra en í síðustu könnun.
Við þurfum ríkisstjórn sem hefur að minnsta kosti 67% stuðning!
Kolbrún Hilmars, 1.12.2010 kl. 18:46
Kolbrún, hvernig myndum við slíka stjórn?
Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 19:19
Björn, ef ég vissi það nú! Víst er að slíka stjórn er ekki lengur hægt að mynda með núverandi þingliði. Fjórflokkurinn er óstarfhæfur, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Vel valin utanþingsstjórn, kannski, en þá er spurningin hver velur?
En; okkur bráðvantar slíka stjórn.
Kolbrún Hilmars, 1.12.2010 kl. 19:27
Utanþingsstjórn hefur oft verið nefnd í vandræðum okkar, en hún er algjörlega óraunhæfur og fjarlægur draumur. Sem slík ætti hún allt sitt undir vilja Alþingis! Hérlendis er ekkert það vald til sem getur leyst upp þingið og sent það heim.
Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 19:40
Engin ríkisstjórn sem fengist við sömu hluti og þessi nyti vinsælda.
Miðað við allt og allt þá er 36% bara ágætt.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 20:05
Jón Óskarsson, ætli þú hafir ekki hitt naglann beint á höfuðið! "Þessi" ríkisstjórn er nefnilega að fást við hluti sem sundra í stað þess að sameina.
Jahá, miðað við það má ríkisstjórnin eflaust vel við sitt þriðjungsfylgi una...
Kolbrún Hilmars, 1.12.2010 kl. 20:28
Björn það er bara ein lausn - sem er - stjórn allra flokka um ákveðin mál til ákveðins tíma og svo kosningar - þar sem ríkisstjórn sf og x-d kemur ekki til greyna vegna þess að sf myndi aldrei samþykkja að leyfa þjóðinni að segja til um hvort haldið yrði áfram með þetta esb - rugl og því virðist lýðræsisást sf ekki vera mikil - því miður
Óðinn Þórisson, 1.12.2010 kl. 20:28
Afsakið, kæru vinir, hef ekki verið í sætinu mínu í nokkra klukkutíma! Þakka innlitin! Endilega verið dugleg að heimsækja karlinn! Hér er oft gaman að vera! Takk!
Björn Birgisson, 2.12.2010 kl. 00:14
Besti Flokkurinn mun bjóða fram á landsvísu, kljúfa sig alveg frá öllum öðrum flokkum, og sína sitt sanna andlit og hjarta, sem slær hvorki fyrir kvótakónga, né ESB. Ísland verður leiðandi á heimsvísu, sjálfstæðara en nokkru sinni fyrr og kemst á næsta stig siðmenningar sinnar.
xÆ (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 18:19
xÆ, þetta er ágæt pæling og framtíðarsýn!
Björn Birgisson, 2.12.2010 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.