3.12.2010 | 13:59
Boðskapur Þórs Saari
"Mér sýnist þetta vera gamaldags Jóhönnu félagsmálaráðherraaðferð" við að félagsmálavæða flest öll skuldug heimili á landinu," segir Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar.
Eitt má Þó Saari eiga. Hann liggur ekkert á skoðunum sínum. Hefur reyndar skoðun á flestu. Er líka duglegur að koma þeim á framfæri við fjölmiðlana.
Engu er líkara en að Þór Saari líti á sig sem einn aðalleikarann á stóra sviðinu við Austurvöll, en þar er hann aðeins í smáu aukahlutverki.
Í hverju málinu af öðru geysist hann fram á sviðið og viðrar skoðanir sínar og nær undantekningalaust veit hann betur en ríkisstjórnin og sá skari sérfræðinga sem hún hefur aðgang að. Og til þess þarf nú að vita ýmislegt.
Yrði það ekki fengur fyrir ríkisstjórnina að kippa öllum þessum gæðum og gáfum upp í ríkisstjórnarvagninn?
Félagsmálavæða skuldug heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viðurkenni fúslega að ég væri stuðningsmaður Þórs ef hann færi fram með Lilju Mósesdóttur...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 3.12.2010 kl. 14:08
Hann er einn af fáum sem getur sagt sannleikann ÁÐUR en hann framkvæmir...
Óskar Guðmundsson, 3.12.2010 kl. 15:30
Þór Saari hefur meiri greind og þekkingu á efnahagsmálum þjóðarinnar en öll ríkisstjórnin til samans. Það að auki talar hann mannamál hreint út en ekki endalaust humm og jamm eins og ríkisstjórnin og fjórflokkadindlarnir.
corvus corax, 3.12.2010 kl. 16:04
Við lestur á þessu bloggi er ég miklu nær um skoðanir Björns Birgissonar á Þór Saari.
Ég er þó engu nær um hvað það er sem Þór Saari sagði, sem ekki er rétt.
Ég er líka miklu nær um það, af hverju umræða á Íslandi er svona lágkúruleg.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:05
Hilmar, hvar sagði ég að Þór hefði sagt eitthvað "sem er ekki rétt?"
Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 16:15
Þór inn ríkisstjórnina - er ekki hreyfing að undirbúa vantraust á ríkisstjórnina og er ekki LM um það bil að ganga í hreyfinguna
Óðinn Þórisson, 3.12.2010 kl. 18:14
Veit ekki, Óðinn minn, ég frétti alltaf allt síðastur.
Björn Birgisson, 3.12.2010 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.